Rót fátæktar liggur einnig í vitundarleysi þeirra sem skattleggja fólk undir fátæktarmörkum.

Þegar svo er komið að skattaálögur taka ekki mið af lágmarksframfærsluviðmiðum þeim sem þó hafa verið til, er illa komið og eitthvað að í skipulagi mála allra, hvað varðar heildaryfirsýn.

Launakjör kjörinna fulltrúa þjóðarinnar eru í nokkurri fjarlægð frá lægstu töxtum á vinnumarkaði, og sökum þess virðist vitund fyrir aðstæðum þeirra sem lægstu laun taka, hafa tapast, þegar komið hefur að ákvörðunum um skatta á hinn vinnandi mann.

Hvati til þess að vinna á lægstu töxtum hefur því miður ekki verið fyrir hendi sem aftur hefur verið hvati að svindli og svartri vinnu bak við skattkerfið sem alltaf bitnar á þeim sem skatta greiða, engum öðrum þvi þeir greiða samneyslu og þjónustu i landinu.

Hafi eitthvað eitt átt að tekjutengja í voru samfélagi þá eru það skattleysimörk, þar sem ekki nokkrum einasta tilgangi þjónar að taka skatta af þeim sem lenda undir viðmiði hins opinbera um lágmarksframfærslu við skatttöku prósentulega.

Það eitt hefði átt að gefa augaleið en hefur ekki gert því miður.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Sammála þér Guðrún. Sú hugmynd að skattleggja fólk með tekjur á, eða undir lágmarksframfærslumörkum er galin. Ennþá galnara að hrynda þessu apparati í framkvæmd. En þetta er eftir öðru í framkvæmd stjórnarliða í þeirri viðleitni að láta alla taka þátt í að greiða upp skuldir örfárra glæframanna. Þeir hinir sömu eru nú í þessum skrifuðu orðum að ganga frá glæfrunum sínum heilskinnaðir, og sennilega skattlausir. Hvernig á líka að skattleggja fé sem hefur horfið upp í reyk.

Guðjón Emil Arngrímsson, 4.1.2011 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband