Stjórnlagaþingmenn upplýsi um hagsmunatengsl sín.

Ég tel það hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þeir sem skipaðir voru til starfa af Alþingi upplýsi um hagsmunatengsl sín, svo sem kostnað við kosningabaráttu og störf í stjórnmálasamtökum hvers konar í ljósi þess að hér sé ekki um að ræða fólk sem telur sig erindreka stefnu sitjandi stjórnvalda í landinu við mótun tillagna um nýja stjórnarskrá.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samstaðan er mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þarna er einn varaþingmaður Vg. Andrés Magnússon, sem að varð varaþingmaður þegar Guðfríður Lilja fór í rúmlega hálfs árs barneignaleyfi. Kjörstjórn með Ástráð Haraldsson í forsæti, mat hins vegar framboð hans og kosningu löglega, þar sem hann hafði ekki fengið kjörbréf til Alþingis.

Þar er einnig Vilhjálmur Þorsteinsson.  Vilhjálmur er annar aðalkennarinn í Trúboðsskóla Samfylkingarinnar, vegna Icesave.  Vilhjálmur er einnig eða var formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu.  Auk þess er Vilhjálmur viðskiptafélagi Björgólfs Thors og meðeigandi hans af væntanlegu gagnaveri á Suðurnesjum.  Vilhjálmur er einnig, einn helsti tengiliðurBjörgólfs við Samfylkingunna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.4.2011 kl. 08:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þetta Kristinn Karl, það er mikil þörf að menn upplýsi um stöðu sína í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband