Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Engin atvinnugrein var eins ofþanin.
Laugardagur, 13. mars 2010
Því miður er það þannig að allt sem fer of hátt upp, fellur einnig niður og það á við um allan þann mikla hamagang í byggingastarfssemi hér um höfuðborgarsvæðið allt.
Það mátti hverjum manni ljóst að vera að sú hin mikla ofþensla sem þar var á ferð gæti ekki orðið til staðar endalaust.
kv.Guðrún María.
Engin atvinnugrein með meiri samdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bókhaldsbrellur bankanna, og lán viðskiptavina.
Laugardagur, 13. mars 2010
Það er náttúrulega fint að afskrifa fyrirfram útlán að hluta til, millum gömlu bankanna annars vegar og þeirra nýju og rukka viðskiptavini síðan um heildarupphæð eigi að síður, svo fremi að ég skilji þetta rétt.
Afar fróðlegt.
kv.Guðrún María.
Ekki má gera ein mistök að stórtjóni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áhrif fjölmiðla og fréttamat á frásagnir af fjármálaskandölum eingöngu.
Föstudagur, 12. mars 2010
Það hefur verið afar athyglisvert að fylgjast með frásögnum fjölmiðla og toppfréttum hverju sinni undanfarið rúmt ár eða frá efnahagshruninu og falli bankanna.
Meira og minna hafa flest allir fjölmiðlar þar með talið ríkisfjölmiðlarnir verið í eins konar samkeppni um að yfirtoppa frásagnir af fjármálaóráðsíu alls konar sem matreitt hefur verið á hina ýmsu vegu til handa þjóðinni, líkt og slíkt fréttaefni gæti gengið ár eftir ár sem toppfréttir.
Þvílíkt og annað eins magn af toppfréttum neikvæðni hefur sjaldan áður verið birt alþjóð í einu lagi.
Sé rúllað til baka fyrir hrunið og skoðað hvaða toppfréttir þá voru til staðar þá var þar um að ræða endalausar fréttir af hinni miklu útrás íslenskra fyrirtækja um veröld víða og hlutabréfagengi allra handa.
Ofmat fjölmiðlamanna á frásagnir af peningamálum er þvi algjört á hvorn bóginn sem er og með ólíkindum að almenningur í landinu skuli ekki hafa gagnrýnt fjölmiðlana fyrir vikið.
Ef grannt er skoðað þá gagnrýna ákveðnir fjölmiðlar auðvitað ekki eigendur sína sem nokkru nemi en tala um alla aðra en þá sem töpuðu peningum í hruninu eins fáránlega og það nú kemur fyrir.
Hafi fjölmiðlamenn ekki áttað sig á því að slíkt magn af einhliða frásögnum hefur fyrir löngu yfirtoppað sig eftir þjóðfélagsbreytingar þar sem atvinnuleysi er komið til staðar þá er tími kominn fyrir menn að átta sig á því hinu sama.
Vissulega er við stjórnvöld að sakast varðandi áhorf allt of lengi á eitt mál innan raða Alþingis en fjölmiðlamenn eiga að geta greint þar á milli.
Magn jákvæðni í fréttaflutningi þarf nefnilega aldrei að vera meira en þegar harðnar á dalnum efnahagslega í einu þjóðfélagi, til þess að byggja upp bjartsýni í einu þjóðfélagi.
kv.Guðrún María.
Viljayfirlýsing !
Föstudagur, 12. mars 2010
Hver verður framkvæmd á " viljayfirlýsingu " millum ríkis og sveitarfélaga varðandi þetta atriði ?
Í mínum huga þarf eitthvað annað en námskeið að koma til sögu varðandi ungt fólk í atvinnuleysi og sjálf hefði ég viljað sjá samninga af hálfu ríkis og sveitarfélaga við atvinnulífið og fyrirtækin um starfsþjálfun í stað námskeiða.
kv.Guðrún María.
Námskeið fyrir ungt atvinnulaust fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Raunsönn mynd af ástandinu.
Föstudagur, 12. mars 2010
Því miður er það sem Margrét lýsir hér nokkuð raunsönn mynd af andvaraleysi sem einkennt hefur athafnir allar gagnvart ákvarðanafælni sitjandi ráðamanna um að taka á því ástandi sem við blasir.
Jafnframt er það stórnauðsynlegt að áminna stjórnmálamenn um hinn heimskulega Hrunadans vinsældanna, sem hefur verið allt of áberandi í stjórnmálum síðustu áratugi og allt til dagsins í dag, þar sem menn vísa frá sér ábyrgð ákvarðanatöku í nefndir á nefndir ofan til þess að skýla sér bak við.
kv.Guðrún María.
Fyrr frýs í Hel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hnignun Evrópusambandsins.
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Varla dettur nokkrum manni í hug að það atriði að stofna annan sjóð til viðbótar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem hluti Esb þjóða er stofnaðili að, komi til með að bjarga einhverju á Evrusvæðinu.
Raunin er sú að meint stærðarhagkvæmni sambandsins sem einingar á tímum niðursveiflu er ef til vill umfangsmeiri en einstakra ríkja er standa utan þess, sem aftur hlýtur að leiða til hningnunar eðli máls samkvæmt.
kv.Guðrún María.
Munu skoða hugmynd um Gjaldeyrissjóð Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umboðsmaður sjúklinga er nauðsynlegur í hinum umfangsmiklu heilbrigðiskerfum.
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Samtökin Lífsvog sem barist hafa fyrir hagsmunum þolenda meintra læknamistaka hér á landi hafa margsinnis bent á nauðsyn þess að koma á fót umboðsmanni sjúklinga sem hefði það á verksviði sínu að kynna yfirvöldum upplýsingar um mál er berast með tilliti til úrbóta.
Alls staðar þarf aðhald einnig á sviði lækninga, þar sem endurmat þarf að byggjast á því að geta lært af mistökum er verða en tilhneigingin til þess að annað hvort vernda orðspor samstarfsmanna ellegar halda uppi heiðri stofnanna, skyldi aldrei verða á kostnað sjúklinga.
kv.Guðrún María.
Þora ekki að tilkynna mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttmæt gagnrýni.
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Það er afskaplega lélegt ef nýtt fjölmiðlafrumvarp inniheldur ekkert um eignarhald og ákveðinn aulaháttur af hálfu ríkisstjórnar að sleppa því hinu sama atriði ef á annað borð er verið að smíða löggjöf í þessu efni.
Jafnframt er það óviðunandi staða að ríkisútvarpið keppi á auglýsingamarkaði ásamt því að fá nefskatt til viðbótar per landsmann.
kv.Guðrún María.
Ekki tekið á eignarhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óska bændum í Ytri-Skógum, til hamingju með kvíguna.
Miðvikudagur, 10. mars 2010
Vonandi verður kálfurinn að gjöfugri mjólkurkú er fram líða stundir, með fjölda afkvæma.
kv.Guðrún María.
Risakálfur undir Eyjafjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinir meintu vinstri flokkar Samfylking og Vinstri Grænir, hver er staða þeirra í íslenskum stjórnmálum ?
Miðvikudagur, 10. mars 2010
Ég held það sé ágætt að velta ögn fyrir sér stöðu flokka varðandi tilgang og markmið á stjórnmálasviðinu í þessu tilviki þeirra flokka er sitja við stjórnvölinn.
Hvers vegna tókst ekki að sameina vinstri öflin í einn flokk ?
Jú sennilega vegna þess að hluti manna ákvað að ganga fram undir sérstöðu sem tilheyrði sérstaklega ákveðnum öfgum er varðar umhverfisvernd, ásamt því að hluti manna var ekki tilbúin til þess að samsama sig þeirri markaðshyggju er þá var allsráðandi um tíma.
En hvernig var Samfylkingin byggð upp ? Mitt svar er það að Samfylkingin á fyrstu árum byggðist upp varðandi það atriði að sleppa því alveg að taka afstöðu í umdeildum málum í þjóðfélaginu en beindi ómálefnalegri gagnrýni að leiðtogum þáverandi valdhafa í rikum mæli. Sem dæmi var flokkur þessi nær skoðanalaus um fiskveiðistjórnun árið 2003 og einnig 2007, en hafði allt í einu skoðun árið 2009. Gagnrýni flokksins á fjármálaumhverfið hér á landi fyrir hrun var lítil sem engin. Eina sérstöðumál flokksins var innganga í Evrópusambandið.
Öðru máli gegnir um Vinstri Græna, varðandi gagnrýni á fjármálaumhverfið, og markaðshyggjuna, en sá flokkur tók hvað mestan þátt í slíku áður en hann settist í ríkisstjórn, en skoðun á umbreytingum á fiskveiðistjórnun var hins vegar ekki að finna í neinum mæli í fórum þess flokks, heldur andstöðu við virkjanir með vatnsafli og verndun náttúru allra handa af vissum öfgatoga að hluta til.
Að hluta til hafa báðir flokkarnir einskorðað sig við þröngt sjónarhorn og annar án málefnalegrar sérstöðu utan áhuga á Evrópusambandinu sem hinn flokkurinn samþykkti að undirgangast við þáttöku í ríkisstjórn gegn eigin flokksstefnu.
Við það að setjast í valdastóla hafa forystumenn báðir gamalreyndir í pólítík ekki vílað fyrir sér að samþykkja endalausar álögur á landsmenn í niðursveiflu eins samfélags, svo mjög að furðu sætir og stór spurning hvaða efnahagsráðgjafa núverandi ríkisstjórn hafi meðferðis í því efni, því auknar skattálögur í atvinnuleysi eru óraunsæi sitjandi valdhafa í raun varðandi innkomu í ríkiskassann.
Skortur á yfirsýn og sambandsleysi við fólkið í landinu hefur einkennt stjórnarfarið, frá valdatöku þar sem almenningur í landinu hefur sem aldrei fyrr upplifað andvaraleysi um forgangsröðun verkefna.
Nú síðast ákváðu leiðtogar flokkanna að vanvirða þjóðaratkvæðagreiðslu sem framkvæmd var af hálfu þeirra hinna sömu samkvæmt stjórnarskrá, eftir synjun forseta og málskoti til þjóðarinnar.
Það kann að reynast dýrkeypt afstaða fyrir báða þessa flokka til framtíðar litið.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)