ER það hagur ferðaþjónustu að horfa framhjá áhættuþáttum ?

Ég er nær orðlaus yfir gagnrýni á Ólaf Ragnar varðandi það atriði að ræða mögulegt Kötlugos, hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að hægt sé að sleppa hluta sannleikans til handa umheiminum bara til að ná ferðamönnum inn í landið ?

Hvað með mat á áhættuþáttum sem hvoru tveggja hljóta og verða að koma til sögu í kjölfar þess sem nú þegar hefur til orðið.

Einu sinni er allt fyrst og það sem ekki hefur gerst síðustu tvö hundruð ár hefur gerst núna og ef mönnum dettur í hug að við getum bara þagað það í hel til þess að selja inn fyrir ferðamenn, þá hygg ég að menn séu á verulegum villigötum.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfði á þýskann þátt á ARD í fyrrakvöld og þar var þýskur jarðfræðingur sem sagði nákvæmlega það sama og forseti vor. Hann sagði reyndar líka að ef fólk færi í frí á eldfjallaeyju væri alltaf hægt að búast við gosi og að Katla hefði getað gosið í fyrra eða hitteðfyrra, og að kannski kæmi hún á næstunni... eða næsta ár.

Ég held að sjónvarpsstöðvar um allann heim séu með þessar sömu fréttir, hver á sínu tungumáli. Hvað skal gera? Sauma fyrir munninn á öllum jarðfræðingum plánetunnar? Þetta er ekki eitthvað sem Ólafur einn hefur sagt, heldur er þetta aðal umræðuefnið á allri plánetunni þessa dagana.

anna (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband