Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Hvers vegna getum við ekki fylgst með talningu úr þjóðaratkvæðagreiðslu ?
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Ríkissjónvarpið skellir einhverri bíómynd á dagskrá í stað þess að hægt sé að fylgjast með talningu úr þjóðaratkvæðagreiðslu.....
Rás 2 endurspilar viðtöl síðan fyrr í kvöld....
Hvað er um að vera, til hvers greiðum við nefskatt til þess hins sama ?
Spyr sú sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
Mun fleiri segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Brýnir íslenzka þjóð til dáða gegn ólögunum um Icesave.
Laugardagur, 9. apríl 2011
Eva Joly á þakkir skildar fyrir stuðning sinn við íslenzku þjóðina í þessu máli, þar sem hún brýnir okkur til dáða að hafna slíku.
Sjálf er ég búin að hafna þessum ólögum og hvet aðra til að gera slíkt hið sama á morgun.
kv.Guðrún María.
Berjist gegn óréttlætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrrum forseti blandar sér í pólítiskt deilumál þjóðar.
Laugardagur, 9. apríl 2011
Fyrrverandi forseti stígur hér fram og hendir sér inn á pólítiskan vettvang deilumáls sem klýfur þjóðina í tvær fylkingar.
Vanhugsuð ákvörðun af hennar hálfu, að mínu mati og rof á þeim friði sem ríkt hefur um hana og hennar störf.
Breytir þar engu hvaða afstaða þar borin fram.
kv.Guðrún María.
Vigdís styður samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Icesaveklafinn er dýrkeyptur og tilhæfulaus aðgöngumiði að Evrópusambandinu.
Föstudagur, 8. apríl 2011
Tilraunir stjórnarsinna til þess að fá almenning í landinu til þess að samþykkja síðustu útgáfu Icesaveklafans sýna og sanna að hér er um pólítiskt mál að ræða sem tengist umsókn að Evrópusambandinu, meira og minna eins og Atli Gíslason tjáði sig um er hann yfirgaf þingflokk VG.
Með öðrum orðum núverandi stjórnvöld gefa sér ekki tíma til þess að klára uppgjör í þrotabú Landsbankans áður en þjóðinni er boðið að taka áhættu um óvissuþætti þar að lútandi sem búið er að ramma inn í lög frá Alþingi.
Lög, sem byggja EKKI á lögvarðri kröfu, heldur pólítískum vilja um frágang af hálfu sitjandi flokka í stjórn.
Það þarf ekki mikla menntun til þess að átta sig á því hinu sama.
kv.Guðrún María.
Atli og Lilja setja x við nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðherra Samfylkingarinnar kastar steinum úr glerhúsi.
Fimmtudagur, 7. apríl 2011
Fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að virkja sundurlyndisfjandann í þjóðinni, með því að troða gegnum þingið aðildarumsókn að Evrópusambandinu án þess að kanna vilja þjóðarinnar.
Meira og minna hafa stjórnarathafnir flest allar mótast að aðgerðaleysi undir formerkjum þess að dandalast einhvern veginn áfram í kreppu vorrar þjóðar með einblýni á aðild að Evrópusambandinu sem samkvæmt könnunum er í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.
Icesavesamningagerðin og það atriði hvernig sitjandi stjórnvöld hafa höndlað það mál ber vott um algeran undirlægjuhátt gagnvart þjóðum sem eru hluti af Evrópusambandinu, þar sem senda á íslenskum skattgreiðendum reikning af einkabankastarfssemi frá vinstri stjórn við valdatauma.
Hinn gífurlegi áðróður stjórnarflokka þess efnis að koma eigin ábyrgð burt úr heimahúsum með því að benda á einhverja aðra, einhvern tímann, er og hefur verið venjan.
kv.Guðrún María.
Leggja þarf sundurlyndisfjandann að velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþingmenn upplýsi um hagsmunatengsl sín.
Fimmtudagur, 7. apríl 2011
Ég tel það hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þeir sem skipaðir voru til starfa af Alþingi upplýsi um hagsmunatengsl sín, svo sem kostnað við kosningabaráttu og störf í stjórnmálasamtökum hvers konar í ljósi þess að hér sé ekki um að ræða fólk sem telur sig erindreka stefnu sitjandi stjórnvalda í landinu við mótun tillagna um nýja stjórnarskrá.
kv.Guðrún María.
Samstaðan er mikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Nei skilaði okkur fullveldi 1918, nei skilaði okkur lýðveldi 1944, nei skilaði okkur 200 mílna landhelgi 1976..."
Fimmtudagur, 7. apríl 2011
" Nei 2011 forðar okkur frá þjóðargjaldþroti!!!! "
Þessi stutta upprifjun úr sögu þjóðarinnar, sem ég sá hjá vinkonu minni er góð hugleiðing um þá sjálftæðisbaráttu sem okkar þjóð hefur mátt standa fyrir gegnum tíðina, og sú vakt stendur sannarlega enn, þar sem það er okkar að standa vörð um eigin hagsmuni til framtíðar fyrir afkomendur okkar.
kv.Guðrún María.
57% ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alþýðusamband Íslands á ekki að vera pólítiskur vettvangur fyrir persónulegar skoðanir forystumanna.
Fimmtudagur, 7. apríl 2011
Það er með ólíkindum að forseti ASÍ, geri sér ekki grein fyrir því að honum beri að halda sínum persónulegu skoðunum til hlés í máli sem varðar fjölda félagsmanna í þeim samtökum sem hann er í forsvari fyrir.
Það er í raun alveg sama hvaða fjöldafélagsskap, utan stjórnmálaflokka, menn taka að sér að standa í forsvari fyrir, þeir hinir sömu verða að gjöra svo vel að tala fyrir þeim hinum sömu hagsmunum opinberlega sem þeir takast á hendur og halda eigin skoðun til hliðar.
Átti menn sig ekki á þessu, þá er illa komið, og viðkomandi vanhæfir.
kv.Guðrún María.
Gylfi: Ekki afstaða ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessi maður situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Ef ég man rétt lagði þessi prófessor það til að við samþykktum fyrsta Icesavesamninginn enda mikill áhugamaður um Evrópusambandið.
Sá hinn sami situr hins vegar einnig í peningastefnunefnd Seðlabankans, sem telja verður hluta af stjórnvöldum landsins og talsmanns stefnu stjórnvalda umfram fræðigráðuna.
kv.Guðrún María.
Minnka þarf óvissu í efnahagslífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er samstarfsflokkur Besta flokksins í borgarstjórn ?
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Ég sé ekki betur en borgarstjórinn hafi smitast af Samfylkingarheilkenninu, þ.e. að Davíð Oddsson sé upphaf og endir alls, alltaf alls staðar, og það verði að vera á móti honum og flokk þeim sem hann stóð fyrir á sínum tíma.
Ég ólst upp við málgögn stjórnmálaflokka eins og Jón en svo vill til að tímar hafa breyst all nokkuð og hin meintu markaðslögmál hafa nú all nokkuð raskað stöðunni hér á landi hvað þetta varðar, svo ekki sé minnst á það að þau hin sömu hafi snúist í öndverðu sína, þar sem tilkoma borgarstjóra í þetta embætti kynni hugsanlega að vera afleiðing af því hinu sama markaðstilstandi.
Kanski þarf borgarstjórinn að bregða sér í hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar til þess að umræða um hann verði eins og vatni sé skvett á gæs.
kv.Guðrún María.
Hörð skrif gegn borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |