Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Íslensk stjórnvöld, leysi úr þessu máli eins og skot.
Þriðjudagur, 11. janúar 2011
Ég ætla rétt að vona að menn sjái sóma sinn í þvi að leysa úr þessu máli á mannúðlegan máta.
Sé það svo að menn hræðist fordæmisgildi í þessum efnum þá er það einu sinni þannig að stjórnvöldum er heimilt að gefa út reglugerðir í framhaldinu varðandi mál sem þessi.
Vilji kjörinna fulltrúa er fyrir hendi varðandi það að veita ríkisborgararétt og hér er spurning um að ganga í þetta mál og leysa það, þannig að lítið barn fætt í þennan heim komist til síns heima.
kv.Guðrún María.
Búa við ömurlegar aðstæður á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ættum við kanski að fá Bandaríkjamenn til þess búa til rannsóknarskýrslu ?
Mánudagur, 10. janúar 2011
Það tekur því nú varla að henda á lofti yfirlýsingar innanríkisráðherra sem hefur ekkert með mál þetta að gera, hvað þá að blanda máli samflokksmanns fyrrum formanns í þetta tiltekna málavafstur.
Ef til vill væru mál með öðrum hætti hér á landi, tveimur árum eftir hrun, í ljósi loftfimleika fjármálaævintýra af ýmsum toga ef Bandaríkjamenn hefðu verið fengnir til þess að aðstoða Íslendinga í því efni að rannsaka ferðalag fjármagnsins og aðkomu þeirra er tóku ákvarðanir og báru ábyrgð sem stjórnvöld og stjórnendur hér og þar, á sama tíma.
Hins vegar er það vissulega sjálfsagt að skoða mál í eigin landi hvað varðar samanburð á málsmeðferð í þessu sem öðru, það skal viðurkennt.
kv.Guðrún María.
Bandaríkjamenn beita lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sendiherrar í Silfrinu.
Mánudagur, 10. janúar 2011
Tveir " pólítískir refir " er gengt hafa embættum sendiherra erlendis voru hjá Agli í dag, þeir Eiður Guðnason og Svavar Gestsson, en það var fróðlegt að hlýða á þá hina sömu, úttala sig um stjórnmál samtímans en báðir eru þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins benti þeim á nokkur atriði svo sem forsjárhyggjuna varðandi það að þeir ætluðust til þess að Sjálfstæðisflokkurinn breytti stefnu sinni si svona í Esb málinu.
Svavar átti pólítiska spretti þar sem hann reyndi að kenna Framsóknarflokkunum um að hafa samið EES regluverkið, til þess að þvo hendur síns flokks eins og alvanalegt er, en vildi ekki gefa upp hvort hann væri með eða á móti aðild að Evrópusambandinu.
Eiður telur að Ísland einangrist gangi það ekki í Evrópusambandið.
Þátturinn var fróðlegur.
kv.Guðrún María.
Ritstjóri Fréttablaðsins rosalega ánægður með ríkisstjórnina.
Mánudagur, 10. janúar 2011
Það er alveg stórkostlegt að hlýða á ritstjóra Fréttablaðsins, Evrópusambandssinna mæra stjórnvöld meðan aðildarumsókn að Evrópusambandi er í gangi og kvarta yfir gagnrýnendum þar að lútandi í Silfri Egils.
Ég hygg að það sé eins mikið rannsóknarefni hverjir mæra þessa ríkisstjórn í hverju spori einungis vegna einstefnu til Brussel, eins og andstaða hluta VG, við stefnu þá hina sömu.
Þar væri vert að telja hvað margir eru þar á ferð og hvað margir ekki.
kv.Guðrún María.
Fámennis og klíkusamfélagsvandamál, vorrar þjóðar.
Sunnudagur, 9. janúar 2011
Það hefur lítið breyst hér á landi gegnum aldir í raun, þegar grannt er skoðað.
Á sínum tíma vógust hér vígafylkingar með vopnum, nú í dag er birtingamyndin í formi orðastríðs sem og þess að hygla þeim sem eru hluti af " liðinu "... og ráðamenn sjá til þess á hverjum tíma að pota þóknanlegum hér og þar í stöður við hæfi.
Þar breytir engu hvort um vinstri eða hægri menn er að ræða í því samhengi.
Menntun ekki menntun breytir heldur engu um það að hygla sínum flokki út í hið óendanlega, alveg sama hvers konar fátækleg hugmyndafræði kann að vera borin á borð sem yfirleitt afar fáir hafa komið að að semja.
Illindi og erjur innan flokka eru yfirleitt spurning um að verja völd sem fyrir hafa verið alveg sama hvernig og þar fara málefni fyrir litið.
Samvinna er yfirleitt fín þegar tveir koma saman en þegar sá þriðji kemur vandast málið, nú til dags, þar sem einstaklingshyggjan og sú áratta að eiga höfundarétt að hugmyndum hvers konar, verður til þess að erjur og deilur um höfundaréttinn verða ofar umræddu málefni.
Gjörsamlega ómögulegt hefur verið að ná málefnum ofar mönnum í pólitiskri umræðu hér á landi til langtíma, þar sem fjölmiðlar dansa á hinni sömu línu og gefin hefur verið að öðru leyti.
Stjórnsýslan og stjórnkerfið dansar eftir forskrift þeirri sem gefin hefur verið, varðandi það atriði að samþykkja menn í störf hér og þar eftir " pólitískri forskrift sitjandi valdhafa " hverju sinni.
Þessu til viðbótar er það síðan til þess að kóróna samfélagsskipulagið að verkalýðshreyfingin tengist pólítiskum flokkum og dansar eftir því hver er við stjórnvöl á hverjum tíma með þegjandahætti ellegar góli og gapi.
Með öðrum orðum lítið hefur breyst gegnum tíðina.
kv.Guðrún María.
Fer utanríkisráðherra til Bandaríkjanna á morgun ?
Sunnudagur, 9. janúar 2011
Það er að sjá að utanríkisráðherra hafi brugðist fljótt við varðandi ummæli þess hins sama, varðandi það atriði að standa vörð um kjörinn fulltrúa þjóðarinnar sem virðist hafa blandast í málefni tengd Wikileaks.
Ef til vill fer ráðherra til Bandaríkjanna til þess að ræða þetta mál við stjörnvöld þar á bæ og hver veit nema aðildarumsókn að Esb, verði slegið á frest á meðan.
kv.Guðrún María.
Össur: Birgitta varin með kjafti og klóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mál þetta er ekki á verksviði innanríkisráðherra, eða hvað ?
Sunnudagur, 9. janúar 2011
Mig undrar það að ráðherra skuli láta hafa eitthvað eftir sér varðandi þetta mál þar sem hið sama mál er ekki á verksviði hans sem innanríkisráðherra, en ef til vill kemur það til kasta ríkisstjórnarinnar.
Þangað til hygg ég að ágætt væri að spara yfirlýsingarnar.
kv.Guðrún María.
Sérkennilegt og grafalvarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætla launamenn að sækja fundi í sínum verkalýðsfélögum núna ?
Sunnudagur, 9. janúar 2011
Gegnum tíðina hefi ég verið ein af fáum ég endurtek ein af fáum sem hef mætt á fundi í mínum verkalýðsfélögum.
Ég gleymi því seint þegar ég var félagsmaður í VR, á þeim tíma 9000 manna félagi
þegar forysta félagsins var endurkosin af c.a 20 manns.
Ég átti ekki orð af undrun þá.
Síðar varð mér ljóst að sama sagan var fyrir hendi annars staðar og nákvæmlega sama átti sér stað á sínum tíma hjá Sókn í Reykjavík, nú Eflingu.
Hér í Hafnarfirði hefur verið aðeins skárri mæting á fundi hjá STH, en ekki nægileg að mér finnst.
Af öllum tímum þá eru þeir tímar nú að launamenn hljóta að láta sig varða eigin hagsmuni á vinnumarkaði og mæta á fundi þeirra félaga sem fara með samningsgerð í komandi kjarasamningum, og mótmæla lélegum samningum ef um slíkt er að ræða ellegar samþykkja samninga sem ganga upp.
Það dugar ekki að fara á Austurvöll og berja tunnur þegar búið er að samþykkja handónýta kjarasamninga á vinnumarkaði með því að mæta EKKI á fundi.
Ég hvet launþega til þess að hugsa um sína hagsmuni og fylgjast með samningsgerð og fundum í sínum félögum til þess að hafa áhrif á gang mála.
kv.Guðrún María.
VG, samdi sig inn í ríkisstjórn, gegn stefnumiðum eigin flokks varðandi ESB.
Laugardagur, 8. janúar 2011
Vinstri hreyfingin Grænt framboð, gekk á bak stefnu sinnar sem hún bauð kjósendum í síðustu þingkosningum þar sem flokkurinn hafði samþykkt með lýðræðislegum meirihluta andstöðu við aðild að Evrópusambandinu.
Andstaðan við aðild að Evrópusambandinu færði viðkomandi flokki atkvæði til þess að verða hluti af valdhöfum við stjórn landsins, þannig er það og sú er þetta ritar þekkir marga sem treystu á það að flokkurinn stæði við þetta stefnumál sitt sem hann EKKI gerði.
Því skyldi engan undra að elda logi innbyrðis í flokki sem hefur þannig gengið gegn eigin stefnu í ríkisstjórnarsamstarfi við annan flokk.
Hafi einhvern tímann verið spurning um hvort menn virði lýðræðið eða selji það á markaðstorgi setu við valdatauma, þá er það í þessum stjórnmálaflokki núna.
Líf flokksins sem flokks veltur á því hvort sá hinn sami standi við loforð sitt við kjósendur eða ekki sem og hvort nokkrir flokksráðshestar fái ráðið þvi hinu sama eða flokksmenn allir.
kv.Guðrún María.
Agasvipum flokksins beitt af hörku gegn órólegu deildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílageymslu á Hvolsvelli og rútu á milli.
Laugardagur, 8. janúar 2011
Ég trúi ekki öðru en að einhver vegur sé að finna úrræði til þess að forða slíku tjóni, til dæmis sá möguleiki að menn geti geymt bíla á Hvolsvelli, og komist með rútu á milli.
Sandfokið getur verið hrikalegt í veðrum sem þessum en ég man hins vegar ekki áður eftir tjóni í Landeyjum vegna þess hins sama, en verið getur að það hafi farið framhjá mér.
kv.Guðrún María.
Bílar skemmdust í sandfoki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |