Um daginn og veginn.

Fyrri vika var fyrir mig persónulegur sigur þess efnis að vinna fyrstu heilu vinnuvikuna eftir mín líkamlegu meiðsli í nóvember síðastliðnum.

Það er stór hlutur fyrir hvern einstakling að hafa vinnugetu, mig sem aðra og óhjákvæmilega fer maður í umhugsun um það hið sama þegar vinna þarf upp getu til þess arna að nýju.

Ég er áfram þrjá daga í viku í sjúkraþjálfun með minn líkama en mín tilfinning nú er sú að mér fari fram og sú tilfinning er sannarlega af hinu góða.

Ég geri hins vegar lítið annað en að vinna, þjálfa mig og hvíla mig enn sem komið er, en ég trúi að hægt og sígandi fái maður viðbótarorku til verka.

Ég hef náð því að endurskoða ögn það viðhorf mitt að ætla að gera allt sem ég mögulega gæti tekið mér fyrir hendur í einu, eins og oft hefur verið á mínum bæ og einbeitt mér að því einu að ná líkamlegri heilsu til baka að nýju.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með þann árangur Guðrún María mín.  Já það skiptir hvern mann miklu máli að hafa vinnuþrek. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 11:56

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Þetta er gaman að lesa og óska ég þér alls hins besta. Það er skynsamlegt að taka þetta skref fyrir skref til að byggja sig upp. Gangi þér sem allra best kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2011 kl. 12:28

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kærar þakkir fyrir Cesil og Kolla.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband