Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í tvennt í afstöðu til málsins.

Að vissu leyti er þetta athyglisverð könnun þar sem það kemur í ljós til dæmis að um helmingur Sjálfstæðismanna er með þessu máli, hinn helmingurinn ekki.

Ég hygg að það atriði sé nægileg vísbending um það að mjótt verður á mununum í þessari atkvæðagreiðslu um mál þetta.

Að öðru leyti hygg ég að frávikin sem vanta kann séu þess eðlis að minnka muninn á hinum andstæðu sjónarmiðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fitch blandar sér í pólitíska umræðu á Íslandi.

Ég hélt í fáfræði minni að það væri einungis mat á lánshæfi sem væri á boðstólum frá matsfyrirtækjum ekki skoðun framkvæmdastjóra viðkomandi matsfyrirtækis á því hvernig þjóðaratkvæðageiðsla um pólítisk mál færi í einhverju landi af eða á.

En það er vissulega ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fitch: Lykilatriði að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komst forsætisráðherra ekki í Kastljósið ?

Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvers vegna fjármálaráðherra kemur í Kastljósið en ekki forsætisráðherra, varðandi ákvörðun forseta um að vísa málinu til þjóðarinnar.

Úr því að fjármálaráðherrann kom þarna núna þá er varla þess að vænta að forsætisráðherra gefi sig á tal við þjóðina.

Getur verið að hin gamla tíska þess efnis að láta samstarfsflokkinn bera blak af málinu sé á dagskrá ?

Steingrímur var svo sem með fátt nýtt þarna á ferð en umkvörtun hans yfir kostnaði við kosningar var nokkuð skondin umræða.

kv.Guðrún María.


mbl.is Steingrímur íhugaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin mikla fagmennska í fjölmiðlun hér á landi, birtist á Bessastöðum í dag.

Það var aðdáunarvert að hlýða á það hve gífurleg fagmennska var á ferð í spurningum fulltrúa fjölmiðlanna til forseta um ákvörðun hans og hve yfirvegaðar spurningar voru þar bornar fram.

Vart mátti sjá þess merki að menn væru með eða á móti ákvörðun forsetans sem einkennir hina miklu fagmennsku.

Þess má geta að þarna voru einmitt verðlaunahafar Eddunnar síðan í fyrra úr flokki blaðamennsku.

Við þurfum því ekki að kvíða þvi að fá ekki " réttar fréttir " af gangi samfélagsmála hvarvetna.

kv.Guðrún María.


Fagnar forseti ASÍ, því að þjóðin fái að kjósa um málið ?

Nei aldeilis ekki og líkt og fyrri daginn mætti halda að sá hinn sami sé ráðherra í ríkisstjórn landsins miðað við ummæli þau sem eftir honum eru höfð.

Raunin er sú að formanni ASÍ hins gamaldags yfirregnhlífabandalags verkamanna í landinu, kemur ekki við hvernig ráðamenn stjórna landinu, heldur er hans hlutverk að standa vörð um kaup og kjör sinna félagsmanna.

Annað ekki.

Getur kanski verið að hann sé að tala fyrir lífeyrissjóðina sem fjárfesta, sem verkalýðshreyfingin skipar fulltrúa í, samkvæmt hinu arfavitlausa skipulagi þar að lútandi enn sem komið er ?

Skyldi þó aldrei vera !

Svo vill til að félagsmenn í verkalýðsfélögum tilheyra ýmsum stjórnmálaflokkum og það atriði að horfa á forystumenn taka pólítiska afstöðu í deilumálum einnar þjóðar ætti fyrir löngu að heyra sögunni til.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óvissa framlengd um nokkur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það þá ekki undrunarefni að 30 þingmenn kysu þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Stundum finnst manni að ráðamenn ferðist utan gufuhvolfs raunveruleikans, og allt tal um lýðræðiseflingu hvers konar verður hjómið eitt úr ranni ráðamanna sem þykjast koma af fjöllum vitandi það að 26, grein stjórnarskrárinnar er nú beitt í þriðja sinn hér á landi, af hálfu forseta.

Nær helmingur kjörinna fulltrúa á Alþingi vildi að þetta mál færi til þjóðarinnar og það eitt ætti að vera nægilegt til þess að fjármálaráðherra yrði ekki svo undrandi sem raun ber vitni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vonsvikinn og undrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heill forseta vorum.

Það var afskaplega ánægjulegt að hlýða á niðurstöðu forsetans, varðandi það atriði að vísa þessu máli til þjóðarinnar, en þar hefur sá hinn sami stigið skref framþróunar af lýðræðislegum toga hér á landi, að mínu viti. 

 

Skref sem Alþingi átti kost á að taka af eigin sjálfdæmi en forkólfar ríkisstórnarflokkanna gátu ekki áttað sig á.

53d01216ad5ca689

 Heill  forseta vorum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


Skilur óánægju þjóðarinnar en það gera ráðamenn ekki.

Hinn geðþekki formaður samninganefndarinnar skilur óánægju þjóðarinnar með samninga sem hann segir viðunandi niðurstöðu á óviðunandi vandamáli.

Það er meira en sitjandi ráðamenn hafa látið frá sér fara um það hið sama mál, sem er í raun furðulegt, þar sem ráðamenn þessa lands hafa ekki frá því að settust í valdastóla haft mjög mikið fyrir því að upplýsa þjóðina um stöðu mála, hvað þá að ræða ákvarðanir og framtíð hvers konar.

Hefur einhver í ríkisstjórn landsins látið það í ljósi að óánægja þjóðarinnar sé skiljanleg og þá hver, hvar og hvenær ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjákátleg samsuða samstarfsflokksins í kjölfar dóms.

Samstarfsflokkur í ríkisstjórn reynir nú að poppa upp ráðherrann sem varð að lúta í lægra haldi fyrir dómsstólum varðandi samþykkt skipulagstillagna um virkjanaframkvæmdir.

Ímyndarhamagangurinn tekur alltaf á sig hinar ýmsu birtingamyndir og það aðtriði að það séu " merk tíðindi " að friðlýsa einstök svæði er frekar yfirdrifið.

Friðlýsing einstakra svæða er í mínum huga þróun á hverjum tíma, sem menn eru sáttir um, annað ekki.

Öfgaumhverfispólítík sú sem hluti flokka á vinstri vængnum hafa rekið, hefur gengið á vegg og það hlaut að koma að því að sjónarmið þau hin sömu leituðu jafnvægis.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fagna friðun Langasjós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi þurfa að blása til sóknar gegn hinum viðurstyggilegu afleiðingum fíkniefnaglæpa ?

Andvaraleysi eins samfélags á nær öllum sviðum gagnvart fíkniefnavandamálum einnar þjóðar, er of mikið.

Það liggur við að lesa megi um afleiðingar þær hinar sömu á hverjum degi er ökumenn hafa verið gómaðir við akstur undir áhrifum fíkniefna af lögreglu, en lögreglan er í eldlínu afleiðinga vandamálanna.

Eða það atriði að lögregla hafi haldlagt svo og svo mikið af framleiðslu af þessum toga.

Því vaknar spurningin, hvar eru hinar samfélagslegu ráðstafanir til þess að koma einstaklingum til hjálpar frá þessum vanda ?

Auðvitað eru þær til en ekki nógu öflugar þvi miður.

Raunin er sú að við getum gert miklu miklu meira með því einu að samhæfa aðila að störfum, ásamt þvi að verja fé í úrræði sem skila árangri.

Árangur þess að ná hverjum og einum einstaklingi út úr neyslu ásamt þvi að iðka virkar forvarnir stöðugt, skilar sér, en til þess þarf samhæfingu og sérstakan dómstól sem og lög sem dæma menn í meðferð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réðust á menn með öxi að vopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband