Ráðherra Samfylkingarinnar kastar steinum úr glerhúsi.

Fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að virkja sundurlyndisfjandann í þjóðinni, með því að troða gegnum þingið aðildarumsókn að Evrópusambandinu án þess að kanna vilja þjóðarinnar.

Meira og minna hafa stjórnarathafnir flest allar mótast að aðgerðaleysi undir formerkjum þess að dandalast einhvern veginn áfram í kreppu vorrar þjóðar með einblýni á aðild að Evrópusambandinu sem samkvæmt könnunum er í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Icesavesamningagerðin og það atriði hvernig sitjandi stjórnvöld hafa höndlað það mál ber vott um algeran undirlægjuhátt gagnvart þjóðum sem eru hluti af Evrópusambandinu, þar sem senda á íslenskum skattgreiðendum reikning af einkabankastarfssemi frá vinstri stjórn við valdatauma.

Hinn gífurlegi áðróður stjórnarflokka þess efnis að koma eigin ábyrgð burt úr heimahúsum með því að benda á einhverja aðra, einhvern tímann, er og hefur verið venjan.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leggja þarf sundurlyndisfjandann að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband