Hvers vegna er ástandið svona nú ?

Stjórnmálamenn sem taka ákvarðanir um skattaálögur á almenning í landinu þar sem alls konar tekjutengingaflókindi hafa bitið í skottið á sér, í skattkerfinu,
hafa því miður oftar en ekki litla nálgun við hvaða áhrif ákvarðanir um skatta orsaka til handa þeim er greiða þá hina sömu skatta.

Umsamin taxtalaun verkalýðsfélaga í landinu hafa heldur ekki tekið mið af því að greiða þurfi skatta þar sem hluti einstaklinga á lágmarkslaunum lendir undir fátæktarmörkum við það eitt að greiða skattprósentu.

Það eru að mínu viti lágmarksmannréttindi að geta lifað af launum sínum fyrir fulla vinnu í einu samfélagi, haft þak yfir höfuð sér í sig og á, án þess að hafa gengið menntaveginn.

Að ganga menntaveginn er hins vegar af hinu góða EN það þarf að skila sér í launum að öðrum kosti er lítill hvati til menntunar.

Mín tilfinning er sú að vinnumarkaður hvort sem um er að ræða hið opinbera ellagar frjálsan markað hafi illa eða ekki talið sér unnt að verðmeta menntun og reynslu til launa sem heitið geti og tilhneigingin til þess að halda lægstu launatöxtum ófaglærðra niðri meðan fleiri menntaðir fái aðeins hærri laun hefur verið viðtekið vandamál á íslenskum vinnumarkaði um of langan tíma en ávöxtur þess er fátækt hluta landsmanna.

Andvaraleysi verkalýðshreyfingar í landinu gagnvart þessum aðstæðum má skrifa á pólítiska samtengingu við flokka við stjórnvölinn, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fátæktin er smánarblettur á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband