Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Samvinna markaðslögmálanna, varla.
Föstudagur, 7. janúar 2011
Datt einhverjum í hug að " hið frjálsa fjölmiðlafyrirtæki " myndi tilbúið til samvinnu við samkeppnisaðilann á innlendum auglýsingamarkaði, til þess að allir landsmenn fengju notið frásagna af heimsviðburði ?
Það gat varla verið, en landslag hins íslenska fjölmiðlamarkaðar er eins vitlaust og það mögulega getur verið sem sannarlega birtist okkur nú.
kv.Guðrún María.
Ari furðar sig á tilboði Rúv | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óður til náttúrunnar.
Föstudagur, 7. janúar 2011
Mitt landið fagra, fegurð þína, finna má í gengnu spori,
mitt landið fagra fegurð þín er fullkomin á hverju vori.
Mitt landið fagra, fjöllin þín, hin græna grund og gjöful jörðin,
mitt landið fagra, vatn og lækir fylla lífsins fjallaskörðin.
Mitt landið fagra, ætíð skal ég vernda þig og verja falli,
mitt landið fagra, ómar þínir hljóma munu á hæsta stalli.
Mitt landið fagra, gróðapungar aldrei skulu fá,
að gera þig að markaðsvöru, meðan augun sjá.
kv.Guðrún María.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það vantar fjölskylduvænni vinnumarkað.
Föstudagur, 7. janúar 2011
Hinn langi vinnutími beggja foreldra frá ungum börnum sínum er enn áhyggjuefni hér á landi að mínu viti, og í raun ótrúlegt að enginn hvati hafi fundist til þess í skattkerfi, samningum á vinnumarkaði, eða hvers konar tekjuráðstöfunum, þess efnis að stuðla að aukinni samveru foreldra með börnum sínum.
Níu tíma fjarvera barns í skóla og síðan frístundaheimili er langur dagur fyrir ungt barn, og gæði þess tíma sem eftir er af samveru fjölskyldu eftir þann tíma fer að mestu leyti í að matast og ganga til náða.
Ég trúi ekki öðru en hægt sé að finna hvata til þess að foreldrar hafi val um það að geta varið meiri tíma, heima með börnum sínum sex til átta ár, sem aftur minnkar umfang bygginga og mannafla að störfum, af hálfu hins opinbera.
Þjónusta þessi hefur brúað bil atvinnuþáttöku beggja foreldra á vinnumarkaði, en þarfir vinnumarkaðsins og þörf lífsgæða hlýtur að verða að þurfa að vega og meta ásamt þörfum barna fyrir samveru við foreldra.
Í mínum huga eru þarfir barna fyrst í forgangsröðinni.
kv.Guðrún María.
Leitað eftir ábendingum foreldra og starfsfólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagvöxtur lítill sem enginn hér á landi, samkv. Economist, kemur ekki á óvart.
Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Þessi spá vekur ekki furðu mína miðað við þær stjórnaraðgerðir sem hér hafa komið til sögu eftir hrunið sem nefna má í einu orði, skattahækkanir....
Það atriði að reyna að skattleggja almenning og fyrirtæki, hægri vinstri út úr kreppuástandi og draga saman ríkisbúskap á sama tíma var og er gamaldags aðferðafræði sem mönnum ætti að vera ljóst að ekki virkar og endar með stöðnun sem aftur kostar enn meira að gangsetja að nýju.
kv.Guðrún María.
Ísland í hópi veikustu ríkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já fjármálaráðherra, er það ?
Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Ekki hefi ég orðið vör við miklar byggingaframkvæmdir og einkar fróðlegt væri að fá tölulegar upplýsingar frá ráðherranum varðandi þetta.
Það er ekki nóg að fá þau orð að þetta " skili liklega meiru en ella.. "
en orðið " líklega " í þessu sambandi er frekar óljóst og ber vott um það að menn viti ekki alveg tölur í þessu sambandi.
Annars fínt að benda á það sem vel gengur til tilbreytingar.
kv.Guðrún María.
Skattalækkun eykur umsvif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað ert þú að vilja upp á dekk þarna, Össur ?
Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Það gat verið að blessaður utanríkisráðherrann brygðist fljótt við til þess að tala upp völd ríkisstjórnarinnar með tilvísan í fundahöld sem sá sami sat ekki.
Þessi innkoma hans virkar því álíka því þegar olíu er hellt á eld, ellegar jafngildir því að slá í sundur tunnu þá sem inniheldur ágreininginn sem settur var í salt.
kv.Guðrún María.
Fundur VG hreinsaði loftið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Studdu ekki stjórnina en styðja hana núna að sögn formannsins !
Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Það er afar fróðlegt að þingmenn þeir sem greiddu atkvæði gegn fjárlögum á dögunum, styðji stjórnina núna, en ekki þá....
Að öllum líkindum hafa menn fundað um það að vera sammála um það að vera ósammála, og sú sammálaniðurstaða það sem formaðurinn ber á borð fyrir þjóðina.
Týpískur miðjumoðsfundur þar sem hver tekur undir hverja óánægju á fætur annarri til þess að hafa menn góða ef marka má óánægju fleiri með það að hafa selt stefnuskrá flokksins í stjórnarsáttmála með one way ticket til Brussel.
Allt gengur út á það að hanga við valdataumana og hemja þingflokkinn til þess arna að sjá má.
kv.Guðrún María.
Fleiri að efast um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Miðvikudagur, 5. janúar 2011
Byrjaði daginn með því að mæta á starfsdag í vinnu minni og hlýða á fyrirlestur til fróðleiks í starfinu ásamt því að hitta vinnufélaga á nýju ári.
Það var afar ánægjulegt.
Fer hins vegar ekki að vinna alveg strax, þar sem ég er enn ekki orðin nógu góð til þess hins sama en fór í sjúkraþjálfun í dag sem heldur áfram og þokar málum fram á veg í mínu heilsufari.
Ég trúi því að ég nái minni vinnugetu til baka að mestu leyti en það tekur allt sinn tíma og þann hinn sama tíma þarf maður að gjöra svo vel að sætta sig við.
Allt hefur sinn tíma og stað og það atriði að vera ein heima með sjálfri sér um nokkurn tíma hefur að vissu leyti gefið færi á því að íhuga lífið og tilveruna frá nýju sjónarhorni umhugsunar um ýmislegt annað en það sem hraði og hamagangur hversdagsins alla jafna inniheldur, ekki hvað síst í kring um hátíð eins og jólahátiðina.
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á hið nýja ár.
kv.Guðrún María.
Meiri fræðslu um áhrif svifryksmengunar.
Miðvikudagur, 5. janúar 2011
Því miður finnst mér ekki of mikil fræðsla um áhrif svifryksmengunar til handa þeim sem eru viðkvæmir fyrir af hálfu til dæmis Lýðheilsustöðvar, en vandamál þetta er fyrir hendi hér á fjölmennasta svæði landsins meðan nagladekkjatímabilið er til staðar.
Dagurinn í dag var þolanlegur að því leyti að rokið var svo mikið að óþverrinn sat ekki eins fastur í loftinu, en ég hefi eigi að síður með mér rykgrímu til þess að setja á mig ef mér finnst þurfa.
kv.Guðrún María.
Svifryksmengun í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og ríkið vísar á sveitarfélögin....
Þriðjudagur, 4. janúar 2011
Það verður mjög fróðlegt að vita hvort sveitarfélögin telji sig tilbúin til þess að bregðast við tilmælum ráðherra í þessu efni, einkum og sér í lagi þar sem væntanlega er búið að ganga frá fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár.
kv.Guðrún María.
Vill að sveitarfélög hækki fjárhagsaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |