Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Burt með þessa gömlu heimskulegu " hagræðingu " aldraðir íbúar Flateyrar eiga betra skilið.
Föstudagur, 14. janúar 2011
Árátta þess efnis að sameina allt og stækka er misskilinn sparnaður og það atriði að ekki sé hægt að reka minni smærri einingar þar sem þeirra er þörf er eitthvað sem ég blæs út í hafsauga.
Þessi tegund sparnaðar hefur hins vegar, verið hér eins konar " formúla " um lengri og skemmri tíma, formúla sem hefur gengið sér til húðar og þörf er að taka úr notkun.
Við skulum gjöra svo vel að virða aldrað fólk rétt eins og börnin sem eru að vaxa úr grasi og aðlaga okkar samfélagsþjónustu að þörfum íbúa og þar eru færri smærri einingar ef svo ber undir réttlætanlegar þrátt fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu.
kv.Guðrún María.
Eins og að sparka í liggjandi mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað svo, Fjármálaeftirlitið í gæsluvarðhald og svo hver... ?
Föstudagur, 14. janúar 2011
Ég hrópa ekki húrra við handtökur manna svo mikið er víst og get ekki séð enn sem komið er hvernig í ósköpunum menn ætla að höndla þessi mál hér á landi, en það mun koma í ljós.
Að öllum líkindum festir einhvers staðar ábyrgð á athöfnum í fjármálalífinu, en eftirlitsstofnun hins opinbera virtist ekki hafa mikið við málin að athuga fram að hruni bankanna.
Dómskerfið á mikið verk fyrir höndum, það er ljóst.
kv.Guðrún María.
Lögregla flutti Sigurjón brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að sjá " bara hvað væri í boði " .. svo sem aðlögun inn í Evrópusambandið...
Fimmtudagur, 13. janúar 2011
Forsenda þess að setja fram aðildarumsókn að Evrópusambandinu, var og er það atriði að spyrja þjóðina um vilja til þess arna, það var ekki gert og ætt af stað í ferðalag sem menn gengu áfram með bundið fyrir augun, ekki hvað síst sá flokkur sem hafði einn flokka mál þetta á stefnuskrá sinni Samfylkingin.
Raunin er sú að engin einasta heimavinna hefur farið fram á sviði stjórnmála til undirbúnings þess að skilgreina samningsmarkmið okkar Íslendinga, engin að mínu viti og sú fáránlega framborna pólítik þess efnis að " sækja bara um aðild til þess að sjá hvað væri í boði.. " sem aftur hefur komið okkur inn í kostnaðarsamt aðlögunarferli farvegs ákvörðunar um umsókn, mun skrifast á alla þá þingmenn sem guldu jáyrði sitt gagnvart þessum skrípaleik.
kv.Guðrún María.
Viðræður við ESB taldar komnar í algjört öngstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sitjandi stjórnvöld landsins eiga ekki að bjóða upp á svona fundi.
Fimmtudagur, 13. janúar 2011
Samtök atvinnulífsins hafa ekkert að gera á fund sitjandi ríkisstjórnar frekar en fulltrúar Verkalýðshreyfingarinnar, ekki nokkurn skapaðan hlut.
Þessir aðilar eiga að ræða hvor við annan án aðkomu stjórnvalda svo fremi hér sé um að ræða frjálsan atvinnumarkað.
Auðvitað geta deilur komið til kasta Ríkissáttasemjara en ríkistjórn á EKKI að skipta sér af gerð kjarasamninga að öðru leyti en þeim að skapa þau skilyrði hverju sinni sem lífskjör og skattaumhverfi skapa.
kv.Guðrún María.
Fundað í Stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verkalýðshreyfingin þarf ekki að stjórna landinu, heldur semja um kaupmátt.
Fimmtudagur, 13. janúar 2011
Hin fíflalega leiksýning hefst nú að nýju eins og oft áður þar sem fulltrúar verkalýðsins funda með ríkisstjórn landsins.
Það er EKKI ríkisstjórna að hlutast til um kjarasamninga á frjálsum atvinnumarkaði og því fyrr því betra sem þessari leiksýningu lýkur.
Verkalýðshreyfingu kemur það EITT við að semja um kaupmátt launa til handa sínum umbjóðendum launþegum sem og standa vörð um önnur þau kjör er áunnist hafa.
Verkalýðshreyfingunni kemur ekki við hvernig ríkisstjórn hverju sinni stjórnar landinu, hvort sem um er að ræða atvinnuppbyggingu ellegar annað en samningar um kaup og kjör hverju sinni taka mið af því ástandi sem til staðar er.
kv.Guðrún María.
ASÍ vill aðgerðaáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað stendur til, er kosningagogghljóð í pípunum ?
Fimmtudagur, 13. janúar 2011
Það er nokkuð sérstakt að VG, haldi nú í fundaherferð um landið og hin gríðarlega bjartsýni fjármálaráðherra, virðist nú nokkuð yfirtoppa þann raunveruleika sem skattpíndur almenningur upplifir.
Ef til vill á þetta að laga ímynd flokksins, ellegar er undirbúningur fyrir kosningar, hver veit !
Það er hins vegar ætíð nokkuð sérstakt, þegar menn ferðast um og lofa öllu fögru staðbundið á hverjum stað fyrir sig.
kv.Guðrún María.
Steingrímur gríðarlega bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er VG, sem þarf endurnýjað umboð þjóðarinnar, við afsal stefnu sinnar.
Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Vinstri hreyfingin grænt framboð, gekk fram af björgum við myndun ríkisstjórnar í landinu þar sem ekki grær um heilt varðandi það hið sama afsal á stefnu flokksins varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Hafi einhver einn stjórnmálaflokkur orðið sambandslaus við þjóð sína þá er það sá flokkur þvi miður, því stefna flokksins fyrir kosningar var afgerandi á þann veg að afar ólíklegt gat verið að flokkurinn myndi láta sér detta í hug að samþykkja aðildarumsókn að Esb, án undangenginnar þjóðaraatkvæðagreiðslu um málið.
Það er því til lítils að greiða atkvæði á þingi um mál þar sem eitt stykki stjórnmálaflokkur hefur selt eins og hverja aðra verslunarvöru fyrir völd við stjórnartauma og kemur til með að standa vörð um valdataumana fyrst og fremst burtséð frá vilja þjóðar að öðru leyti.
kv.Guðrún María.
Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Nýja árið byrjar með roki hér sunnanlands en snjóleysi og eftir því þurru ryki í loftinu og alveg sama hvort það eru bílrúður eða gluggakistur allt er þakið rykdrullu sem ferðast um svæðið með sterkum norðanvindum.
Sjálf er ég í minni sjúkraþjálfun að reyna að ná til baka heilsutetrinu mínu, og smátt og smátt fæ ég að gera meira en einn daginn finnst mér ég ómöguleg en annan miklu betri, eins og gengur.
Ég Æ T L A, að ná til baka minni vinnugetu og það S K A L, takast.
Ég er hjá góðum sjúkraþjálfara sem leiðbeinir mér sem skiptir öllu máli.
Ég veit að ég verð ekkert endilega alveg eins og ég var áður en ég meiddi mig en ég trúi því að ég verði það góð að geta unnið mína vinnu.
kv.Guðrún María.
Já ráðherra !
Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Það er nú fínt að ramma " aðhaldsaðgerðir " inn í búning sem kallast getur norrænn, ekki vantar það.
Mér er hins vegar mjög til efs að samanburður á kreppu þeirri sem þarna um ræðir eigi við það ástand sem skapaðist hér á landi eftir fall bankanna.
Jafnframt efa ég það að skattlagning frænda okkar hafi verið með sama móti og sú sem á sér stað hér á landi nú, í boði sitjandi stjórnvalda.
kv.Guðrún María.
Norrænar aðhaldsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hversu miklu töpuðu lífeyrissjóðirnir á markaðsdansleiknum og við hrunið ?
Þriðjudagur, 11. janúar 2011
Sem launþega á vinnumarkaði hefði mér seint dottið í hug að mér væri með lögum skylt að greiða iðgjöld í sjóði sem gætu síðan braskað með mitt fé í veðmál á hlutabréfamörkuðum og tapað svo og svo miklu við hrun eins hagkerfis vegna offjárfestinga í áhættusömum rekstri.
Hin lýðræðislega aðkoma launþegans að ákvarðanatöku, er enn út úr korti við samtímann, s.s. við skipan í stjórnir lifeyrissjóða, þar sem stjórnir verkalýðsfélaga hafa enn sjálfdæmi um slíka skipan.
Stjórnir lífeyrissjóða hafa síðan einnig sjálfdæmi um ákvarðanir um fjárfestingu að virðist en engin virðist hins vegar bera ábyrgð á tapi og skerðingar til sjóðfélaga eru lausnir þær sem launamönnum er boðið að gjöra svo vel að meðtaka.
Andvaraleysi kjörinna fulltrúa á Alþingi gagnvart þessu miðaldalýðræði sem þarna ríkir er og hefur verið nær algert.
Gagngerra breytinga er þörf á innheimtu iðgjalda í sjóði af launamönnum og ekki gengur að þeir hinir sömu sjóðir séu nýttir sem braskpeningar til veðmála í markaðsbraski.
kv.Guðrún María.
Eignir lífeyrissjóða jukust um 2,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |