Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Sanngjarnt og eðlilegt.

Þessi tillaga hlýtur að fá hljómgrunn hjá yfirvöldum er ákvarðanir taka, einungis vegna þess að hluti íbúa á landinu er greiðir skatta jafnt öðrum og býr á eyju, á rétt á því að sanngirni sé gætt varðandi gjaldtöku af samgöngum í samfélagsþjónustu á landi uppi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja gangagjald í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld sjái sóma sinn í því að koma samningum við lögreglumenn í höfn.

Lögregla hér á landi á heiður skilið fyrir sín störf, nú við enn erfiðari aðstæður en oft áður hér á landi þar sem þjóðfélagsástand niðursveiflu eins samfélags, hefur ýmsar birtingarmyndir þar sem hugsanleg aukin glæpatíðni er til staðar ásamt baráttu af nýjum toga við alþjóðlega glæpahringi, til viðbótar við venjubundin verkefni.

Stjórnvöld hvoru tveggja þurfa og verða að sjá sóma sinn í því að semja við þá aðila er bera hitann og þungann af því að standa vörð um siðgæði í einu samfélagi og það eins og skot.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Kunna lögreglumenn að mótmæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármunir fari i heilbrigðisþjónustu í stað forsjárhyggjufjölmiðlastofu.

Getur það verið að Blaðamannafélagið sitji þegjandi hjá varðandi það atriði að ríkið ætli að setja á fót einhverja fjölmiðlastofu ?

Það er löngu tímabært að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi á tímum niðurskurðar og fresti áformum um nýjar ríkisstofnanir hvers eðlis sem eru, svo ekki sé minnst á meint tilgangsleysi í þessu efni.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ríkisstjórnin áformar nýjar ríkisstofnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannauðsstjóri Ruv ????????

Hvaða hlutverki gegnir mannauðsstjóri Ríkisútvarps ?

Það hefur alveg farið framhjá mér að þessi staða sé til, hvað þá að ég geti gert mér í hugarlund hvaða hlutverki sú hin sama staða á virkilega að gegna innan þeirrar hinnar sömu stofnunar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hundrað umsóknir um tvö störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir umboðslausu forkólfar ríkisstjórnarinnar, hafa vanvirt þjóðina.

Jóhanna og Steingrímur höfðu EKKERT umboð til samninga eftir að máli hafði verið vísað í þjóðaratkvæði EKKERT, það hefi ég margrætt um.

Þessir tveir ráðamenn hafa orðið uppvísir að vanvirðu við þjóðina og í raun gengið í orði kveðnu gegn stjórnarskrá með yfirlýsingum sínum um að taka ekki mark á þjóð sinni sem þeim hinum sömu bar og ber að gera.

Það eitt er hvoru tveggja skömm og hneisa til handa kjörnum stjórnmálamönnum á Alþingi Íslendinga.

Að mínu viti hafa þessir ráðamenn sjálfkrafa dæmt sig úr leik við frekari samningagerð fyrir hönd þjóðarinnar, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kosningarnar ljúka ekki málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningarétturinn er grundvöllur lýðræðisins.

Ég tek innilega undir orð forsetans varðandi það atriði að kosningarétturinn sé helgasti réttur hvers manns, og grundvöllur lýðræðisamfélagsins.

Ég hygg að sú hin sama vitund sé afskaplega rík hjá okkur Íslendingum, sem birtist í því að við höfum okkur til þegar við mætum á kjörstað hverju sinni til kosninga, en með því móti sýnum við virðingu okkar fyrir því hinu sama fyrirkomulagi.

Forsenda lýðræðis er opinská umræða hvarvetna í hverjum einasta flokki sem er í stjórnmálum, þar sem niðurstaða í málum öllum er leidd til lykta með kosningu, þannig að sátt ríki millum ólikra sjónarmiða.

Við skyldum virða þessa aðferð svo mest sem við megum því eitt er að eiga lýðræðislegt fyrirkomulag en annað að hafa það ekki, eins og við lýði er of víða enn í veröld vorri.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hefur brotið blað með því að vísa máli til þjóðarinnar og á hann heiður skilið fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn landsins að athlægi á alþjóðavísu ?

Forsætisráðherra segir eigin lagasetningu sem forseti synjaði staðfestingar, nú úrelta og ætlar ekki að mæta á kjörstað til þáttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Fjármálaráðherra veit ekki hvað hann ætlar að gera í þessu sambandi.

Sömu aðilar knékrupu fyrir hinum lýðræðislega rétti landsmanna í fyrra skipti er forseti synjaði lögum staðfestingar en þá voru þeir ekki við stjórn landsins. Nú gegnir allt öðru máli greinilega.

Að öllum líkindum munu erlendir blaðamenn því verða vitni að hinu stórheimskulega flokksræði hér á landi, þar sem menn berja hausnum við steininn án þess að viðurkenna heiðarlega vankanta á eigin aðferðafræði.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannarlega ámælisverð vinnubrögð stjórnvalda að vanvirða lýðræðið.

Á hverjum einasta tíma skyldi hver kjörinn stjórnmálamaður aldrei kasta steinum úr glerhúsi varðandi það atriði að vanvirða það sama lýðræði og viðkomandi hefur notið brautargengis af sem kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga, breytir þar engu hvort um er að ræða stjórn eða stjórnarandstöðu.

Forseti HEFUR HEIMILD SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁ að vísa málum til þjóðarinnar og viðkomandi ríkisstjórn hver sem hún er má gjöra svo vel að una því hinu sama, rétt eins og viðkomandi unir eigin kjöri til þings í umboði lýðræðis í landinu.

Að forsætisráðherra láti frá sér fara ummæli um það að þjóðaratkvæðagreiðsla sé " markleysa " er pólítískt mat viðkomandi sem ekkert erindi á til almennings sem ummæli í krafti stöðu viðkomandi sem forsætisráðherra er framkvæmir slíka atkvæðagreiðslu sem stjórnvald í landinu á þeim tímapunkti.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Furðar sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt að yfirfara aðgerðaáætlanir Almannavarna, varðandi Eyjafjallajökul.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið segir máltækið, og gott að vita að menn fundi og fari yfir áætlanir væntanlega, varðandi mögulega gosvirkni i Eyjafjallajökli.

Í framhaldinu hljóta menn að halda fundi og upplýsa íbúa á svæðinu um mögulega þróun mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Funda vegna skjálfta undir Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri flokkarnir voru ekki stjórntækir, við stjórn landsmála, því miður.

Það er alveg sama hvort um er að ræða Samfylkingu eða VG, forkólfum beggja flokka hefur ekki tekist að eygja sýn á þau mál sem forgangsmál sem eitt þjóðfélag, hefur þurft á að halda á tímum efnahagslegrar niðursveiflu í einu samfélagi.

Umsókn um Esb var út úr korti.

Icesavemálið gat aldrei verið afgreitt í umræðustjórnmálastíl, aldrei. Tími sá er tekin var við afgreiðslu þessa máls af störfum þings er óásættanlegur á kostnað annara mála hér innanlands.

Innbyrðis deilumál einnar ríkísstjórnar, endalaust vandamálagallerí með afsögn ráðherra m.a.

Vinstri forsjárhyggja aukins ríkisbúskapar með skattahækkunum í atvinnuleysi er og verður furðuleg formúla til lengri tíma litið.

Flokkarnir tveir þarfnast naflaskoðunar við.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Viðræður geta haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband