Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Er VR, eina verkalýðsfélagið sem hefur áhyggjur af launamun kynjanna ?

Ég fagna átaki VR, en hvar eru hin verkalýðsfélögin í landinu ?

Mig minnir að þetta sé annað skiptið sem VR, heldur af stað í slíka tilraun til vakningar um þetta ástand ?

Kynbundinn launamunar er jafn óþolandi nú og verið hefur alla tíð hér á landi, en mér er það enn hulin ráðgáta hvers vegna samningsgerð á hverjum tíma getur ekki tekið á þessu ástandi, það hefur ekki gerst enn sem komið er.

kv.Guðrún María.


mbl.is 10% afsláttur fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve lengi ætlum við að berja hausnum við steininn ?

Það þarf mun áhrifaríkari ákvarðanatöku í skipulagi mála hvarvetna ef við eigum að hafa svo mikið sem möguleika til þess að sporna við þeirri þróun af völdum mannsins sem nú þegar er tilkomin hér á jörð.

Við Íslendingar getum litið okkur nær þar sem heildræn uppbygging almenningssamgangna til dæmis er eitt atriði, framleiðsluaðferðir í landbúnaði og sjávarútvegi annað, þróun iðnaðarframleiðslu það þriðja, verndun votlendis, og ræktun foklands hið fjórða, bílaeign per mann , og svo framvegis.

Þvi fyrr sem við vöknum til vitundar um eigin ákvarðanatöku hvar og hvenær sem er því betra.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Ræddu loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar víðtæka sátt innan ríkisstjórnarinnar um stjórnarfrumvarp þetta.

Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru ósáttir við framlagt stjórnarráðsfrumvarp að sjá má af fréttum.

Ekki kann það góðri lukku að stýra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gagnrýndi frumvarp Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk stjórnarandstaða skiptir miklu máli, með veika ríkisstjórn við völd.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar njóta ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar samkvæmt könnunum sem hafa verið gerðar að undanförnu og það atriði að þeir hinir sömu flokkar skuli á sama tíma reyna að koma í gegn meiriháttar stjórnkerfisbreytingum varðandi valdatilfærslu, er með ólíkindum í raun.

Allan tíma þessarar ríkisstjórnar hefur það verið viðtekin venja að kenna stjórnarandstöðu um allan vandræðagang þann sem stjórnin hefur af sjálfsdáðum komið fram með s.s. Evrópusambandsumsókn þegar önnur verkefni voru brýnni innanlands, osfrv.......

Sterk ríkisstjórn þakkar öfluga stjórnarandstöðu í stað þess að kveinka sér undan slíku, þar liggur munurinn meðal annars á sterkri ríkissjórn og veikri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundur svo lengi sem þörf er á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háttvirtum forseta BER að víta viðkomandi þingmann.

Ummæli viðkomandi þingmanns eru vítaverð, og eiga lítt skylt við óviðeigandi ummæli, þar sem mál þetta er mun alvarlegra.

Í raun er það með ólíkindum að háttvirtur forseti skuli ekki hafa tekið eftir þessum ummælum þingmannsins og telja verður til mistaka við stjórn fundar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir ummælin óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfur þingmaður á þingi ?

Ummæli þingmannsins voru tilefni til þess að víta þann hinn sama á stundinni, en einhverra hluta vegna svaf þingforseti á verðinum.

Það atriði að viðkomandi þingmaður skuli ekki kunna að gæta síns máls, betur en þetta er tilefni til þess að velta fyrir sér hvort og þá hvaða erindi sá hinn sami á sem þingmaður á Alþingi Íslendinga.

Er það svona málflutningur sem Vinstri hreyfingin Grænt framboð vill viðhafa ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Talaði um „forsetaræfilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að gera forsætisráðherra að einræðisherra yfir ráðuneytum landsins ?

Það sem ég get lesið í þetta stjórnarráðsmál núverandi ríkisstjórnar þá virðist þar á ferð valdaframsal frá einstökum ráðuneytum til handa sitjandi forsætisráðherra hverju sinni sem aftur þýddi það að sá flokkur sem fer með ráðuneyti samstarfsstjórna í ríkisstjórn réði ÖLLU um flest mál.

Alveg í anda aukins lýðræðis í landinu, í kjölfars hrunsins sem og hinum mikla lærdómi sem menn hafa þóst draga af rannsóknarskýrslu Alþingis !

Eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekkert samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasett áætlun um breytt viðhorf, ..,- afar fróðlegt !

Háttvirtur utanríkisráðherra fer hér nokkrum orðum yfir stöðu mála þar sem ýmislegt ber á góma, meðal annars að viðræður við Evrópusambandið innihaldi kröfu um tímasetta áætlun um breytt viðhorf varðandi vor kerfi sem ekki er nú alveg sýnilegt hvernig eða hver á að koma á koppinn hvar og hvenær.

Jafnframt viðurkennir ráðherrann að Alþingi hafi ekki gefið umboð til aðlögunar í samningum við Evrópusambandið.

Ef ég skil mál ráðherra rétt í heildina tekið þá eigum við Íslendingar að þykjast vilja breyta öllu á blaði til þess að geta hugsanlega fengið slíkan þykjustugang samþykktan sem aðgöngu að Evrópusambandinu.

Alltaf batnar það eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Samið um sérstöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkuðu ríkisstjórnarflokkarnir framgöngu forseta vors í Icesavemálinu ?

Ég hygg að ekki þurfi að leita að skýringum langt aftur í tímann varðandi samskipti núverandi forseta annars vegar og ríkisstjórnarflokka hins vegar, þótt sagnfræðingar séu oft á þeirri hinni sömu línu.

Raunin er sú að framganga forseta Íslands í Icesavemálinu ekki hvað síst á erlendri grund, skipti sköpum fyrir vora þjóð þar sem ráðamenn voru steinsofandi til þess að styggja ekki Evrópu við umsóknarferli í bandalagið að helst má skilja.

Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna sem einnig vildu greiða Icesavereikninginn sem og ganga inn í Evrópusambandið fóru ekki beinlínis fögrum orðum um forseta vorn í kjölfar þessa máls.

Það gæti hins vegar hentað öðrum ríkisstjórnarflokknum ágætlega að eigna hinum þennan ágreining.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetadeila á sér dýpri rætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru hugmyndir að nýrri stjórnarskrá til bóta ?

Það er Alþingis að fara yfir hugmyndir um breytingar á stjórnarskrá sem skilað hefur verið til þingsins af nefndarmönnum stjórnlagaráðs.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar hljóta því að sjá til þess að meðferð komi til umræðu og skoðunar í þinginu.

Núverandi stjórnarskrá er býsna góð að mínu mati,að því undanskildu að í hana vantar möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslum.

Eftir lestur tillagna stjórnlagaráðsins, um breytingar virðist það því miður hafa orðið eins konar markmið að breyta öllu orðavali eldri stjórnarskrár, líkt og sá væri tilgangurinn, með afskaplega mismunandi góðum árangri.

Samsuða á loðnu orðavali í formi yfirlýsinga hefur ekkert að gera í stjórnarskrá, frekar en langlokur um umhverfismál sem illa eða ekki er hægt að staðfæra við lagagerð að mínu mati.

Að hluta til má segja að þessar hugmyndir beri keim af því að miðjumoða það sem allir gátu sætt sig við með því að breyta öllu " einhvern veginn ".

Ég get því ekki betur séð en stór tími af þingstörfum hljóti að fara í það atriði að ræða þetta mál til hlýtar, gömlu stjórnarskrána annars vegar og hugmyndir um nýja í afskaplega víðum kufli orðavals hins íslenska máls.

kv.Guðrún María.


mbl.is Borgarafundur um nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband