Huggun harmi gegn.

Það eru góðar fréttir að eldurinn sé kominn upp í raun því við það minnkar mögulegt öskufall á svæðinu sem aftur hefur mikið með það að gera, hvernig verður hægt að takast á við þær afleiðingar sem nú þegar eru til komnar.

Styðja þarf bændur undir Eyjafjöllum svo mest sem verða má í því efni en svæðið er mikið framleiðslusvæði matvæla hér á landi og á sinum tíma ræktuðu bændur undir Eyjafjöllum upp Skógasand til fóðurframleiðslu en heyskapur á þessu stærsta túni landsins var sérstakur þar sem auðveldara var að þurrka hey en áður hafði þekkst með þess tíma aðferðum.

Hver veit nema sú vinna við það hið sama kunni að nýtast bændum í dag eftir þessar hamfarir þar sem sandurinn stendur ögn hærra en hluti af lendum bænda vestar á svæðinu.

Ég bið fyrir Eyfellingum og sveitinni milli sanda, og veit að von, trú og kærleikur mun sigra alla vegu mannsins, hvarvetna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Breytist í hraungos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, æfinlega !

Tek undir; með þér. Eyfellingar; sem og aðrir frændur okkar, þar eystra eiga einungis allt gott skilið, í þeim hremmingum, hverjar yfir þá ganga.

Rangárþing; er burðarás Sunnlenzkra byggða - og hefir verið, frá öndverðu, að Árnesingum og Skaftfellingum ólöstuðum. 

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband