Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Rót fátæktar liggur einnig í vitundarleysi þeirra sem skattleggja fólk undir fátæktarmörkum.

Þegar svo er komið að skattaálögur taka ekki mið af lágmarksframfærsluviðmiðum þeim sem þó hafa verið til, er illa komið og eitthvað að í skipulagi mála allra, hvað varðar heildaryfirsýn.

Launakjör kjörinna fulltrúa þjóðarinnar eru í nokkurri fjarlægð frá lægstu töxtum á vinnumarkaði, og sökum þess virðist vitund fyrir aðstæðum þeirra sem lægstu laun taka, hafa tapast, þegar komið hefur að ákvörðunum um skatta á hinn vinnandi mann.

Hvati til þess að vinna á lægstu töxtum hefur því miður ekki verið fyrir hendi sem aftur hefur verið hvati að svindli og svartri vinnu bak við skattkerfið sem alltaf bitnar á þeim sem skatta greiða, engum öðrum þvi þeir greiða samneyslu og þjónustu i landinu.

Hafi eitthvað eitt átt að tekjutengja í voru samfélagi þá eru það skattleysimörk, þar sem ekki nokkrum einasta tilgangi þjónar að taka skatta af þeim sem lenda undir viðmiði hins opinbera um lágmarksframfærslu við skatttöku prósentulega.

Það eitt hefði átt að gefa augaleið en hefur ekki gert því miður.

kv.Guðrún María.


Rót fátæktar liggur í lélegri samningsgerð Verkalýðsfélaga hér á landi.

Ég hef rætt og ritað margt um málefni verkalýðshreyfingarinnar og set hér link á greinarstúf í Mbl. frá árinu 1994, sem ég sendi inn.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=167593&searchid=c246d-1159-2659c

Á þessum tíma blöskraði mér það yfirgengilega að nær helmingur taxta verkakvennafélagsins Sóknar þáverandi í höfuðborginni, hafði tölulegar upphæðir samninga sem ekki náðu þá skattleysismörkum sem var ótrúlegt, og ef taxtar náðu yfir þau hin sömu mörk og skattur kom til þá var viðkomandi kominn langt undir þáverandi skilgreind fátæktarmörk eins furðulegt og það er.

Viðmið bóta almannatrygginga hér á landi hafa tekið mið af lægstu töxtum á vinnumarkaði hvort sem um er að ræða örorku eða ellilífeyrir og þegar svo er komið að engin veit hvað kostar að lifa í einu þjóðfélagi vegna skorts á viðmiðum í samræmi við raunveruleikann, þá er það eitt víst að margt skekkir myndina.

kv.Guðrún María.


Ríkisstjórnin i samstarfi við Grýlu ??

Auðvitað hentaði það ríkisstjórninni að draga athyglina frá skuldavanda heimilannna, Icesave og vanda allra handa...

og samstarf við Grýlu um gos í Jöklinum þvi ekki verri samsæriskenning en hver önnur, en fínn húmor vestan úr Ameríku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Grýla ber ábyrgð á gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengiáráttan kring um áramótin.

Aldrei er það jafn brýnt að foreldrar fylgist með athafnasemi barna sinna á þessum tíma því fiktið getur reynst afdrifaríkt.

Sjálf hefi ég nú á nokkrum dögum orðið vitni að krökkum á ferð í götunni þar sem tilraunir til þess að sprengja drasl í kring um eitthvað hafa verið fyrir hendi.

Ég er nú svo afskiptasöm að ég hefi rekið þau burt með þetta, frá húsum og mannvirkjum og sagt þeim að fara út á víðavang.

Þessi tími er eftirlitstími.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kveikt í blaðagámum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig eru aðstæður innflytjenda til Íslands nú ?

Getur það verið að innflytjendur hingað til lands hafi fyrst misst vinnu eftir hrunið hér á landi ?

Svarið er JÁ, því miður of margir.

Fólk sem hafði mismikil réttindi á íslenskum vinnumarkaði og lenti í vinnumissi eftir hrun í íslensku samfélagi er ekki vel statt í dag, og það er þyngra en tárum taki að vita til þess hvernig ástand í einu þjóðfélagi og viðhorfsbreyting snýst í öndverðu sína þegar að því kemur að reyna að standa vörð um lágmarksmannréttindi þau sem við þykjumst vilja viðhafa í voru samfélagi til handa öllum þeim sem landið byggja burtséð frá þjóðerni.

Það er eitt að hafa vinnu og annað að vera atvinnulaus án bóta, svo og svo langan tíma án þess ef til vill að hafa nokkra möguleika þess að leita til ættingja sem eru fjarri í öðru landi.

ALDREI skyldum við kasta fram því að vinnusamt fólk án atvinnu, kunni ekki að fara með peninga, aldrei.

Við upplifum atvinnuleysi hér á landi nú um stundir og annmarkar þess hins sama birtast víða, en gætum okkar á alhæfingum um ástand mála, hvers konar.

kv.Guðrún María.


Ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

Það atriði að einhver nefnd, undir stjórn ráðamanna hverju sinni skuli eiga að meta hvort og þá hvenær fjölmiðlar fara yfir strikið í umfjöllun er vægast sagt hjákátlegt fyrirbæri og ekki furðulegt að líkt skuli við ritskoðun.

Var ekki nær að efla starfssemi Persónuverndar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ritskoðun ekki leidd í lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldi þjóðar, áramótaávarp forsetans og fleira.

Fullveldið er ekki sjálfgefið, það kostar baráttu og seint skyldum við fórna því hinu sama, þar sem forfeður okkar unnu kraftaverk til handa einni þjóð úr fátækt til bjargálna og sjálfsákvarðanavalds.

Ég gat ekki betur heyrt en forseti vor legði megináherslur sínar í áramótaávarpi
sínu þess efnis, að brýna menn til dáða um að standa vörð um fullveldi einnar þjóðar.

Það eru þörf orð og aldrei of oft kveðin því eitt er að hafa vald til ákvarðanatöku um eigin mál og annað að selja þau frá sér fyrir stundarhagsmuni samsömunar við önnur ríki eins og hugsanleg aðild að Evrópusambandinu kann að verða fyrir okkur Íslendinga.

Einkenni flokka eins og Samfylkingarinnar sem hefur einn flokka aðild að Esb á stefnuskrá sinni er afstöðuleysi um stefnu í innanlandsmálum einnar þjóðar, og mun í framtíð skrifast sem eins máls flokkur að mínu viti, sem hefur sýnt sig við stjórnvölinn í ríkisstjórn landsins, því miður.

Afstöðuleysið veldur ringulreið á sviði stjórnmálanna, ekki hvað síst í því ástandi þar sem róa þarf einu þjóðfélagi fram á veg úr efnahagskreppu.

Flestir aðrir flokkar væru þvi betur til þess fallnir að fara með forystu við stjórnvöl landsins nú um stundir en sá flokkur sem einblýnir á það að afsala íslenskri þjóð fullveldi sínu.

kv.Guðrún María.


Hvers vegna er ástandið svona nú ?

Stjórnmálamenn sem taka ákvarðanir um skattaálögur á almenning í landinu þar sem alls konar tekjutengingaflókindi hafa bitið í skottið á sér, í skattkerfinu,
hafa því miður oftar en ekki litla nálgun við hvaða áhrif ákvarðanir um skatta orsaka til handa þeim er greiða þá hina sömu skatta.

Umsamin taxtalaun verkalýðsfélaga í landinu hafa heldur ekki tekið mið af því að greiða þurfi skatta þar sem hluti einstaklinga á lágmarkslaunum lendir undir fátæktarmörkum við það eitt að greiða skattprósentu.

Það eru að mínu viti lágmarksmannréttindi að geta lifað af launum sínum fyrir fulla vinnu í einu samfélagi, haft þak yfir höfuð sér í sig og á, án þess að hafa gengið menntaveginn.

Að ganga menntaveginn er hins vegar af hinu góða EN það þarf að skila sér í launum að öðrum kosti er lítill hvati til menntunar.

Mín tilfinning er sú að vinnumarkaður hvort sem um er að ræða hið opinbera ellagar frjálsan markað hafi illa eða ekki talið sér unnt að verðmeta menntun og reynslu til launa sem heitið geti og tilhneigingin til þess að halda lægstu launatöxtum ófaglærðra niðri meðan fleiri menntaðir fái aðeins hærri laun hefur verið viðtekið vandamál á íslenskum vinnumarkaði um of langan tíma en ávöxtur þess er fátækt hluta landsmanna.

Andvaraleysi verkalýðshreyfingar í landinu gagnvart þessum aðstæðum má skrifa á pólítiska samtengingu við flokka við stjórnvölinn, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fátæktin er smánarblettur á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherrann í hestastóðinu.

Og færist nú pólítikin inn í hestamennskuna, þar sem utanríkisráðherra ræðir um samstarfsflokkinn sem " hestastóð " þar sem hann greinir einstaka þingmenn sem hryssur annars vegar og folöld hins vegar.

Sjálfsagt hefur ráðherrann talið að þetta væri fyndið en sá hinn sami hefur slegið margar pólítískar keilur yfirleitt eftir því hvernig vindurinn blæs
hverju sinni.

Ef til vill á sá hinn sami eftir að koma fram með nánari útskýringar á ríkisstjórninni í heild úr hnakknum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir Össur sýna VG fyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt of fáar brennur, hvers vegna ?

Hef löngum ekki skilið það hvers vegna er ekki hægt að hafa fleiri smærri brennur hér á höfuðborgarsvæðinu, einkum og sér í lagi þar sem umferðaröngþveiti er sífellt vandamál svo mjög að fólk nennir ekki að fara á staðinn oftar en ekki.

Ég legg hér með fram hugmynd þess efnis að framvegis verði félagsmiðstöðvum skóla í skólahverfum falið að sjá um áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu, þar sem smærri brennur í göngufæri sem flestra yrðu til, en ekki skiptir öllu máli að hafa brennur sem stærstar heldur að sem flestir geti notið þess hins sama.

Sjálf er ég uppalin í sveit þar sem brennt var á hverjum bæ í sveitinni, og alltaf sama stemmingin alveg sama hvort sú hin sama brenna var litil eða stór.

Áramótabrennur eru að mínu viti söguleg menningarhefð sem þarf að viðhalda og það atriði að tengja ungu kynslóðina að nýju við þessa hefð gæti orðið til með þessu móti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölmenni á áramótabrennum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband