Lagasetning á Alþingi og framkvæmd laga.

Nýjir þingmenn eru oft með hugann fullan af hugmyndum um nýja lagasetningu alls konar svo ekki sé minnst á tillögur að nefndum og nefndir ofan sem eiga að skoða hitt og þetta, með það að markmiði að smíða lög á lög ofan.

Við Íslendingar höfum verið of lengi við þá iðju að smíða alls konar lög sem í voru smáa samfélagi hafa verið eins konar hrærigrautur þegar við bætast reglugerðaheimildir ráðherra sem eru mismunandi á hverjum tímapunkti.

Magn laga er ekki það sama og gæði þróunar í einu þjóðfélagi fram á veg, því svo vill til að þau hin sömu lög þarf að vera hægt að framkvæma og orðaflóð fagurrra markmiða í formi laga er til lítils ef framkvæmdin er ekki fyrir hendi.

Sama máli gildir um skýr mörk laga og eftirfylgni aðila allra með þeim hinum sömu mörkum, þ.e, ekki nóg að hafa fjölda stofnanna sem skyldu eiga að sjá um framkvæmd laga ef Alþingi gengur ekki eftir þeirri hinni sömu framkvæmd í reynd.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband