Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Hvernig væri að upplýsa almenning betur um þetta verkefni ?

Það er ekki alveg sem skyldi ef tilraunir verða þess valdandi að truflun verður á vöktun skjálftavirkni í virkum eldstöðvum landsins, vegna þeirra hinna sömu tilrauna.

Eina yfirlýsingin sem ég hefi séð frá Orkuveitu Reykjavíkur er sú að þessar tilraunir geti þýtt litla jarðskjálfta en hvað túlkar Orkuveitan sem litla skjálfta ?

Ég spyr aftur, vita menn hvað þeir eru að gera ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Manngerðir skjálftar trufla vöktun Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er ekki búið að boða fund með lögreglumönnum ?

Ef dómsmálaráðherra er ekki á landinu þá hlýtur annar ráðherra að gegna embætti hans á meðan og sá hinn sami, hver svo sem það er, þarf að boða fund með lögreglumönnum sem fyrst.

Raunin er sú að það eitt er óviðunandi að ekki náist að tryggja sátt um kaup og kjör hjá stétt sem er án verkfallsréttar, en skal sinna meginhlutverki um öryggi borgarnnna.

Stjórnvöldum ber skylda til þess að tryggja löggæslu í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lögreglumenn geta engu treyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skal land með lögum byggja ?

Dómsmálaráðherra á verk fyrir höndum sem er að funda með lögreglumönnum, varðandi kjaralega stöðu þeirra hinna sömu eftir niðurstöðu Gerðardóms.

Það er gjörsamlega óviðunandi að ekki náist að tryggja sátt í stétt lögreglumanna með kaup og kjör, ekki hvað síst á tímum óvissu í einu þjóðfélagi varðandi hin ýmsu mál af efnahagslegum toga.

Að þeirri hinni sömu sátt þarf dómsmálaráðherra landsins og ríkisstjórn að koma, og það strax.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikil reiði í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vottun sjálfbærra fiskveiða.

Því miður er það ekki af hinu góða að mörg vottunarkerfi séu í gangi varðandi fiskveiðar, þar sem ákveðnar þjóðir geta undanskilið ákveðna þætti hér og þar.

Sjálfbærni þjóða varðandi fiskveiðar er aðferðafræði í sátt við móður náttúru, og vitund um að raska ekki viðkvæmu lífríki sjávar, til uppbyggingar fiskistofna í framtíðinni.

Samsetning fiskiskipaflota með tilliti til þess að ekki sé eytt og sóað olíu við að sækja fisk úr sjó er einnig atriði sem hefur með sjálfbærni að gera.

Jafnframt er það fólgið í sjálfbærni að atvinnutækifærum við fiskveiðar sé skipt réttlátlega millum landsmanna, rétt eins og öðrum atvinnutækifærum.

Brottkast fiskjar sem veitt er og ekki talið nógu verðmætt fellur ekki undir sjálfbærar fiskveiðar, frekar en það atriði að friða of mikið af ákveðnum stofnum í stað þess að grisja til að byggja upp.

Aflamarkskerfi eru í eðli sínu sóunarkerfi, og blönduð leið við stjórn fiskveiða er eitthvað sem ég vildi séð hafa komið til sögu hér á landi, þar sem hluti er aflamark og hluti annars konar kerfi sem tekur mið að sjálfbærni eingöngu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gott að tengja saman uppruna og vottun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita menn eitthvað, hvað þeir eru að gera við Hellisheiðarvirkjun ?

Getur það verið að stærsta þéttbýlissvæði landsins sé orðið að tilraunasvæði vísindamanna við orkurannsóknir með aukinni jarðskjálftavirkni á svæðinu ?

Vita menn hvað þeir eru að gera, þ.e. hvað tilraunir þessar geta orsakað og hvað ekki ?

Afar fróðlegt væri að fá frekari svör við því hinu sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjöldi skjálfta við Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanmat á menntun og verðgildi starfa á íslenskum vinnumarkaði.

Íslensk fyrirtæki sem og hið opinbera á nær öllum sviðum er ennþá í þeim Hrunadansi að halda launakostnaði niðri, með öllum ráðum sem meginforsendu þess að halda starfssemi gangandi.

Alls konar vol og væl á sér alla jafnan stað þegar kemur að samningsgerð um að fyrirtækin og þjóðfélagið fari á hausinn ef launahækkanir komi til sögu.

Þegar svo er komið í íslensku samfélagi að verkalýðshreyfingin er orðin eigandi að atvinnufyrirtækjum í landinu gegnum fjárfestingar lífeyrissjóðanna, líkt og verið hefur fyrir og eftir hrun hér, þá eru góð ráð dýr , þar sem menn sitja beggja vegna borðsins við gerð samninga.

Þeir hinir sömu samningar hafa hins vegar lagt grundvöllinn að samningum við opinbera starfsmenn í lögbundinni þjónustu hvarvetna þar sem sama pólítíkin hefur ráðið ríkjum, sem er .... að halda launakostnaði niðri..... oftar en ekki með auknu álagi á þá starfsmenn sem eftir verða, án launa vegna þess.

Samtenging íslenskra verkalýðsforkólfa inn í pólítik á sviði ríkis og sveitarfélaga hefur verið þess valdandi að þeir hinir sömu hafa steinþagað þegar ÞEIRRA menn hafa setið við valdatauma og samþykkt hvern handónýtan kjarasamning á fætur öðrum til handa sínu fólki gegnum tíðina.

Ungu fólki er talin trú um að mennta sig með tilheyrandi kostnaði ýmsum, en menntunin skilar sér síðan ekki í formi launa þegar út á vinnumarkað er komið, því miður, og við tekur barátta hálfa ævina til þess að fá menntun metna að verðgildi til starfa.

Starfa sem jafnvel eru á háskólastigi.

Starfsreynsla á vinnumarkaði og verðmat launa þar að lútandi er orðinn ókostur frekar en hitt eins og staðn er í dag að mínu áliti, vegna skammtímahugsunar þess efnis að ..... halda launakostnaði niðri ....

Gæði, innihald og í raun ímynd fyrirtækja og stofnanna er eitthvað sem ekki virðist uppi á borðinu, heldur einungis krónur á blaði um launakostnað í lágmarki, án mats á gæðum þjónustunnar.

Það skortir breytt viðhorf og endurmat á verðgildi starfa og menntun og reynslu á vinnumarkaði hér á landi, þar sem samfélagsleg ábyrgð eins samfélags sem heildar er leiðarljós.

kv.Guðrún María.


Leggst lögbundin þjónusta Reykjavíkurborgar niður við félagsráðgjöf ?

Það er hálf hráskinnalegt að ekki skuli hafa tekist að semja við stéttir sem sinna lögbundinni þjónustu sveitarfélaga í þessu tilviki í höfuðborginni.

Hvers eiga íbúar að gjalda, verður borgin skaðabótaskyld gagnvart ríkinu ef lögbundin þjónusta fellur niður ?

Spyr sú sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


mbl.is Starfsemi Barnaverndar lamast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestun stórra samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.

Ég heyrði um þessa viljayfirlýsingu í fréttum í dag með öðru eyranu, þar sem ég náði því að taka ætti höndum saman um uppbyggingu almenningssamgangna, sem er fagnaðarefni.

Ég missti hins vegar af því að innifalið í þessu væri frestun stórra samgönguframkvæmda á svæðinu, en nánari útfærsla á verkefninu liggur ekki fyrir, en fróðlegt verður að sjá hvernig verkefni þetta lítur út.

Vonandi eru þetta ekki aðeins fallegar umbúðir utan um niðurskurð fjármagns, millum sveitarfélaga og ríkis.

kv.Guðrún María.


mbl.is Viljayfirlýsing um almenningssamgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur verkalýðshreyfingin ekki hlaupið undir bagga með sínum félagsmönnum ?

Áhyggjur Gylfa Arnbjörnssonar af vanda sveitarfélaganna, þar sem hann óskar eftir því að ríkið framlengi bótarétt til þess að forða því að atvinnulausir lendi á framfærslu sveitarfélaga, endurspeglar ef til vill skort á vitund verkalýðshreyfingarinnar gagnvart eigin ábyrgð í þessu efni.

Ríki og sveitarfélög eru eitt í raun og tekjur koma úr vasa íbúa sem eru launamenn sem einnig greiða lögbundin iðgjöld alla sína ævi í sín verkalýðsfélög og lífeyrissjóði.

Er það til of mikils mælst að félögin hlaupi undir bagga með atvinnulausum án bótaréttar ?

Umsamin laun á vinnumarkaði eru til háborinnar skammar ekki hvað síst laun kvenna þar sem viðkomandi verkalýðsforkólfar hafa ekki staðið sína pligt varðandi það atriði að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll viðvarandi launamun til langs tíma og menn vita vel hvar er ef þeir vilja af vita.

Þegar svo illa er komið að atvinnuleysisbætur eru álíka og laun á vinnumarkaði þá er lítinn hvata að finna til vinnuþáttöku.

Það dugar ekki að hrópa á ríkið til þess að forða sveitarfélögunum, meðan verkalýðshreyfingin situr sjálf í alls konar markaðsbraski með Framtakssjóði lifeyrissjóðanna sem enginn launþegi var spurður um hvort vildi koma á fót, frekar en fyrri daginn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þurfa að framlengja bótarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland taki ákvörðun um að fresta aðildarviðræðum, sem fyrst.

Greining Ingibjargar Sólrúnar varðandi stöðuna gagnvart Evrópusambandsaðild er rétt, það skortir pólítíska forystu fyrir þessari ákvörðun, innan ríkisstjórnar og utan.

Því fyrr, sem stjórnvöld viðurkenna þá hina sömu staðreynd, því betra fyrir land og þjóð.

Taka þarf ákvörðun um að fresta aðildarviðræðum í ljósi þess fyrrnefnda sem og óvissu um efnahagsástandið í Evrópu nú um stundir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólíklegt að innganga í ESB verði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband