Núverandi forseti Íslands, hefur tengt forsetaembættið órjúfanlegum böndum við þjóðina.

Núverandi forseti hr.Ólafur Ragnar Grímsson hefur með sínum embættisverkum sýnt það og sannað að beiting 26.greinar stjórnarskrárinnar, þar sem vísan mála til þjóðarinnar er tekin í notkun, skiptir miklu máli fyrir land og þjóð.

Það atriði að forsetaembættið geti hafið sig yfir efnisatriði mála, og vísað málum í dóm þjóðarinnar, meðan Alþingi hefur enn ekki tekist að koma saman lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur, þýðir eigi að síður lýðræðisþróun.

Sú hin sama lýðræðisþróun er ekki aðeins ákall almennings eftir hrun eins samfélags, heldur framþróun sem ekki verður stöðvuð að mínu viti.

Hvers konar árásargirni og gagnrýni pólítikusa og annarra varðandi einhver einstök mál er forseti vísar í þjóðaratkvæði hittir þá hina sjálfa fyrir sökum þess að aldrei skyldu menn hafa áhyggjur af því að leggja mál í dóm sömu þjóðar og veitti þeim hinum sömu umboð til stjórnarathafna.

Aldrei.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband