Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Vanhæfir forystumenn verkalýðs og vinnuveitenda á Íslandi.

Í raun og veru ætti það að vera á síðum heimspressunnar að forystumenn verkalýðsmála og vinnuveitenda á Íslandi sem gengið hafa í eina sæng, leggi sig fram um það að blanda sér í vægast sagt pólítiskt deilumál sem þjóðin gengur til atkvæða um eftir nokkra daga, að virðist undir þeim formerkjum að kúga almenning í landinu til niðurstöðu um að samþykkja auknar álögur á þjóðina sem forsendu kjarasamninga í landinu.

Í mínum huga eru aðilar þessir nú þegar vanhæfir við sín verkefni í raun og ættu að segja af sér hið fyrsta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þarf að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háttvirtur borgarstjóri, menn á æðstu stöðum mjálma ekki undan umræðu.

Seint hefði mér dottið í hug að sjá háttvirtan borgarstjóra kvarta undan umræðu og finna óvini í hverju horni.

Varðandi skólamálin og þær hugmyndir um breytingar þar á bæ er það ekki ofsögum sagt að þær hinar sömu breytingar eru einfaldlega of miklar á of stuttum tíma ásamt því að spara aurinn en kasta krónunni.

Jafnframt vega tillögurnar að hagsmunum barna og raska aðstæðum á tímum þar sem allt þarf að leggja á árar til halda þvi hinu sama umhverfi frá breytingum hvers konar.

Rekstur skólanna er grunnþjónusta við menntun íbúa þar sem sveitarfélagið hefur lögbundið hlutverk með höndum, og áður en slíku skyldi raskað fjárhagslega er það siðferðileg skylda stjórnmálamanna að forgangsraða með því móti að taka fjármuni úr ólögbundnum verkefnum og færa til.

kv.Guðrún María.


mbl.is Pólitísk skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað ætti fyrir löngu að vera komið safn um Skákeinvígið í Reykjavík.

Ég er ansi hrædd um að ákveðið vanmat sé til staðar varðandi hinn gífurlega áhuga á skáklistinni í heiminum, þegar kemur að umhugsun um það að nota og nýta þann mikla viðburð sem einvígi Fischers og Spasskis var í Reykjavík á sínum tíma.

Í mínum huga er enginn efi á því að safn sem slíkt myndi draga að sér ferðamenn, og tilkostnaður við það að koma upp slíku safni þyrfti ekki að hlaupa á stórkostlegum fjárhæðum í raun.

Ég trúi á einstaklingsframtakið í þessu efni.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Enginn sýndi taflmönnum áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi ríkisstjórnarflokkar bera ábyrgð á samningum um Iceasave.

Icesavemálið er ein sápuópera þar sem núverandi ríkisstjórn og þeir flokkar sem þar sitja báru fyrst á borð fyrir þjóðina samninga sem voru með því móti að engum heilvita manni var mögulegt að sjá nokkra einustu glóru í því hinu sama.

Þá komu til fyrirvarar og lagfæringar og síðan aftur samningagerð sú sem enn er borin fram af hálfu stjórnvalda fyrir þjóðina til samþykktar með tilstuðlan forseta Íslands er vísaði málinu í þjóðaratkvæði.

Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni nýjustu útgáfu samninga þessara í atkvæðagreiðslu á laugardaginn kemur, er það nokkuð ljóst að sú ríkisstjórn sem situr við stjórnvölinn hefur beðið hnekki, ekki einu sinni heldur þrisvar í raun, í þessu eina máli.

kv.Guðrún María.


Ég sagði NEI við Icesave, á föstudaginn var.

Ég er ein af þeim fjölmörgu sem kosið hafa utankjörfundar og ég átti erindi inn í Reykjavík síðasta föstudag, þar sem ég kláraði það hið sama.

Mín bjargfasta skoðun er sú að ígrunduðu máli að okkur Íslendingum beri ekki að samþykkja þessar skuldbindingar eins og þær liggja fyrir, til þess liggja allt of margir endar lausir sem og álitamál um grundvallaratriði svo sem lögvarða hagsmuni þjóðar í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvetur til samþykktar Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi skyldi óheimilt að skuldbinda þjóðina með óvissuþáttum upphæða í samningum.

Sjálf hefi ég litið svo á að lög frá Alþingi þyrftu að innihalda ramma sem rúmast í fjárlögum, þannig að óvissuþættir geti ekki raskað þeim hinum sama ramma.

Það atriði að leiða í lög samninga þar sem upphæðir geta hugsanlega sveiflast í milljörðum vegna gengisáhættu er eitthvað sem ég tel óviðunandi að Alþingismönnum sé svo mikið sem boðið að greiða atkvæði um sem lagafrumvörp af hálfu sitjandi ríkisstjórna landsins.

Icesavemálið er nærtækasta dæmið og það alvarlegasta hingað til.

Að öðru leyti er tilhneigingin til þess að leiða alla skapaða hluti í lög, jafnt mögulega sem ómögulega hluti af ákveðinni forsjárhyggju sem sannarlega má víkja hér á landi.

Ofurumsýsla hins opinbera við ýmis konar lagakróka og framkvæmdir án þess þó að eftirlit sé eitthvað með tilgangi framkvæmdanna í raun er Akkilesarhæll hins íslenska stjórnsýslukerfis sem kostar yfirleitt allt of mikið.

Við endurskoðun nýrrar stjórnarskrár ætti sannarlega að koma inn ákvæði þar sem Alþingi væri algjörlega óheimilt að bera fram frumvörp til laga sem innihalda óvissuþætti þá sem finna má í samningumum um Icesave.

kv.Guðrún María.


Nei Steingrímur, hættu nú alveg.

Ögn hefði það verið smekklegra að sleppa því að hvetja flokksmenn til að velja annan kost í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og einungis til þess að færa mál þetta upp enn frekar sem flokkapólítík, sem það er ekki í raun.

Forsjárhyggjan lætur ekki að sér hæða.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsingar ríkisstjórna eiga ekkert erindi í kjarasamninga.

Man einhver eftir stöðugleikasáttmálanum sem sömu aðilar funduðu um fram og til baka og ekkert stóð eftir af slíku nema orðahjalið eitt og fundahöld.

Alþýðusamband Íslands gerði ekki neitt í kjölfarið.

Nú virðist enn og aftur, eiga að ganga með yfirlýsingar um þetta eða hitt ef til almennt orðaðar án tryggingar inn í gerð kjarasamninga á vinnumarkaði.

Yfirlýsingar sem slíkar eiga einfaldlega ekkert erindi í kjarasamningsgerð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skila sameiginlegum tillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið seldi bankana, almenningur í landinu ber ekki ábyrgð á einkaskuldum.

Það setti að mér hroll að sjá auglýsingu í Fréttablaðinu í morgun þar sem gömlum ráðamönnum þessa lands er trompað fram af þeim sem sem vilja að þjóðin undirgangist skuldir einkabankastarfssemi sem eðli máls samkvæmt skyldi aldrei verða raunin.

Með frekari vangaveltum um þetta mál verður ekki annað séð en það að til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og afstaða forystu hans gagnvart þessu máli, varðandi það að leggja til að þjóðin taki á sig þessar skuldbindingar, hljóti að ganga gjörsamlega gegn grundvallarstefnu þess flokks, sem einkavæddi viðkomandi fjármálafyrirtæki á sínum tíma við stjórnvölinn.

Burtséð frá gengisáhættu þessarar samningagerðar sem núverandi ríkisstjórn ætlar þjóðinni að taka áhættu af sem að mínu viti er ekki boðlegt, þá er hér um að ræða grundvallarspurningu um ÁBYRGÐ eða ekki ábyrgð, skipulags og aðferða hverju sinni í stjórnmálum innan lands og utan.

kv.Guðrún María.


Enn eitt metið í ofnotkun lyfja hér á landi.

Þeirri er þetta ritar kemur það svo sem ekki á óvart að Íslendingar eigi met í þessu efni miðað við önnur met af sama toga svo sem Norðurlandamet í geðlyfjanotkun hér um árið.

Hinn mikli skortur á gagnrýni innan vísindasamfélagsins á þessa þróun hefur verið og er tilfinnanlegur, því miður.

Gagnrýni utan þess hefur vissulega verið fyrir hendi en vísindasamfélagið hneigist til þess að vísa slíku á bug á forsendum þess að þar skorti þekkingu.

Fyrir mörgum árum síðan kom það í ljós í Bandaríkjunum að ofgreining á athyglisbresti var til staðar þar í landi.

Á sínum tíma dundaði ég mér við að þýða grein úr Psyhology Today, þar sem úrdráttur úr metsölubókinni Care of the soul, eftir sálfræðiþerapista að nafni Thomas Moore, var birt.

Sá hinn sami gagnrýnir marseringu visindanna og greiningar svo sem athyglisbrest, þar sem hann telur nútíma lif orðið það flókið að ekki sé hægt að norma einstaklinginn samkvæmt formúlum innan ákveðins ramma þar að lútandi eins og tilhneiging sé til.

Jafnframt telur hann að viðhorf samtímans sé orðið þannig að líkaminn sé vél sem hægt er laga eins og fara með bíl á verkstæði, og þar komi pilluausturinn meðal annars við sögu.

Þessi grein var fróðleg eins og flest öll gagnrýni á ríkjandi viðhorf, en því ber að fagna að hér á landi skuli tilkomin viðhorfbreyting í þessum efnum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þingað um ADHD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband