Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Hvers vegna eru bætur svo lágar ?

Svarið er einfalt, bætur taka mið af lægstu launum á vinnumarkaði og lægstu laun á vinnumarkaði duga ekki til framfærslu hér á landi og hafa ekki gert afar lengi því miður, og þáttur Verkalýðshreyfingarinnar í landinu varðandi það atriði að semja um laun til handa fullvinnandi einstaklingum á vinnumarkaði sem nægja til framfærslu á hverjum tíma, er eitthvað sem ekki hefur tekist að framkvæma þrátt fyrir allra handa reiknimeistara og sérfræðiapparat þar á bæ.

Sú er þetta ritar hefur barist fyrir réttindum sjúklinga er lent hafa í læknamistökum þar sem réttur var fyrir borð borinn um tíma þar sem viðkomandi voru ótryggðir í kerfisfyrirkomulaginu, sem var hörmuleg staða og gjaldþrot viðkomandi alla jafna fylgifiskur.

Réttarbætur komu til sögu í því efni vegna baráttu til þess hins sama en bótagreiðslur til handa þeim sem er tapað hafa heilsugetu og telst til örorku eru eigi að síður fjarri framfærsluraunveruleikanum sem verið hefur í áratugi, þvi miður.

Endurskoðun almannatryggingalöggjafar þeirrar sem enn er barn síns tíma með flókindum allra handa er enn verkefni fyrir dyrum hjá Alþingi Íslendinga.

Samningar um lágmarkslaun á vinnumarkaði sem nægja til framfærslu í einu þjóðfélagi eru eigi að síður grundvöllur þess að mögulegt sé að miða bótaupphæðir örorku við raunveruleika mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stór hluti öryrkja við fátæktarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld.


" Íslenskur Evrópulandher Samfylkingar og VG. " !

Það kæmi ekki á óvart að einlægir Evrópusambandsáhugamenn hér á landi kynnu að hafa svarað spurningum játandi varðandi traust á landher hér á landi þótt enginn sé, enn sem komið er, en prósentutalan er eigi að síður nokkuð hjákátleg.

Það er eins og ég hefi svo oft áður sagt ekki öll vitleysan eins

heldur aðeins mismunandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is 26% treysta íslenska hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhugsuð niðurstaða, engum til hagsbóta.

Að láta sér detta í hug að skipa þá sem voru kosnir í kosningum sem dæmdar voru ógildar, í ráð til endurskoðunar stjórnarskrárinnar er galið á alla lund.

Það virðist ekki hafa verið tekið með í reikninginn hvað margir voru í framboði til þeirra hinna sömu kosninga er dæmdar voru ógildar, þar sem viðkomandi kann að sækja sinn lagalega rétt gagnvart stjórnvöldum í þessu efni.

Var það dæmi reiknað til enda ?

Þeir frambjóðendur sem voru kjörnir í hinum ógildu kosningum eru settir í erfiða stöðu þar sem störf þeirra hinna sömu munu ekki njóta sannmælis með þessu móti.

Engan veginn, því miður.

Þessi niðurstaða er því algjört stjórnsýsluklúður, sem sækir ekki stoð í lög og er sannarlega ekki á bætandi í voru þjóðfélagi.

Annaðhvort var að endurtaka kosningar þessar ellegar fresta þeim eða slá af.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærðin skiptir ekki máli Steingrímur.

Hér er á ferðinni ein aumlegasta tilraun ráðherrans sem um getur, til þess að slá ryki í augu almennings varðandi það að mál þetta sé nú ekki stórt í sniðum.

Raunin er sú að það er ekki boðlegt að láta almenning í landinu borga ólögvarðar skuldakröfur einkabanka burtséð frá því hvaðan slíkar kröfur koma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa eldri borgarar að greiða 240 þúsund í dvalarkostnað á Hrafnistu ?

Ég verð nú að játa það að þessi upphæð er ofar mínum skilningi og sannarlega er skýringa þörf í þessu efni.

Vonandi þarf konan ekki að bíða lengi enn eftir svörum frá ráðherrum þeim sem hún hefur beint spurningum sínum til.

Samkvæmt lögum ber stjórnvöldum að svara erindum innan ákveðins tíma, eða upplýsa um hvort beðið sé upplýsinga til svara.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ráðherrar svara ekki eldri borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Fyrri vika var fyrir mig persónulegur sigur þess efnis að vinna fyrstu heilu vinnuvikuna eftir mín líkamlegu meiðsli í nóvember síðastliðnum.

Það er stór hlutur fyrir hvern einstakling að hafa vinnugetu, mig sem aðra og óhjákvæmilega fer maður í umhugsun um það hið sama þegar vinna þarf upp getu til þess arna að nýju.

Ég er áfram þrjá daga í viku í sjúkraþjálfun með minn líkama en mín tilfinning nú er sú að mér fari fram og sú tilfinning er sannarlega af hinu góða.

Ég geri hins vegar lítið annað en að vinna, þjálfa mig og hvíla mig enn sem komið er, en ég trúi að hægt og sígandi fái maður viðbótarorku til verka.

Ég hef náð því að endurskoða ögn það viðhorf mitt að ætla að gera allt sem ég mögulega gæti tekið mér fyrir hendur í einu, eins og oft hefur verið á mínum bæ og einbeitt mér að því einu að ná líkamlegri heilsu til baka að nýju.

kv.Guðrún María.


Núverandi forseti Íslands, hefur tengt forsetaembættið órjúfanlegum böndum við þjóðina.

Núverandi forseti hr.Ólafur Ragnar Grímsson hefur með sínum embættisverkum sýnt það og sannað að beiting 26.greinar stjórnarskrárinnar, þar sem vísan mála til þjóðarinnar er tekin í notkun, skiptir miklu máli fyrir land og þjóð.

Það atriði að forsetaembættið geti hafið sig yfir efnisatriði mála, og vísað málum í dóm þjóðarinnar, meðan Alþingi hefur enn ekki tekist að koma saman lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur, þýðir eigi að síður lýðræðisþróun.

Sú hin sama lýðræðisþróun er ekki aðeins ákall almennings eftir hrun eins samfélags, heldur framþróun sem ekki verður stöðvuð að mínu viti.

Hvers konar árásargirni og gagnrýni pólítikusa og annarra varðandi einhver einstök mál er forseti vísar í þjóðaratkvæði hittir þá hina sjálfa fyrir sökum þess að aldrei skyldu menn hafa áhyggjur af því að leggja mál í dóm sömu þjóðar og veitti þeim hinum sömu umboð til stjórnarathafna.

Aldrei.

kv.Guðrún María.


Annað hvort í ökkla eða eyra hjá okkur Íslendingum.

Var eitthvað eðlilegt við það atriði að koma öllum flutningum yfir á vegina á sínum tíma ?

Í mínum huga er svarið nei, og mér varð nú tíðrætt um það hið sama hér eitt sinn, en fyrir það fyrsta er var vegakerfið og er ekki enn þann dag í dag í stakk búið til þess að taka því hinu sama.

Hluta þungaflutninga átti að hafa áfram sjóleiðina hér við land, til þess að minnka álag á vegakerfið, í stað þessa að hoppa úr einni aðferð í aðra sem í fljótu bragði virtist " hagkvæmust ".

Sem betur fer er ennþá hægt að taka ákvarðanir um breytt skipulag, þ.e að viðhafa strandsiglingar kring um landið í einhverjum mæli og vonandi verður það raunin því það skapar einnig atvinnu við hafnir og umsýslugjöld sem skipta máli fyrir hinar dreifðu byggðir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Helmingur viðhaldskostnaðar vegna vöruflutningabifreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfingin ennþá í pólítiskum afskiptum, líkt og fyrri daginn.

Einu sinni enn megum við augum líta pólítisk afskipti einstakra félaga í verkalýðshreyfingunni, nú er það Starfsgreinasambandið, sem sakar forseta Íslands um ábyrgðarleysi.

Eru þessi ummæli sem þarna eru sett fram í nafni félagsins eitthvað sem félagsmenn hafa samþykkt, ellegar falið stjórninni að hafa skoðun á ?

Ég dreg það mjög í efa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband