Ætla launamenn að sækja fundi í sínum verkalýðsfélögum núna ?

Gegnum tíðina hefi ég verið ein af fáum ég endurtek ein af fáum sem hef mætt á fundi í mínum verkalýðsfélögum.

Ég gleymi því seint þegar ég var félagsmaður í VR, á þeim tíma 9000 manna félagi
þegar forysta félagsins var endurkosin af c.a 20 manns.
Ég átti ekki orð af undrun þá.

Síðar varð mér ljóst að sama sagan var fyrir hendi annars staðar og nákvæmlega sama átti sér stað á sínum tíma hjá Sókn í Reykjavík, nú Eflingu.

Hér í Hafnarfirði hefur verið aðeins skárri mæting á fundi hjá STH, en ekki nægileg að mér finnst.

Af öllum tímum þá eru þeir tímar nú að launamenn hljóta að láta sig varða eigin hagsmuni á vinnumarkaði og mæta á fundi þeirra félaga sem fara með samningsgerð í komandi kjarasamningum, og mótmæla lélegum samningum ef um slíkt er að ræða ellegar samþykkja samninga sem ganga upp.

Það dugar ekki að fara á Austurvöll og berja tunnur þegar búið er að samþykkja handónýta kjarasamninga á vinnumarkaði með því að mæta EKKI á fundi.

Ég hvet launþega til þess að hugsa um sína hagsmuni og fylgjast með samningsgerð og fundum í sínum félögum til þess að hafa áhrif á gang mála.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband