Fer heilbrigðisþjónusta við fanga í flokkun um tegund sjúkdóma ?

Ég hlýddi á viðtal við Margréti Frímannsdóttur í Kastljósi nú á dögunum, varðandi málefni fanga meðal annars það atriði að fangar sem eiga við geðsjúkdóma að stríða fái ekki þjónustu sem sjúklingar við slíkum vandamálum.

Það hið sama er vægast sagt alvarlegt atriði og mannréttindabrot beint fyrir framan augun á okkur í raun.

Ef það er svo að fangi sem fær hjartaáfall er fluttur með hraði á sjúkrahús, hver vegna gildir hið sama ekki um annars konar sjúkdóm einnig ?

Neysla fíkniefna og geðsjúkdómar eru nátengd vandamál, vandamál sem vort þjóðfélag hefur enn ekki komist til þess að meðhöndla sem skyldi frá upphafi til enda, hvort sem um er að ræða það atriði að grípa inn í nógu snemma og meðhöndla sem skyldi, ellegar taka á afleiðingum þeim hinum sömu með því móti sem þarf í formi úrræða meðferðar og heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Skortur á samhæfingu millum aðila er mikill, og afskaplega margra úrbóta þörf, og meira og minna hefur sama spurningin ætíð verið til staðar í þessu efni sem er sú að verja fjármunum til þess að forða því að verið sé að velta fram og til baka sömu vandamálum endalaust, er kostar meira í raun, þegar upp er staðið.

kv.Guðrún Maria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband