Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Óþarfar blaðurssamkomur fjármálaráðherra á þvælingi um heiminn.
Laugardagur, 24. apríl 2010
Nú á að poppa upp trú á mörkuðum með yfirlýsingum allra handa, um hitt og þetta ef ég þekki rétt.
Mér er óskiljanlegt að fundir sem þessir séu nokkuð annað en flakk og fundabruðl með fjármuni ríkja þar sem fjármálaráðherrar hittast og skrafa saman semja einhverja moðsuðu sem yfirlýsingu án þess að nokkur skilgreindur árangur sé að slíku tilstandi í raun.
kv.Guðrún María.
![]() |
Efnahagsbatinn hraðari en búist var við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ónýtur varnargarður við Svaðbælisá í mörg ár.
Laugardagur, 24. apríl 2010
Svaðbælisáin sem skemmdi túnin á Önundarhorni, átti hér einu sinni varnargarða sem voru í lagi en það er langt síðan að þeir hinir sömu hafa verið með þvi móti sem vera skyldi, því miður.
Ekki er langt síðan ég ræddi um þetta atriði hér á mínu bloggi og hefi svo sem gert áður einnig, en áin hefur flotið upp og skemmt veg og tún í klakaböndum vegna þess að varnargörðum hefur ekki verið viðhaldið sem skyldi.
Vonandi gengur vel að hreinsa túnin á Önundarhorni en tjónið er tilfinnanlegt og Sigurður bóndi á samúð mína alla í því efni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Byrjað að hreinsa tún |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fellið heitir Lambafell.
Föstudagur, 23. apríl 2010
Bara að leiðrétta agnar ögn í þessari frétt, sem er annars fróðleg varðandi þykkt öskulags undir Eyjafjöllum.
Annars gaman að sjá myndir af blessaðri Seljavallalauginni, þar sem liggja nú ansi mörg fótspor æskunnar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Þykkasta öskulagið norðan Seljavalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur bankakerfið minnkað fyrir tilstuðlan Alþjóða gjaldeyrissjóðsins ?
Föstudagur, 23. apríl 2010
Það er nú alltaf jafn sérkennilegt að sjá stofnanir hrósa sjálfum sér eins og hér virðist vera á ferð, en það atriði að íslenskt bankakerfi hafi minnkað hefur ekki verið í sjónmáli til handa landsmönnum enn sem komið er, sem heitið geti.
Við höfum enn sama magn af fjármálastofnunum í voru þrjú hundruð þúsund manna samfélagi.
Hvað þá að það atriði að komið hafi verið í veg fyrir efnahagshrun, sé reyndin, þvert á móti mætti segja að nákvæmlega nú sé íslenskt hagkerfi nær staðnað fyrir tilstuðlan skattahækkana á almenning í landinu, með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
kv.Guðrún María.
![]() |
Komið í veg fyrir efnahagshrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur ekki vitað um rannsóknarskýrsluna.
Föstudagur, 23. apríl 2010
Sennilega hefur Gaddafi ekki verið kunnugt um útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis hér á landi, og hugsanlega gæti það eitthvað sett strik í reikning ályktana hvers konar.
Honum hefur ef til vill heldur ekki verið kunnugt um " efnahagslegt öskufall " fjölmiðla eftir að bankar féllu hér á landi, þar sem hver óráðsían á fætur annarri var allt í einu dregin fram þar sem allt var áður í lukkunnar velstandi samkvæmt sömu fjölmiðlum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Öskuskýið var heilög refsing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldfjallavísitalan !
Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Einu sinni er allt fyrst og nú hafa menn tekið til við að meta áhrif eldgosa á hlutabréfamarkaðinn, hvað annað ?
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Eins gott að hafa tiltækar gervihnattamyndir af gosmekki
kv. Guðrún María
![]() |
Áhrif eldgosa á markaði gætu orðið veruleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleðilegt sumar.
Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Framtíð Íslands byggist á samvinnu um málefni ofar mönnum og flokkum.
Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Það þarf samvinnu um að byggja upp betur virkt ,samhæft stjórnkerfi hins opinbera, á öllum sviðum, sem er í sambandi við þá aðila er setja lög í landinu hjá ríki og sveitarfélögum.
Það þarf samvinnu um forgangsröðun samfélagsverkefna millum allra starfandi flokka í landinu, þar sem umugsun um heildaryfirsýn er markmiðið.
Það þarf samvinnu á samvinnu ofan um það atriði að hefja stjórnmálin upp úr skotgröfum flokka á flokk og hefja málefnin ofar mönnum og flokkum og virkja lýðræðislegar meirihlutaákvarðanir um meginmál hvers konar.
Samvinna byggist á því að sem flestir komi að málum, i starfi flokka við stjórnmálaþáttöku hér á landi og saman vinnum við þjóð vora út úr vanda þeim sem við er að etja.
kv.Guðrún María.
Mótmæli við flokksskrifstofur og Alþingi eru réttlætanleg, annað ekki.
Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Ég get ekki séð tilgang mótmæla við heimili fólks sem tekur þátt í stjórnmálum, því miður þar tel ég tilgang ekki helga meðalið, nema síður sé, nákvæmlega sama hvaða flokki viðkomandi tilheyrir.
Reiði fólks er skiljanleg en í Guðanna bænum látið þá hina sömu reiði í ljós utan friðhelgi heimila fólks, sem tekur þátt í stjórnmálum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mótmælt við heimili þingmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Súpueldhús við sundstaði ?
Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Þegar svo er komið í einu samfélagi að fólk hefur vart til hnífs og skeiðar, er sund vart það fyrsta sem viðkomandi myndi taka sér fyrir hendur þótt vissulega verði að telja það jákvætt að veita þeim aðgöngu ókeypis sem hafa tapað atvinnu í borginni.
ER ekki kominn tími til þess að setja á fót súpueldhús hér á landi af hálfu hins opinbera ríkis og sveitarfélaga ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Atvinnulausir fá frítt í sund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |