Hinir meintu vinstri flokkar Samfylking og Vinstri Grænir, hver er staða þeirra í íslenskum stjórnmálum ?

Ég held það sé ágætt að velta ögn fyrir sér stöðu flokka varðandi tilgang og markmið á stjórnmálasviðinu í þessu tilviki þeirra flokka er sitja við stjórnvölinn.

Hvers vegna tókst ekki að sameina vinstri öflin í einn flokk ?

Jú sennilega vegna þess að hluti manna ákvað að ganga fram undir sérstöðu sem tilheyrði sérstaklega ákveðnum öfgum er varðar umhverfisvernd, ásamt því að hluti manna var ekki tilbúin til þess að samsama sig þeirri markaðshyggju er þá var allsráðandi um tíma.

En hvernig var Samfylkingin byggð upp ? Mitt svar er það að Samfylkingin á fyrstu árum byggðist upp varðandi það atriði að sleppa því alveg að taka afstöðu í umdeildum málum í þjóðfélaginu en beindi ómálefnalegri gagnrýni að leiðtogum þáverandi valdhafa í rikum mæli. Sem dæmi var flokkur þessi nær skoðanalaus um fiskveiðistjórnun árið 2003 og einnig 2007, en hafði allt í einu skoðun árið 2009. Gagnrýni flokksins á fjármálaumhverfið hér á landi fyrir hrun var lítil sem engin. Eina sérstöðumál flokksins var innganga í Evrópusambandið.

Öðru máli gegnir um Vinstri Græna, varðandi gagnrýni á fjármálaumhverfið, og markaðshyggjuna, en sá flokkur tók hvað mestan þátt í slíku áður en hann settist í ríkisstjórn, en skoðun á umbreytingum á fiskveiðistjórnun var hins vegar ekki að finna í neinum mæli í fórum þess flokks, heldur andstöðu við virkjanir með vatnsafli og verndun náttúru allra handa af vissum öfgatoga að hluta til.

Að hluta til hafa báðir flokkarnir einskorðað sig við þröngt sjónarhorn og annar án málefnalegrar sérstöðu utan áhuga á Evrópusambandinu sem hinn flokkurinn samþykkti að undirgangast við þáttöku í ríkisstjórn gegn eigin flokksstefnu.

Við það að setjast í valdastóla hafa forystumenn báðir gamalreyndir í pólítík ekki vílað fyrir sér að samþykkja endalausar álögur á landsmenn í niðursveiflu eins samfélags, svo mjög að furðu sætir og stór spurning hvaða efnahagsráðgjafa núverandi ríkisstjórn hafi meðferðis í því efni, því auknar skattálögur í atvinnuleysi eru óraunsæi sitjandi valdhafa í raun varðandi innkomu í ríkiskassann.

Skortur á yfirsýn og sambandsleysi við fólkið í landinu hefur einkennt stjórnarfarið, frá valdatöku þar sem almenningur í landinu hefur sem aldrei fyrr upplifað andvaraleysi um forgangsröðun verkefna.

Nú síðast ákváðu leiðtogar flokkanna að vanvirða þjóðaratkvæðagreiðslu sem framkvæmd var af hálfu þeirra hinna sömu samkvæmt stjórnarskrá, eftir synjun forseta og málskoti til þjóðarinnar.

Það kann að reynast dýrkeypt afstaða fyrir báða þessa flokka til framtíðar litið.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband