Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Er þetta eina gjaldtakan í lögum, sem er andstæð mannréttindum ?
Föstudagur, 11. júní 2010
Það er fróðlegt að stjórnvöld skuli hrakin til baka með þessa gjaldtöku iðnaðarmálagjalds, af hálfu Mannréttindadómsstóls Evrópu.
Hvað með aðra gjaldtöku sem finna má í lagasetningu ?
ER ekki til búnaðarmálagjald, endiega minnir mig að svo sé, og ef til vill eru fleri útgáfur af álíka gjöldum.
Þarfnast skoðunar við.
kv.Guðrún María.
![]() |
Iðnaðarmálagjald afnumið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og nefnd hækkar dagpeninga ríkisstarfsmanna eins og ekkert sé.
Fimmtudagur, 10. júní 2010
Það virðist ekki vandamál að hækka gistikostnað úr 1o þúsund í 15 á einu bretti að sjá má, í formi dagpeninga til handa þingmönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum.
Var ekki einhver ráðherra að ræða um frystingu launa ríkisstarfsmanna ?
Kastaði sá hinn sami steinum úr glerhúsi ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Ferðadagpeningar hækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
HVAR eru blaðamannafundir ráðamanna um úrræðin í skuldavanda heimilanna ?
Fimmtudagur, 10. júní 2010
Það atriði að sitjandi ráðamenn láti lítið sem ekkert í sér heyra þegar fjárhagsleg niðurdýfa er í einu þjóðfélagi kann ekki góðri lukku að stýra, og ekkert væri eðlilegra en að hvoru tveggja forsætis, fjármála og félagsmálaráðherra nýttu sér aðstoðarmenn sína til þess að halda reglulega blaðamannafundi þar sem kynnt væru þau úrræði sem eru í boði.
Það er nefnilega ekki nóg að vísa á heimasíður, því ekki eru allir landsmenn tölvutengdir þótt margir séu það.
Sambandsleysi ráðamanna við fólkið í landinu eykur á vonleysi sem er nú nóg fyrir í slíkri niðurdýfu sem við Íslendingar megum þurfa að meðtaka.
Upplýsið almenning betur um úrræði, á hverjum tíma, það er lágmarkskrafa.
kv.Guðrún María.
![]() |
30-40% heimila þurfa aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrifstofustjórum ráðuneyta, fækki úr 40 í 19.... eða hvað ?
Fimmtudagur, 10. júní 2010
Það má sjá hér í umsögn fjármálaráðuneytis um frumvarp þetta að gert er ráð fyrir nokkurri fækkun starfsmanna, en samt á að endurráða sem sérfræðinga,,,
úr umsögninni.
" Það er mat fjármálaráðuneytis að sameining ráðuneyta sem mælt er fyrir um í frumvarpinu gefi færi á að lækka kostnað, sérstaklega launakostnað. Gert er ráð fyrir að strax við sameininguna fækki stjórnendastöðum á móti samsvarandi fjölgun í stöðum sérfræðinga, auk þess sem reiknað er með nokkurri fækkun starfsfólks þegar fram í sækir með því að ráða ekki í stöður sem losna. Í fjárlögum fyrir árið 2010 er áætlaður kostnaður við rekstur á aðalskrifstofum umræddra ráðuneyta samtals 2.413,7 m.kr. Starfsmenn, fyrir utan ráðherra og aðstoðarmenn ráðherra, eru 231 talsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að öllum starfsmönnum verði boðið starf í sameinuðum ráðuneytum. Eins og áður sagði er þó ljóst að við sameiningu mun fækka í yfirstjórn ráðuneytanna. Þar starfa nú 6 ráðuneytisstjórar og 40 gegna stöðu skrifstofustjóra. Í áætlun sem unnin hefur verið við undirbúning frumvarpsins er reiknað með að alls verði 19 skrifstofustjórar í þessum ráðuneytum eftir að þau hafa verið sameinuð í þrjú. Miðað við það fækkar skrifstofustjórum um 21 og ráðuneytisstjórum um 3 en í staðinn er gert ráð fyrir að viðkomandi starfsmenn verði ráðnir sem sérfræðingar. Auk þess mundu 3 ráðherrar og 3 aðstoðarmenn ráðherra láta af störfum. Áætlað er að þessar breytingar leiði til 140 m.kr. lækkunar á launakostnaði á ári."
Það verður fróðlegt að vita hvort þetta kemst í gegn um þingið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Frumvarp um breytingar á ráðuneytum lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætla rétt að vona að varnargarðar sunnan þjóðvegar séu einnig á dagskrá.
Miðvikudagur, 9. júní 2010
Hef áður rætt um viðhaldsleysi á varnargörðum í Svaðbælisá, til lengri tíma og sannarlega vona ég að sú framkvæmd sem farin er af stað sé ekki aðeins við hluta árinnar heldur til þess að tryggja farveg til sjávar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lappað upp á varnargarðana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin mætti skuldavandanum með stórhækkuðum sköttum á almenning.
Miðvikudagur, 9. júní 2010
Því miður er það svo að þorri manna á almennum vinnumarkaði lendir i öðru skattþrepi sem þýðir skattahækkun og hætt er við því að einhverjum bregði víð nú í ágústmánuði.
Það atriði að hækka skatta í atvinnuleysi er ekki góð formúla nú sem nokkru sinni.
Frysting lána í fjármálastofnunum er gálgafrestur.
Greiðsluaðlögun til handa þeim verst settu komst á koppinn, þar sem fólk skyldi fyrir dómsstóla eftir að hafa farið gegn um Ráðgjafaþjónustu heimilanna, sem síðan á eða átti að breyta í Umboðsmann skuldara þar sem ekki þyrfti að ganga fyrir dómsstóla í slíku. Hef ekki séð það frumvarp verða að lögum en gæti hafa farið framhjá mér.
Allur hringlandaháttur í aðgerðum sem þessum er ekki af hinu góða.
Raunin er sú að fólkið í landinu kemur ekki auga á það sama og stjórnvöld þykjast hafa að gert.
Því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hafa komið til móts við skuldavandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólítísk leiksýning þingmannanefndar undir forystu VG ?
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Það er vægast sagt afar klaufalegt að þingmannanefnd sem skipuð hefur verið til þess að fara yfir Rannsóknarskýrslu um bankahrunið skuli hefja starf sitt með þvi móti að reyna að taka fram fyrir hendur dómsvalds í þessu tilviki vísa málum til ríkissaksóknara.
Ber einungis vott um það að þingmenn telji vald sitt svo mikið að þeir hinir sömu geti ekki metið þrískiptingu valds lengur sem er slæmt ekki hvað síst á tímum tilrauna til siðferðilegs uppgjörs.
Um leið setur þetta vanhæfisstimpil á nefnd þessa, því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ekki tilefni til rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Seðlabankastjóri flokksgæðingur Samfylkingar ?
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Varla verður öðruvísi á það litið en að núverandi Seðlabankastjóri sé sá sem forystuflokki í ríkisstjórn hafi þóknast að ráða í starfið.
Það atriði að Samfylkingarmaður Lára V. Júliusdóttir færi síðan fram hugmyndir i bankaráði um launahækkun í trássi við áður ákveðna formúlu ríkisstjórnarflokka,um það að engin hafi hærri laun en forsætisráðherra, verður áfram einkennilegt vægast sagt.
Hver átti frumkvæði að þessari hugmynd, um að snýst spurningin ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Samsæri um að hækka laun Más |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fólkið í umbótanefnd Samfylkingar.
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Gat ekki séð þá er sátu í þessari nefnd í fréttinni svo ég leitaði á heimasíðu flokksins og fann þær hinar sömu upplýsingar.
Þar kemur það fram.
"Ásgeir Beinteinsson skólastjóri, Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnsýslufræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur og Kolbrún Benediktsdóttir lögfræðingur fara með verkstjórn verkefnisins.
Flokksmenn hafa skipað tvo fulltrúa hvers kjördæmis í nefndina og hún er því skipuð samtals sextán einstaklingum. Fulltrúar kjördæmanna eru: Auður Styrkársdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Stefán Benediktsson frá Reykjavík. Steini Þorvaldsson og Steinunn Dögg Steinsen úr Suðvesturkjördæmi. Auður Ingólfsdóttir og Sveinn Allan Morthens úr Norðvesturkjördæmi. Hannes Friðriksson og Sandra Gunnarsdóttir úr Suðurkjördæmi. Ólafía Þ. Stefánsdóttir og Þorsteinn Arason úr úr Norðausturkjördæmi."
kv.Guðrún María.
![]() |
Umbótanefnd skilar af sér í október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samsæriskenningar og væl á ekki að vera einkenni forsætisráðherra landsins.
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Ennþá virðist Samfylkingin og ekki hvað síst formaðurinn, sjá Davíð Oddson enn i hverju horni, svo jaðrar við þráhyggju.
Það má einnig furðu sæta að forsætisráðherra beri á borð samsæriskenningar sem slíkar til varnar máli sínu.
Því til viðbótar virkar slíkt sem ámátlegt væl undan því að svara fyrir ráðstjórnina hvers eðlis sem er, sem þjóðin þarf ekki á að halda nú um stundir.
Getur það annars verið að það sem sameini Samfylkinguna sé argaþrasið út í Davíð Oddsson ?
Oft hefur mér fundist svo vera.
kv. Guðrún María.
![]() |
Pólitískt áhlaup á mig" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)