Tekjur manna og vangaveltur um slíkt.

Ég skal viðurkenna að það var fróðlegt að sjá þær upphæðir sem fyrirfundust hjá forstjórum fjármálafyrirtækja fyrir hrun, en að öðru leyti hefur mér fundist þessi árstíðabundna umræða um tekjur manna, frekar leiðigjörn og innantóm.

Mín skoðun er sú að það sé gott fyrir eitt samfélag að mönnum gangi vel og það atriði að öfundast yfir tekjum annarra er eitthvað sem ég mun seint leggja fyrir mig.

Hins vegar er tekjuskipting og skipulag eins þjóðfélags eitthvað sem er endalaust verkefni til þess að leggja hönd á plóginn um að betrumbæta.

Þessi frétt er hins vegar nokkuð skondin aflestrar vegna leiðréttingakaflanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jóhannes í Bónus með 14,5 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband