Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Hrossakaup vinstri flokkanna í Hafnarfirði staðfest.
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Það er vissulega fáránleg útgáfa af lýðræðinu að maður sem ekki komst inn í kjöri verði síðan ráðinn bæjarstjóri, alveg sama hvort hann heitir Lúðvík eða eitthvað annað sem og hvort sá hinn sami var bæjarstjóri áður eða ekki.
Hér er um að ræða sömu flokka og ráða í ríkisstjórn landsins, vinstri flokka Samfylkingar og VG, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5 menn kjörna eins og Samfylkingin, og VG 1 mann.
Framsóknarflokkinn vantaði 15 atkvæði til að ná sínum manni inn, meðan á sjötta tug atkvæða vantaði til þess að Lúðvík kæmist inn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lúðvík áfram bæjarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin gengur erinda fjármagnseigenda.
Mánudagur, 7. júní 2010
Því miður er þetta nákvæmlega það sem birst hefur almenningi í landinu sem kemur fram í þessari frétt og hlýtur að vekja spurningar ekki hvað síst til fjármála og viðskiptaráðherra um hvert ferðinni sé heitið ?
Sama má reyndar segja um forsætisráðherra sem veður elg við kattaþvott af vitnesku um meinta launahækkunarhugmyndir til handa Seðlabankastjóra.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hefur kostað yfir 350 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað er forsætisráðherra kunnugt um launamál æðstu embættismanna.
Mánudagur, 7. júní 2010
Það er hlálegt að horfa á þetta yfirlýsingarsjónarspil um þetta mál, varðandi það atriði að ráðherra þykist ekkert vita um launamál æðstu embættismanna landsins. Enginn ætti að vita betur en einmitt forsætisráðherra um þetta atriði, eðli máls samkvæmt.
Því miður er þetta týpískt dæmi um það hvernig Samfylkingin reynir kattaþvott hvers konar þegar svara þarf til um mál sem kunna að verða til þess að kusk falli á hvítflibbann.
Að þykjast ekki hafa komið nálægt máli þessu er ... því miður allt að þvi hlægiegt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ræddi ekki launamálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórn vinstri flokkanna skortir kjark til ákvarðanatöku um framfarir.
Mánudagur, 7. júní 2010
Andvaraleysi þessarar ríkisstjórnar gagnvart þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu birtist í því að flest rekur á reiðanum, og menn rembast við að innramma ríkisbúskapinn án þess að spyrja að þvi hvernig almenningi reiði af í mestu skatta og gjaldahækkunum um margra ára skeið.
Sama sjónarspilið um góðu flokkana sem stjórna landinu og hina vondu sem voru hefur sem aldrei fyrr hljómað og er kallað stjórnmál.
Raunin er sú að enn er sama lagaumhverfið og var í fyrri stjórnartíð þrátt fyrir fall bankanna, og lítið sem ekkert að gert til þess að takast á við afeiðingar hrunsins fyrir heimili og atvinnulíf í landinu.
Menn geta séð það nú í dag að sú leið sem Framsóknarflokkurinn lagði til fyrir síðustu þingkosningar um 20 prósent niðurfellingu lána hefði skipt máli svo fremi sú ákvörðun hefði litið dagsins ljós strax eftir kosningar.
Það var ein almenn aðgerð en engin slik hefur litið dagsins ljós frá sitjandi flokkum við stjórnvölinn.
Skattabreytingar koma ekki til móts við þá sem lægstu laun taka í landinu og ríkisstjórnin er fjarri öllum raunveruleika um ráðstöfunartekjur og verðagsþróun þá sem sú hin sama hefur innleitt.
Það atriði að ætla að láta reka á reiðanum og leiða heimili og fyrirtæki í fjöldagjaldþrot, heitir að brjóta niður til að byggja upp sem aldrei hefur talist góð aðferð á nokkrum tíma, fyrr eða síðar.
kv.Guðrún María.
Sápuópera Samfylkingar um launakjör Seðlabankastjóra.
Sunnudagur, 6. júní 2010
Auðvitað átti að reyna að koma þvi þægilega í gegn að láta Láru V.Júlíusdóttur leggja fram tillögu um launahækkun í bankaráðinu, en um leið og slíkt varð fréttaefni, komu allir hlutaðeigandi af fjöllum hvort sem um var að ræða bankastjórann eða forsætisráðherra.
Það mátti hverjum manni vera ljóst á þeim tímapunkti að þar fóru menn undan á flótta um tilganginn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Már og Jóhanna ræddu launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur Barnaverndarstofa uppfyllt þarfir um lokuð meðferðarúrræði ?
Sunnudagur, 6. júní 2010
Þegar svo er komið að stofnun eins og BUGl útskrifar einstaklinga með ráð um lokaða meðferð í framhaldinu en pláss í slíka meðferð er ekki til fyrr en viðkomandi er komin yfir barnsaldur þá hvað ?
Þá gerist ekki neitt sökum þess að viðkomandi er orðin fullorðin samkvæmt dagatalinu og kerfið segir pass.
Því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fréttaskýring: Verst settu hafa það verra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þá er að takast í hendur og treysta böndin, vinna aftur töpuð löndin.
Laugardagur, 5. júní 2010
Ég efa það ekki að Framsóknarflokkurinn mun vinna sér sæti í borgarstjórn Reykjavíkur aftur að nýju á komandi tímum, rétt eins og við munum fá fulltrúa hér í Hafnarfirði einnig eftir fjögur ár.
Það tekst með samvinnu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Engar athugasemdir við forval Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óþverramengun, en nagladekkjasvifrykið virðist meiri óþverri.
Laugardagur, 5. júní 2010
Það eru nokkur ár síðan ég keypti mér rykgrímu til þess að nota á verstu dögum í innanbæjarumferð á höfuðborgarsvæðinu, en þá hafði ég haft verulega slæm einkenni af asthma þegar veðuraðstæður höfðu verið með því móti að kyrrt var og kalt, og svifryk af nagladekkjum lá sem ský yfir.
Á þeimm tíma fékk ég einnig betri asthmalyf til að nota við aðstæður sem upp kæmu.
Aska í lofti hér á höfuðborgarsvæði var mikil í dag, en enn hefi ég ekki fundið þau sömu viðbrögð og ég hefi áður fundið er nagladekkjatímabil gengur í garð ár hvert.
Við þurfum hins vegar ekki að kvarta hér miðað við íbúa i nánd við eldstöðina.
kv.Guðrún María.
![]() |
Versti dagurinn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og öskuský umlukti borgina, er fyrsti grínborgarstjórinn leit dagsins ljós.
Laugardagur, 5. júní 2010
Þá er það vitað að Samfylkingin fer með grínframboði Jóns Gnarr, í borgarstjórn og sá hinn sami verður borgarstjóri.
Væntanlega ræður Jón all miklu samanber staðsetningu blaðamannafundar þessa og verður fróðlegt að sjá hve langt Samfylkingin mun ganga með í gríninu.
Kanski munu borgarfulltrúar synda í Ráðhúsið hver veit !
kv.Guðrún María.
![]() |
Jón Gnarr verður borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geta þingmenn verið á Facebook í vinnunni ?
Föstudagur, 4. júní 2010
Það væri mjög fróðlegt að gera úttekt á þessu hér á landi, þ.e. hvort þingheimur geti setið á spjalli meðan þingfundur stendur yfir ?
Ég verð að taka undir með forseta Danska þingsins í því efni að afar óeðlilegt sé að þingmenn þar á bæ sitji við slíkt í vinnutímanum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fésbók þaullesin á danska þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |