Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Óska landsmönnum árs og friðar.

Óska öllum gæfuríks komandi árs með þökk fyrir árið sem var að líða.

Þessi áramót hefi ég verið óvenju jarðbundin ef til vill vegna þess að tvo síðustu mánuði ársins hef ég verið að endurmeta ýmislegt sem óhjákvæmilega kemur til sögu þegar hluti heilsunnar er ekki sem skyldi.
Ég ætla hins vegar að leyfa mér að trúa því að ég nái minni heilsu og vinnugetu að nýju, þótt það taki tíma.

Ég vona það sannarlega að ráðamönnum takist að ná vorri þjóðarskútu á skrið að nýju, en til þess þarf að tala upp kjark og bjartsýni og frumkvæði þeirra er standa við stjórnvölinn skiptir þar meginmáli.

Fyrir löngu síðan hefði átt að kalla alla flokka sem eiga kjörna menn á þing til Þjóðstjórnar í landinu, sem hefði stórum forðað frá því aldagamla argaþrasfari sem stjórnmálin eru að hluta til enn í.

Íslendingar munu vinna sig út úr vandanum, en það tekur tíma og þann tíma þurfa menn að gefa sér án þess að hlaupa til og gera allt í einu með fórnarkostnaði sem hugsanlega kann að verða of mikill í því efni.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband