Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Samvinna á forsendum kærleikans mun færa okkur fram á veg.
Þriðjudagur, 16. mars 2010
Hvarvetna í voru samfélagi er vitund fyrir umbreyttu þjóðfélagi hér á landi þar sem fjöldi manns hefur tapað atvinnu og hluti manna lækkað í launum. Það þýðir verulega umbreytingu á högum manna sem aftur þýðir að endurskipuleggja flest alla hluti að nýju frá því sem var.
Saman getum við unnið okkur út úr vandanum og forsenda samvinnu er virðing gagnvart ólíkum sjónarmiðum þar sem þekking okkar á kærleikanum kemur við sögu.
Kærleikurinn umber allt, og nærir sálina. Hann er að finna allt frá því smæsta upp í það stærsta.
Í brosi frá þeim er maður mætir á förnum vegi,
í hlýju faðmlagi,
í því að hlusta og veita skilning,
í því að gera aðeins meira en venjulega til að létta undir þar sem þarf,
í því að leita trúar, sem gefur von sem gefur kærleika, og mér sjálfri hefur um margra ára skeið verið það lyf er lífsins græðir sárin með bænum að kveldi dags.
í öllu því sem við upplifum skyldum við ætíð finna ljósu punktana, sem örlar fyrir, ef grannt er að gáð.
kv.Guðrún María.
Margir eiga um sárt að binda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað ætti að koma fram í þessari skýrslu sem við vitum ekki nú þegar ?
Þriðjudagur, 16. mars 2010
Fjölmiðlar hafa drekkt almenningi í landinu í fréttum af fjármálaskandalíseríngum allra handa rúmt ár, og því get ég ekki alveg séð hvað skýrsla þessi komi til með að bæta við í þvi efni.
Varðandi það atriði að menn verði á einhvern hátt dregnir til ábyrgðar sinni ákvarðanatöku frekar en fyrri daginn , fæ ég ekki séð, þar sem skipta þyrfti út stórum hluta alþingis í því efni.
Svo má einnig spyrja, þarf allt að hrynja til grunna til þess að menn stofni rannsóknarnefndir ?
kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
Hrunskýrslu beðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Populismaupphlaup félagsmálaráðherra.
Þriðjudagur, 16. mars 2010
Get ekki betur séð en félagsmálaráðherra hafi hlaupið apríl fyrirfram varðandi hinn meinta vilja til þess að taka á rándýrum bílalánum allt í einu eins og þruma úr heiðskíru lofti andvaraleysis einnar ríkisstjórnar.
Framkoma ráðherra í Kastljósinu var ekki til þess að færa rök fyrir máli þessu nema síður sé.
kv.Guðrún María.
Lán dýrra bíla afskrifuð mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki ríkisstjórnarflokkum VG og Samfylkingar að þakka að umræða hafi skilað árangri.
Mánudagur, 15. mars 2010
Hinn pólítíski loddaraháttur flokksræðisins lætur ekki á sér standa og nú keppast menn um að reyna að túlka niðurstöður ákvörðunar forsetans sér í hag.
Ögmundi væri nær að þakka Framsóknarflokknum fyrir andstöðu við málið á Alþingi í raun en auðvitað mun það ekki gerast, þar sem um annan stjórnmálaflokk er að ræða.
kv.Guðrún María.
Umræða um Icesave skilað árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það vantar NÝJA VERKALÝÐSHREYFINGU á Íslandi.
Mánudagur, 15. mars 2010
Hluti þeirrar stöðu sem íslenskt samfélag á við að búa í dag er vegna handónýtrar verkalýðshreyfingar sem hefur steingleymt tilgangi sínum, varðandi varðstöðu um hagsmuni launamanna, sem hafa verið seldir á torg markaðstækifæra sem braskvara, til þess að lífeyrirsjóðir gætu gamblað í áhættufjárfestingum fram og til baka um víðan völl.
Samkrull pólítíkur og verkalýðshreyfingar hefur verið á þann veg að stjórnmálamenn hafa ekki þorað að anda á verkalýðshreyfinguna, og verkalýðshreyfingin hefur ekki andað á stjórnmálamenn, enda þessi hreyfing stökkpallur manna oftar en ekki í pólítik.
Þrátt fyrir margvísleg mótmæli í voru samfélagi hefur ASÍ ekki lyft litla fingri til þess arna og í ljósi þess er vel sýnilegt hve máttlaust afl til handa launamönnum hér á landi er á ferð, því miður.
kv.Guðrún María.
Gagnast ekki þeim verst settu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru bílarnir mikilvægari en heimilin ?
Mánudagur, 15. mars 2010
Afskaplega er það sérstakt ef ríkisstjórnin ætlar að hefja sértækar aðgerðir varðandi bílalánin, meðan ekkert hefur verið að gert varðandi lán til íbúðarhúsnæðis sem margfaldast hefur.
Hvar er forgangsröðunin ?
kv.Guðrún María.
Óttast ekki lögsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smjörklípuaðferð stjórnvalda.
Sunnudagur, 14. mars 2010
Umboðsmenn hinna ýmsu hagsmuna eru góðir og gildir en varðandi þá skuldastöðu sem heimili í landinu eru í, mun embætti þetta ekki verða til þess að laga þar nokkurn hlut á þeim tíma sem þarf til þess hins arna.
Það er því allt að því fáránlegt að auka útgjöld hins opinbera ofan á allar stórkostlegar skattahækkanir sem þessi ríkisstjórn hefur komið í gang, með það að markmiði að taka á skuldavanda.
kv.Guðrún María.
Umboðsmaður skuldara stofnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinar endalausu deilur um fiskveiðistjórn hér við land.
Laugardagur, 13. mars 2010
Oftar en ekki hefur það verið raunin að hið ýmsa regluverk sem smíðað er um fiskveiðistjórn virkar ekki í raun, og alls konar endalaus flókindi hafa sannarlega komið við sögu.
Handapatatilraunir til umbreytinga hefur verið að finna af hálfu sitjandi ráðamanna án þess þó að þeir hafi fest fingur á umbreytingum kerfisfyrirkomulagsins í heild, sem aftur gerir stöðu jafnvel enn verri en ella.
Deilurnar um fiskveiðikerfið og alls konar endalausar mismunandi hugmyndir manna um " hina einu réttu leið " þar sem hver hefur sína sérskoðun er í minum huga orðið þreytt umræðuefni.
Afnema þarf framsal og leigu aflaheimilda og gjaldtaka af veiddum fiski en ekki óveiddum skal og skyldi vera forsenda breytinga hvers konar til framtíðar litið, flóknara er það ekki.
kv.Guðrún María.
Gullkarfi eða djúpkarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármálaráðherra með mismunandi lánaflokka bankanna í handraðanum....
Laugardagur, 13. mars 2010
Það er greinilegt samkvæmt þessu viðtali að ráðherrann hefur verið með nefið ofan í millifærslu gömlu bankanna til þeirra nýju, að heyra mátti.
Ekki fáum við frekar en fyrridaginn að vita of mikið, en ... semsagt ríkisstjórnin er með nýjar aðgerðir á prjónunum og afar fróðlegt verður að vita í hverju þær hinar sömu aðgerðir eru fólgnar.
Ef til vill enn ein skuldbreyting í fjármálastofnunum, sem kostar væntanlega eitthvað, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
Njóta heimilin afskriftanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hve mikið höfðu brauðin hækkað og hve mikið lækka þau ?
Laugardagur, 13. mars 2010
Það hefði nú verið fínt að fá verðdæmi um hve mikið brauðin hefðu hækkað og hve mikið þau koma til með að lækka.
kv.Guðrún María.
Myllan lækkar verð vegna gengisbreytinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |