Hvers vegna eru bætur svo lágar ?

Svarið er einfalt, bætur taka mið af lægstu launum á vinnumarkaði og lægstu laun á vinnumarkaði duga ekki til framfærslu hér á landi og hafa ekki gert afar lengi því miður, og þáttur Verkalýðshreyfingarinnar í landinu varðandi það atriði að semja um laun til handa fullvinnandi einstaklingum á vinnumarkaði sem nægja til framfærslu á hverjum tíma, er eitthvað sem ekki hefur tekist að framkvæma þrátt fyrir allra handa reiknimeistara og sérfræðiapparat þar á bæ.

Sú er þetta ritar hefur barist fyrir réttindum sjúklinga er lent hafa í læknamistökum þar sem réttur var fyrir borð borinn um tíma þar sem viðkomandi voru ótryggðir í kerfisfyrirkomulaginu, sem var hörmuleg staða og gjaldþrot viðkomandi alla jafna fylgifiskur.

Réttarbætur komu til sögu í því efni vegna baráttu til þess hins sama en bótagreiðslur til handa þeim sem er tapað hafa heilsugetu og telst til örorku eru eigi að síður fjarri framfærsluraunveruleikanum sem verið hefur í áratugi, þvi miður.

Endurskoðun almannatryggingalöggjafar þeirrar sem enn er barn síns tíma með flókindum allra handa er enn verkefni fyrir dyrum hjá Alþingi Íslendinga.

Samningar um lágmarkslaun á vinnumarkaði sem nægja til framfærslu í einu þjóðfélagi eru eigi að síður grundvöllur þess að mögulegt sé að miða bótaupphæðir örorku við raunveruleika mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stór hluti öryrkja við fátæktarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband