Stjórnun fiskveiða á Íslandi.

Það eru fimm atriði sem skyldi hafa í huga við stjórnun fiskveiða hér á landi.

1. Gjaldtaka af atvinnugrein þessari þarf að fara fram, ÞEGAR veiddur afli er færður að landi, EKKI áður hann er veiddur með uppboði eða öðru.

2. ALLUR veiddur afli skal og skyldi á hverjum tíma koma að landi með mismunandi skilyrðum gjaldtöku og verðs sem þýðir nýtingu í stað sóunnar.

3.Samsetning fiskiskipastólsins og fjöldi skipa að úthafsveiðum annars vegar og strandveiðum hins vegar, hvað varðar stærð og gerð veiðarfæra, er atriði sem hægt er að stjórna og þarf að stjórna.

4. Fiskveiðar undir formerkjum gróða á verslun með heimildir til veiða skilar ekki þjóðhagslegum tilgangi fiskveiða, eðli máls samkvæmt, nema skamman tíma og meintri eignamyndun einstakra handhafa á slíkri umsýslu þarf löggjafarvaldið að skýra og leiðrétta í samræmi við fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða.

5. Það eru mörg þúsund skoðanir á því hvernig stjórna skuli fiskveiðum hér á landi, þar sem allir hafa " rétt " fyrir sér í þvi efni en lifríki sjávar þróast áfram eins og það hefur gert og það að skoða söguna afturábak og sjá það að þorstofninn þarf að grisja með auknum veiðum að vissu marki án þess þó að taka of mikið er gamall og nýr sannleikur við stjórn fiskveiða.
Allt spurning um hvernig og hve mikið magn af tólum og tækjum við notum á hinum ýmsu svæðum lífríkis sjávar við landið hverju sinni.
Meta þarf tólin og tækin fyrr og nú.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvótafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband