Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Undirheimaiðnaðurinn kostar meiri fjármuni en menn gera sér grein fyrir.

Neysla kanabiðsefna til handa þeim er ánetjast slíku er meira vandamál en margan órar fyrir því í kjölfarið eru fylgifiskar annarara neyslu og viðkomandi einstaklingar eyðileggja sjálfa sig í leiðinni, með því að lama heilann sem aftur kann að kalla á fjölda annara vandamála sem kostar fjarmuni að fást við í heilbrigðis, dóms og félagskerfum landsmanna.

Það er hins vegar ekki nóg að lögegla standi sig vel við að uppræta framleiðslu heldur þurfa kerfi þau er eiga að vinna með lögreglu hvað varðar það atriði að ná ungu fólki út úr neyslu að virka.

Jafnframt þarf eitt samfélag að fordæma neyslu ólöglegra fíkniefna, þar sem kanabisneysla er yfirleitt upphafið.

Betur má ef duga skal.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kannbisræktun stöðvuð í austurborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna tekur þetta svo langan tíma ?

Skyldi það vera svo að menn séu að negla niður hitt og þetta um þetta eða hitt, til þess að reyna að spyrða saman ólíkum sjónarmiðum allra handa, í stað þess að mynda málefnasamning um traust millum aðila.

Mín tilfinning er sú að Besti flokkurinn eigi eftir að ræða einnig við Sjálfstæðisflokkinn varðandi borgarstjórn í Reykjavík, en kanski reynist sú tilfinning röng, en timinn líður og því fleiri orð sem menn festa á blað því fleiri vandamál í kjölfarið, þegar við tekur mat á aðferðum við framkvæmd mála.

Spurningin er fyrst og síðast traust.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Mjakast samkvæmt áætlun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður hægt að nýta og nytja land til fóðuröflunar ?

Bændur í Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum hljóta að standa frammi fyrir ýmsum spurningum, varðandi heyöflun þetta árið, með viðvarandi öskufok á svæðinu.

Mikilvægt er að rannsóknir hvers konar eigi sér stað, en hins vegar er það ekki möguleiki að finna út strax,hvernig aska í grænu grasi á túnum, mun verkast í nútíma aðferðum við rúllubaggapakkningu.

Samvinna vísindamanna og bænda hlýtur því að verða náin um tíma á þessu svæði öllu, þar sem hvers konar upplýsingar eru spurning um ákvarðanatöku um framhaldið.

Ég vona innilega að landbúnaður á þessu svæði nái að halda velli þrátt fyrir þessi ósköp sem dunið hafa yfir, með hverju því móti sem verða má.

kv. Guðrún María.


mbl.is Vilja halda sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER þjóðvegur eitt yfir Hellisheiði áhættusvæði ?

Það er þokkalegt ef menn verða að aka í gufumekki í hálfan mánuð yfir heiðina, svo ekki sé minnst á það hvort mengun verður meiri í heild á þessum tíma, vegna þessa.

Það er alltaf eitthvað nýtt sem ber fyrir augu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Varað við blásandi borholum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbygging varnargarða við Svaðbælisá, húrra !

Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá að verksamningur um gerð varnargarða við Svaðbælisá, hefur verið gerður, og framkvæmdir fyrir um það bil 20 milljónir króna virðast fyrir dyrum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Garðakerfi við Svaðbælisá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandinu væri nær að verja fjármunum í atvinnuþróunarverkefni.

Það atriði að koma á fót sjóðum til þess að koma fólki á skólabekk, er ekki rétta leiðin að mínu viti, heldur það atriði að þróa aðferðir til að auka atvinnu og nýsköpun á ýmsum sviðum, þar sem þörf fyrir menntun mun færast inn í skólakerfið sjálfkrafa í kjölfarið og þeir sem ekki kjósa að ganga menntaveg munu einnig fá atvinnutækifæri samhliða eðli máls samkvæmt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fimmti hver Evrópubúi undir 25 ára atvinnulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska Útvarpi Sögu til hamingju.

Það er sannarlega fagnaðarefni að Útvarp Saga hafi fengið til sín Hauk Hólm, við upphaf fréttaþjónustu en þar fer einn reyndasti fréttamaður á landinu, sem á þann heiður að auka veg blaðamannastéttar hér á landi með vandaðri umfjöllun um málefni líðandi stundar.

Til hamingju Útvarp Saga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Haukur Holm til liðs við Útvarp Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála prófessornum um skattastýringuna.

Þessar tillögur Jóns Steinssonar eru skynsamlegar og eins og ég vildi sjá hlutina gerða hér á landi.

Það skiptir þó verulegu máli að mínu viti að jafnræði ríki millum atvinnugreina varðandi auðlindagjald sem og að slíku sé haldið í hófi.

Varðandi umhverfisskatta er það vissulega all sérkennilegt að við Íslendingar teljum okkur ekki geta haft það til umræðu enn sem komið er meðan aðrar þjóðir þekkja það hið sama í reynd að einhverju leyti.

Tilfærsla virðisaukaskatts til þess að þrepa niður skatta á lægstu laun er vitræn aðferð sem skyldi hafa verið til staðar fyrir löngu síðan hér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leggur til hærri skatta á mat og auðlindagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og stjórnvöld ræða um enn frekari skattahækkanir, meðan fjöldagjaldþrot heimila er fyrirséð.

Því miður hefur ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju í engu komið fram nokkrum einustu áformum sem með einhverju móti getað komið til móts við þá stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu.

Eins og svo oft áður á undanförnum áratugum miðast ráðstjórnin við það að fylla ríkiskassann bara einhvern veginn með sköttum á almenning, þótt greiðslugeta heimila sé engin eftir, og helmingur fyrirtækja í landinu hangi á bjargbrúninni.

Að öllum líkindum mun það einnig koma ráðamönnum á óvart að skattar skili sér ekki sem skyldi samkvæmt áætluðum formúlum um slíkt, þegar hluti heimila og fyrirtækja er farin á hausinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög til að tryggja lagaframkvæmd,..... í boði ríkisstjórnarflokkana.

Hér eru ný lög af vef Alþings, lagasetning sem er lög á lög ofan og núna um lagaframkvæmd... en hér er markmið laganna.

Markmið laga þessara er að tryggja að atvinnurekendur á innlendum vinnumarkaði og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.

"Lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.

1. gr.
Gildissvið.
Lög þessi gilda um atvinnurekendur, og starfsmenn þeirra, sem reka starfsemi á innlendum vinnumarkaði, hvort sem hún er ótímabundin eða tímabundin, eða senda starfsmenn hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu innan tiltekinna atvinnugreina, sbr. 2. mgr.
Samtök aðila vinnumarkaðarins skulu semja nánar um það í kjarasamningum sín á milli til hvaða atvinnugreina og starfa innan þeirra lög þessi taka á hverjum tíma. Skulu þeir kjarasamningar sem og aðrir samningar sem gerðir eru milli aðila um nánari framkvæmd laga þessara gilda um alla atvinnurekendur sem starfa innan þeirra atvinnugreina á innlendum vinnumarkaði sem tilgreindar eru í samningum aðila.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið skal birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda með lista yfir þær atvinnugreinar sem lögin skulu taka til á hverjum tíma samkvæmt kjarasamningum samtaka aðila vinnumarkaðarins, sbr. 2. mgr.
Með atvinnurekanda er átt við lögaðila og sjálfstætt starfandi einstakling.

2. gr.
Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja að atvinnurekendur á innlendum vinnumarkaði og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.

3. gr.
Vinnustaðaskírteini.
Atvinnurekandi skal sjá til þess að hann sjálfur og starfsmenn hans, hvort sem starfsmennirnir eru ráðnir beint til atvinnurekanda á grundvelli ráðningarsamnings eða koma til starfa með milligöngu starfsmannaleigu, fái vinnustaðaskírteini er þeir hefja störf.
Atvinnurekanda og starfsmönnum hans ber að hafa vinnustaðaskírteinin á sér við störf sín.
Í vinnustaðaskírteini skal koma fram nafn og kennitala atvinnurekanda eða annað auðkenni hans og nafn og kennitala viðkomandi starfsmanns ásamt mynd af starfsmanni.
Samtökum aðila vinnumarkaðarins er heimilt að semja um nánari útfærslu vinnustaðaskírteina í samningum sín á milli.

4. gr.
Eftirlit á vinnustöðum.
Eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins er heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á vinnustaði atvinnurekanda til að ganga úr skugga um að atvinnurekandi og starfsmenn hans starfi í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og kjarasamninga. Skal eftirlitsfulltrúunum veittur aðgangur að vinnustöðum í þeim tilgangi.
Í eftirlitsheimsóknum skulu eftirlitsfulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins hafa samband við atvinnurekanda eða fulltrúa hans. Atvinnurekandi og starfsmenn hans skulu sýna vinnustaðaskírteini skv. 3. gr. sé óskað eftir því.
Eftirlitsfulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins skulu senda upplýsingar þær sem fram koma á vinnustaðaskírteini til skattyfirvalda, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar ríkisins, lögreglustjóra og, þegar við á, Útlendingastofnunar og Þjóðskrár þannig að unnt sé að kanna hvort atvinnurekandi eða starfsmaður starfi í samræmi við hlutaðeigandi lög sem hverri stofnun er ætlað að annast framkvæmd á.
Eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins er óheimilt að nota aðstöðu sína til að afla annarra upplýsinga um starfsemina en þeirra sem eru nauðsynlegar eða kunna að vera nauðsynlegar í þágu eftirlitsins. Enn fremur er þeim óheimilt að veita öðrum upplýsingar um starfsemina, starfsmenn eða aðra aðila ef þeir hafa fengið upplýsingarnar vegna eftirlits síns og ástæða er til að ætla að þeim skuli haldið leyndum.
Eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins sem sinna eftirliti ber að sýna skírteini við störf sín sem samtökin gefa sameiginlega út.
Eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins er heimilt að leita aðstoðar lögreglu við eftirlitið þegar slíkt þykir nauðsynlegt.
Samtökum aðila vinnumarkaðarins er heimilt að semja nánar í samningum sín á milli um framkvæmd eftirlitsins, svo sem hvaða gögnum fulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins sem sinna eftirliti skulu hafa aðgang að eða eftir atvikum fá afhent og hverjar trúnaðarskyldur eftirlitsfulltrúa þeirra skuli vera.

5. gr.
Eftirfylgni eftirlits.
Hafi opinber stofnun sem hefur fengið upplýsingar sendar frá eftirlitsfulltrúum skv. 4. gr. rökstuddan grun um að lög þau sem stofnunin annast framkvæmd á hafi verið brotin metur hún hvort ástæða sé til að kanna málið frekar á grundvelli þeirra heimilda sem hún hefur samkvæmt þeim lögum.
Skal hlutaðeigandi stofnun, sbr. 1. mgr., jafnframt upplýsa eftirlitsfulltrúa skv. 4. gr. um fyrirhugaða rannsókn án nánari tilgreiningar á því í hverju brotin kunni að felast enda fari slík upplýsingagjöf ekki gegn þeim lögum er stofnunin starfar eftir. Eftirlitsfulltrúum er óheimilt að láta öðrum í té þær upplýsingar þegar ástæða er til að ætla að þeim skuli haldið leyndum.
Samtökum aðila vinnumarkaðarins er heimilt að semja nánar í samningum sín á milli um málsmeðferð í málum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið gegn ákvæðum hlutaðeigandi kjarasamninga aðila, sbr. 2. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, með síðari breytingum.

6. gr.
Dagsektir.
Ef eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins er neitað um aðgengi að vinnustöðum atvinnurekanda skv. 1. mgr. 4. gr. eða ef atvinnurekandi eða starfsmenn hans bera ekki vinnustaðaskírteini á sér við störf sín á vegum atvinnurekanda á viðkomandi vinnustað atvinnurekanda skv. 2. mgr. 3. gr. geta eftirlitsfulltrúarnir tilkynnt um það til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun getur krafist þess að atvinnurekandi bæti úr annmörkunum innan hæfilegs frests að viðlögðum dagsektum. Sé um ítrekað brot atvinnurekanda að ræða getur Vinnumálastofnun krafist þess að atvinnurekandi bæti úr annmörkum innan sólarhrings.
Ákvörðun um dagsektir skv. 1. mgr. skal tilkynnt skriflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Dagsektir geta numið allt að 100.000 krónum hvern dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal meðal annars líta til fjölda starfsmanna atvinnurekanda og hversu umsvifamikill viðkomandi atvinnurekstur er.
Dagsektir skulu renna í ríkissjóð.

7. gr.
Kæruheimild.
Heimilt er að kæra til félags- og tryggingamálaráðuneytis ákvarðanir Vinnumálastofnunar skv. 6. gr. innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðunina. Kæra telst nægilega snemma fram komin ef bréf sem hana hefur að geyma hefur borist ráðuneytinu eða verið afhent póstþjónustu áður en fresturinn er liðinn.
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar Vinnumálastofnunar skv. 6. gr.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum frá því að ráðuneytinu berst mál til úrskurðar.
Að öðru leyti fer um málsmeðferð samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

8. gr.
Reglugerðarheimild.
Félags- og tryggingamálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd laga þessara að fenginni umsögn aðila vinnumarkaðarins.

9. gr.
Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2010."

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband