Vanhugsuð niðurstaða, engum til hagsbóta.

Að láta sér detta í hug að skipa þá sem voru kosnir í kosningum sem dæmdar voru ógildar, í ráð til endurskoðunar stjórnarskrárinnar er galið á alla lund.

Það virðist ekki hafa verið tekið með í reikninginn hvað margir voru í framboði til þeirra hinna sömu kosninga er dæmdar voru ógildar, þar sem viðkomandi kann að sækja sinn lagalega rétt gagnvart stjórnvöldum í þessu efni.

Var það dæmi reiknað til enda ?

Þeir frambjóðendur sem voru kjörnir í hinum ógildu kosningum eru settir í erfiða stöðu þar sem störf þeirra hinna sömu munu ekki njóta sannmælis með þessu móti.

Engan veginn, því miður.

Þessi niðurstaða er því algjört stjórnsýsluklúður, sem sækir ekki stoð í lög og er sannarlega ekki á bætandi í voru þjóðfélagi.

Annaðhvort var að endurtaka kosningar þessar ellegar fresta þeim eða slá af.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband