Allt of fáar brennur, hvers vegna ?

Hef löngum ekki skilið það hvers vegna er ekki hægt að hafa fleiri smærri brennur hér á höfuðborgarsvæðinu, einkum og sér í lagi þar sem umferðaröngþveiti er sífellt vandamál svo mjög að fólk nennir ekki að fara á staðinn oftar en ekki.

Ég legg hér með fram hugmynd þess efnis að framvegis verði félagsmiðstöðvum skóla í skólahverfum falið að sjá um áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu, þar sem smærri brennur í göngufæri sem flestra yrðu til, en ekki skiptir öllu máli að hafa brennur sem stærstar heldur að sem flestir geti notið þess hins sama.

Sjálf er ég uppalin í sveit þar sem brennt var á hverjum bæ í sveitinni, og alltaf sama stemmingin alveg sama hvort sú hin sama brenna var litil eða stór.

Áramótabrennur eru að mínu viti söguleg menningarhefð sem þarf að viðhalda og það atriði að tengja ungu kynslóðina að nýju við þessa hefð gæti orðið til með þessu móti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölmenni á áramótabrennum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband