Harmi slegin þjóð.

Það skyldi engan furða að flest liggi niðri í norsku samfélagi eftir þær hörmungar sem yfir hafa dunið, og eru enn ekki endanlega komnar í ljós.

Samúð til handa þeim er misstu sína nánustu og umhugusun um þá sem lifðu þessa atburði er í huga manns.

Ég las í morgun við skoðun á fréttum, bloggfærslu ungrar stúlku sem lifði af, þar sem hún lýsir á einlægan hátt upplifun sinni og tilfinningum í sorg og síðan gleði við að hitta sina nánustu.

Það var áhrifamikil lesning og aðdáunarvert að hún skyldi þess umkomin að tjá sig um þessa sína reynslu með þessu móti, en sú hin sama tjáning er án efa til hjálpar frekar en hitt.

Megi góður Guð styðja og styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stavanger er eins og draugabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband