Bílageymslu á Hvolsvelli og rútu á milli.

Ég trúi ekki öðru en að einhver vegur sé að finna úrræði til þess að forða slíku tjóni, til dæmis sá möguleiki að menn geti geymt bíla á Hvolsvelli, og komist með rútu á milli.

Sandfokið getur verið hrikalegt í veðrum sem þessum en ég man hins vegar ekki áður eftir tjóni í Landeyjum vegna þess hins sama, en verið getur að það hafi farið framhjá mér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bílar skemmdust í sandfoki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl er það ekki vegna þess að þarna er stutt síðan höfnin var opnuð þessi höfn og hafarnmannvirki eru ekki bjóðandi nokkrum mönnum og ætti því að skammast til að loka henni strax!

Sigurður Haraldsson, 8.1.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Það mætti örugglega nota bílastæðin og flugskýlin við Bakkaflugvöll sem er í 5km fjarlægð og hafa rútu til að skutla á milli.

Helgi Jónsson, 8.1.2011 kl. 01:26

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir.

Sigurður, þessi höfn er gerð og hún mun verða samgöngubót að mínu viti þegar fram liða stundir en það kostar fyrirhöfn um tíma og hugsanlegar endurbætur að hluta.

Helgi, ég hygg að menn ættu að geta haft val um það að geyma bíla á Hvolsvelli og taka rútu þegar veðurspá er slæm, til að forða tjóni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2011 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband