Það á ekki að taka sjö ár að fá svar frá stjórnvöldum um hagi manna.

Svo fremi við Íslendingar viljum virða mannréttindi almennt þá er það deginum ljósara að enginn skyldi þurfa að bíða sjö ár eftir svari um það annars einfalda atriði hvort viðkomandi fá hér dvalarleyfi eða ekki.

Ég hef samúð með þessum manni og tel að við ættum að veita honum rétt til þess að dvelja í okkar landi, þar sem hann hefur beðið sjö ár, án svars, en jafnframt viðurkenna veikleika eigin stjórnkerfis varðandi þann mikla drátt sem orðið hefur við að svara umsókn mannsins, af eða á.

Mannúð og sanngirni skyldu ætíð leiðarljós í ákvarðanatöku allri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fái varanlegt hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband