Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Sitjandi ríkisstjórnir eiga ekki að " leggja til efni í kjaraviðræður".. annað en þau skilyrði sem til staðar eru.
Miðvikudagur, 13. apríl 2011
Það er óþolandi að sjá menn ennþá ganga fram með þessa afdönkuðu miðaldahugmyndafræði þess efnis að, rikisstjórn skuli ganga að kjarasamningum á vinnumarkaði með einhvern jólapakka þar að lútandi.
Því fyrr sem þessi aðferðafræði verður slegin út af borðinu,
því betra fyrir almenning í landinu.
kv.Guðrún María.
Kjaraviðræður á bláþræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Núverandi stjórnarflokkar eru rúnir trausti eftir Icesavevegferðina alla.
Miðvikudagur, 13. apríl 2011
Það kemur í ljós á morgun hve vel stjórnarsinnar standa vörð um núverandi stjórn, en það er gott að vita að minn flokkur Framsóknarflokkurinn hyggist ekki lappa upp á það sem undan er gengið með inngöngu í stjórnina.
Icesavemálið allt er klúður frá upphafi til enda í höndum þessarar ríkisstjórnar frá þvi sú hin sama settist við valdatauma, og auðvitað hefði sú hin sama átt að sjá sóma sinn í því að afhenda öðrum valdstjórnina en hin alíslenzka venja þess efni að ábyrgð stjórnarathafna og árangur í þvi efni sé eitthvað til að axla, er ennþá ekki fyrir hendi,
því miður.
kv.Guðrún María.
Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetinn talar máli þjóðarinnar á erlendri grund.
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Það er afskaplega ánægjulegt að heyra forseta vorn tala máli þjóðarinnar á erlendri grundu í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardag.
Markaðsdansleikur matsfyrirtækjanna er sannarlega eitthvað sem fyrir löngu síðan var tími til kominn að fara nokkrum orðum um í þessu sambandi og hafi forsetinn kærar þakkir fyrir.
kv.Guðrún María.
Ömurleg frammistaða Moody's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smávegis fróðleikur um þetta mál.
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Enn sem komið er hefi ég ekki heyrt sérstaka kynningu á þessu máli hjá viðkomandi fjölmiðlum í landinu og tel reyndar að það sé þeirra hinna sömu að kynna mál þetta áður en skorað er á forsetann að beita sér í því hinu sama.
Það skal tekið fram að það getur hafa farið framhjá mér.Að öðru leyti er það mín skoðun að þetta lagafrumvarp sé gjörsamlega ómögulegt framkvæmdalega en auk þess ritskoðun að hluta til, ásamt því að ekki er hægt að áfrýja stjórnsýsluákvörðunum nefndar sem pólítískir fulltrúar skipa hverju sinni.
Set hér inn nokkrar klásúlur til fróðleiks, þar sem ég hef undirstrikað það sem annars vegar er óframkvæmanlegt ellegar er á stórkostlega gráu svæði sem lög.
" I. KAFLI
Markmið og skilgreiningar.
1. gr.
Markmið.
Markmið laga þessara er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi,
fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Markmið
laganna er jafnframt að koma á samræmdri löggjöf á vettvangi fjölmiðlunar óháð því miðlunarformi sem er notað.
13. Fjölmiðill er hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni
er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljast m.a. dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra,
netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar.
III. KAFLI
Stjórnsýsla.
7. gr.
Fjölmiðlanefnd.
Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra. Nefndin annast eftirlit samkvæmt lögum þessum og daglega stjórnsýslu á því
sviði sem lögin ná til.
Ákvörðunum fjölmiðlanefndar samkvæmt lögum þessum verður ekki skotið til annarra
stjórnvalda.
Kostnaður við starfsemi fjölmiðlanefndar greiðist úr ríkissjóði.
Við framkvæmd eftirlits með viðskiptaorðsendingum sem falla undir eftirlit annarra
stjórnvalda samkvæmt sérlögum skal fjölmiðlanefnd leita samstarfs um verkaskiptingu við
þau stjórnvöld.
Fjölmiðlanefnd skal gera samstarfssamning við Neytendastofu um mál sem geta varðað
starfssvið þessara stofnana.
8. gr.
Skipan fjölmiðlanefndar.
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar fimm manns í fjölmiðlanefnd til fjögurra ára
í senn. Tveir fulltrúar skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og tveir samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins en þann fimmta skipar ráðherra án tilnefningar. Ráðherra skipar formann nefndarinnar og skal hann uppfylla starfsgengisskilyrði
héraðsdómara. Varaformann skal skipa úr hópi fastra nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn og varamenn þeirra skulu hafa sérþekkingu á fjölmiðlamálum
og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Ráðherra ákvarðar þóknun nefndarmanna.
Nefndarmenn skulu vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa óflekkað mannorð
og mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða sérrefsilagaákvæðum.
Fjölmiðlanefnd setur sér starfsreglur sem skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda.
26. gr.
Lýðræðislegar grundvallarreglur.
Fjölmiðlaþjónustuveitendur skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegum grundvallarreglum, virða tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Þeir skulu miðla fjölbreyttu efni og
mismunandi sjónarmiðum á hlutlægan hátt. Fjölmiðlaþjónustuveitendur skulu eftir fremsta
megni gefa ólíkum hópum samfélagsins kost á að tjá skoðanir sínar og sjónarmið og stuðla
að gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum mismunandi hópa í samfélaginu. Þá er fjölmiðlum óheimilt að hvetja til refsiverðrar háttsemi og ósæmilegra athafna.
Þó skal fjölmiðlaþjónustuveitanda sem hefur þann yfirlýsta tilgang að beita sér fyrir tilteknum málstað vera óskylt að miðla efni sem gengur í berhögg við stefnu miðilsins.
27. gr.
Bann við hatursáróðri.
Í fjölmiðlum er óheimilt að kynda undir hatri á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar eða félagslegrar stöðu í samfélaginu.
VIII. KAFLI
Takmörkun á einkaréttindum yfir myndefni.
48. gr.
Aðgangur almennings að myndmiðlun frá þýðingarmiklum viðburðum.
Heimilt er að ákveða í reglugerð að einkarétt fjölmiðlaþjónustuveitenda til myndmiðlunar
frá innlendum og erlendum viðburðum sem taldir eru hafa verulega þýðingu í þjóðfélaginu
52. gr.
Bann við miðlun hljóð- og myndefnis og afturköllun
hljóð- og myndmiðlunarleyfis.
Fjölmiðlanefnd getur að undangenginni lögmæltri málsmeðferð samkvæmt lögum þessum
bannað með ákvörðun miðlun efnis sem telst andstætt ákvæðum laga.
Fjölmiðlanefnd getur afturkallað leyfi til hljóð- og myndmiðlunar vegna brota á ákvæðum
laga þessara, enda sé um alvarleg og ítrekuð brot að ræða. "
kv.Guðrún María.
Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaðan koma kröfur um skammtímasamning ?
Mánudagur, 11. apríl 2011
Er miðstjórn ASÍ, búin að funda ?
Hafa félögin fundað með félagsmönnum sínum ?
Hvaðan kom þessi krafa um skammtímasamning sem haft er eftir ASÍ að hafi komið fram ?
kv.Guðrún María.
Engin niðurstaða um kjaramál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjáin milli þings og þjóðar.
Mánudagur, 11. apríl 2011
Það verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum núverandi aðilar við stjórnvöl landsins telja sér mögulegt að kúvenda eigin afstöðu sem talsmenn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Ég er ekki komin til með að sjá það hið sama gerast og nægir þar að nefna hnýtingar þingmanns VG, um orð forseta landsins í dag.
Vangaveltur Styrmis Gunnarssonar um það hvort efna þurfi til undirskriftasöfnunnar gegn ríkisstjórninni eru því vel skiljanlegar í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Undirskriftir gegn stjórninni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skammarleg vinnubrögð hjá Vinstri Grænum.
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Flokksræðið lætur ekki að sér hæða, þegar ýta á mönnum út, þá er þeim ýtt út með fyrirfram tekinni ákvörðun þar að lútandi með samræðum alla jafna.
Guðfríður Lilja er sennilega einn sá þingmaður flokksins sem á hvað mestan þátt í því að sá hinn sami flokkur komst til valda, með afskaplega einörðum málflutningi á þingi og óbilandi sannfæringarkrafti.
Vinnubrögð sem þessi ættu ekki að sjást þ.e, þegar þingmaður kemur úr fæðingarorlofi þá sé fyrsta verk samstarfsmannanna að ýta viðkomandi út úr sínum fyrri störfum.
Skammarlegt.
kv.Guðrún María.
Guðfríður Lilja sett af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetinn slær á barlóminn.
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Þessi orð forsetans eru sannarlega þörf og tíma töluð, því það má segja að það hafi verið með ólíkindum hversu margir svartir penslar fundust á þeim tveimur bæjum sem tilheyra samtökum atvinnulífsins að meginhluta til, einkum og sér í lagi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Ólafur Ragnar sýnir það og sannar enn og aftur, hve næma sýn hann hefur á sitt samfélag.
Hafi hann góðar þakkir fyrir.
kv.Guðrún María.
Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðræðislegur meirihluti einnar þjóðar hefur talað.
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Kosturinn við atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar er sá að þar fæst afgerandi niðurstaða í deilumálum, þar sem öndverð sjónarmið verða að una við hina lýðræðislegu niðurstöðu mála.
Við Íslendingar eru ekki vanir því hinu sama en því ber að fagna að við fáum þess notið hafa áhrif með þessu móti og raunin er sú að það mun til framtíðar litið styrkja innviði stjórnmála í landinu.
Hin aldagamla forsjárhyggja sem verið hefur við lýði verður víkjandi þáttur og samfélagsleg vitund almennings um þáttöku í stjórnmálum eykst.
Samband stjórnmálaflokka við fólkið í landinu verður enn þyngra lóð á vogarskálar brautargengis leiðtoga í stjórnmálum hér á landi.
Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla mun að mínu viti að mörgu leyti marka ný spor í sögu þjóðar.
kv.Guðrún María.
Treystu ekki fólkinu í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin fari frá.
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Þessi ríkisstjórn er ekki þess umkomin að vinna úr stöðunni á eftir það sem undan er gengið, því miður.
Hún á því að fara frá og gefa öðrum færi að vinna úr málum fyrir land og þjóð.
Það eru þau skilaboð sem þjóðin hefur sent stjórnvöldum í þessu máli, ekki einu sinni heldur tvisvar.
kv.Guðrún María.
Þarf að vinna að málsvörn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |