Mæðradagurinn.

Það er stærsta upplifun lífsins að verða móðir en án efa gildir hið sama um það að verða faðir, en upplifunin við það að verða móðir er einstök.

Þar vakna annars áður óþekktar tilfinningar umlykjandi umhyggju gagnvart nýjum einstaklingi, sem maður hefur gengið með í níu mánuði og fætt í þennan heim.

Frá skeiði frumbernsku til fullorðinsára rennur mikið vatn til sjávar í lífi móður og barns, þar sem alla jafna er það svo að barnið fær notið beggja sinna foreldra sér til trausts og halds sem er af hinu góða, þar sem fjölskyldan sem eining er hluti af einu samfélagi.

Sjálf er ég ekkja og einstæð móðir frá því að barnið mitt var fjögurra ára og hefi því verið eitt foreldri í átján ár um það bil með minn dreng.

Drengi vantar mikið þegar föðurímynd er ekki til staðar, það veit ég nú í dag og mikilvægi þess að hvert eitt barn fái notið umgengni við báða sína foreldra svo fremi þess sé kostur, er mikilvægt veganesti til framtíðar fyrir öll börn.

Kærleikur og umhyggja kemur til baka er árin liða og hvers eðlis sem er.

Sonur minn gaf mömmu sinni þessi blóm í dag í tilefni dagsins.

RIMG0001

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Drengur segir mjög mikilsverða hluti með þessum fallegu 7 rósum. 

Hér fyrir westan er þessi dagur næstum of yfirþyrmandi.  Blessuð börnin eru heilaþvegin af "retailers" og veitingahúsum og hjá sumum verður þetta pínleg kvöð.

Glöð að við Íslendingar höldum kjarnakúlinu í þessu tilfelli. 

Segðu það með blómum og nærveru.

Gleðilegan mæðradag!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.5.2011 kl. 01:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt Jenný, takk fyrir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.5.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband