Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Styrkir til fátækra ?
Laugardagur, 10. apríl 2010
Senniega munu líta dagsins ljós áttatíu rannsóknir um fátækt þar sem niðurstaðan kann að koma til með að benda á tilögur til úrbóta sem kosta fjármuni, til viðbótar rannsóknastyrkjunum áttatíu.
Með öðrum orðum áttatíu aðilar hafa þar með styrki til starfa/ laun, við að rannsaka fátækt vegna Evrópuárs um slíkt.
Hvort til verði fjármunir til þess að fara að einhvers konar niðurstöðum úr einhvers konar rannsóknum af þessu tagi, skal ósagt látið.
Get ekki á mér setið að láta fylgja með gamalt ljóð úr skúffunni.
" Skilgreinda markmiðaflóðið "
"
Allt í einu lærðist oss,
að skilgreina.
Skilgreina og skilgreina,
flóðið vorra markmiða
er flýtur yfir oss.
Ó hve slíkt er dýrlegt hnoss,
skilgreind markmið, eins og foss.
flýtur yfir oss í kross.
Skilgreind er vor hamingjan,
afmörkuð er ánægjan.
í tölu samhengi.
Umhyggja í prósentum.
afmarkast af laununum,
er mæla hagvöxtinn.
Hagvöxtur til framtíðar,
hugmyndir til sparnaðar,
háleitt markmið sett á blað.
Sparnaðurinn sparar ei,
spekinganna bortnar fley,
auður ekki vex. "
GMÓ.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mikill áhugi á baráttunni gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frumskógarlögmál hins íslenska " markaðar "..... inn í bankann.
Föstudagur, 9. apríl 2010
Agaleysi samfélagsins varðandi að atriði að virða sett mörk, virðist hafa verið veg allrar veraldar í þessu efni sem öðru, en fátt kemur á óvart lengur í raun varðandi siðleysi viðskiptalífs sem flestir dásömuðu hægri vinstri meðan peningarnir voru taldir vaxa á trjánum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skeyttu engu um lánareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á lögreglan að rannsaka málið aftur fyrir Umhverfisstofnun ?
Föstudagur, 9. apríl 2010
Eitthvað finnst manni þetta inngrip Umhverfisstofnunar í þetta mál út úr kú, satt best að segja og ég hélt að slík rannsókn væri alfarið á verkssviði sýslumanns og lögreglu á svæðinu án afskipta annarra af þvi hinu sama.
Það er alltaf eitthvað nýtt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lögregla rannsaki akstur Top Gear |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lágmarkssektarupphæð fiskveiðistjórnunarlaganna var frá upphafi stórfurðuleg.
Fimmtudagur, 8. apríl 2010
Ef mönnum hefði nú einhvern tímann dottið í hug kjörtímabil eftir kjörtímabil að endurskoða sektarákvæði fiskveiðistjórnunarlaganna, þ.e, upphæðirnar,þótt ekki væri nema til mats á umfangi útgerða í ljósi upphæða til sektagreiðslu, þá væri það fínt.
En það hefur mönnum ekki dottið í hug ennþá, enda þingmenn með laun mánaðarlega sem nemur sektarupphæðinni nær öll árin.
Fiskveiðilöggjöfin er enn meingölluð á margan handanna máta, þar sem ýmislegt stangast hvert á annars horn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Dýr soðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á að fella niður bifreiðagjald, lækka gjald á bensíni og lækka tekjuskatt eða hvað ?
Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Ég segi NEI við vegtollum, við borgum nógu mikið af gjöldum nú þegar sem nota má og nýta til vegaframkvæmda, allt spurning um forgangsröðun verkefna.
Þessi ríkisstjórn sem nú situr hefur nú þegar náð því að hækka skatta með því móti að lengra verður ekki gengið í því efni, og nægir þar að nefna hækkanir sem varða bifreiðagjöld á síðasta ár sem ég hvet menn til þess að kynna sér, sem var offar skatttahækkana.
Vegtollar koma því ekki til greina.
kv.Guðrún María.
![]() |
Alfarið á móti vegtollum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Megi góður Guð vera með þeim sem eiga um sárt að binda vegna slysfara dagsins.
Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Ég votta þeim sem eiga um sárt að binda, mína dýpstu samúð.
Megi góður Guð styrkja og styðja.
kv.Guðrún María.
Ætlar núverandi ríkisstjórn að koma fram sem " the good guys " ?
Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Alveg væri það eftir núverandi stjórnvöldum að vekja enn frekari athygli á aðkomu Íslendinga að þessu máli með einhvers konar afsökunabeiðni, eftir dúk og disk.
Flokkar þeir sem nú sitja í ríkisstjórn landsins sögðu ekki orð á þeim tímapunkti sem þess var þörf á sínum tíma, en seinna var mál þetta notað og nýtt í pólítískum tilgangi að manni sýndist hér innanlands, og sá keimur er einnig af því hinu sama nú.
kv.Guðrún María.
![]() |
Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað með heimamenn, fá þeir engu að ráða ?
Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Það væri nú ekki úr vegi að ræða við heimamenn í Rangárþingi varðandi nafngiftina, en vonandi er ekki búið að setja einhvern starfshóp á fót nú þegar í þessu máli, þar sem ómögulegt er að segja hver hin endanlega mynd fella þessara verður.
Kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
![]() |
Starfshópur gefur nýja fjallinu nafn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Of mörg útköll á þennan stað ár hvert.
Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Vitundarleysi brennuvarga um það atriði að gera sér leik að sinuíkveikjum innan borgarmarkanna, hefur verið hér í þessu hverfi alltof oft.
Ég nefndi það um daginn að setja ætti upp myndavélar til þess að vakta svæði sem ekki fá að vera í friði fyrir þeim hinum sömu, og það er mín skoðun að nýta eigi þá hina sömu tækni til þess.
Það er ekki aðeins að íbúum í nágrenni séu ásköpuð óþægindi heldur er einnig um eyðileggingu á viðkvæmu gróðursvæði að ræða. Svæði sem er náttúruperla í miðri byggð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tökum náð á sinueldi í Setbergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ánægjulegt að sjá Ísólf Gylfa á heimaslóðum.
Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Óska Framsóknarmönnum í Rangárþingi eystra alls góðs í komandi sveitarstjórnarkosningum og fagna því að sjá Ísólf Gylfa á heimaslóðum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ísólfur Gylfi leiðir framsóknarmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |