Hnignun Evrópusambandsins.

Varla dettur nokkrum manni í hug að það atriði að stofna annan sjóð til viðbótar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem hluti Esb þjóða er stofnaðili að, komi til með að bjarga einhverju á Evrusvæðinu.

Raunin er sú að meint stærðarhagkvæmni sambandsins sem einingar á tímum niðursveiflu er ef til vill umfangsmeiri en einstakra ríkja er standa utan þess, sem aftur hlýtur að leiða til hningnunar eðli máls samkvæmt.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Munu skoða hugmynd um Gjaldeyrissjóð Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú hittir naglann á höfuðið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður í þessum sama tilgangi á sínum tíma. Það sem gerðist hinsvegar var að gömlu stórveldin hófu að beita áhrifum sínum innan sjóðsins í eigin þágu, og af skeytingarleysi gagnvart þeim þjóðum sem leituðu á náðir sjóðsins en þurftu að þola afleiðingarnar, eins og við Íslendingar höfum nú fengið að smakka.

Mun þetta ekki bara enda á sama veg hjá ESB?

Fróðleikskorn: Hin svokölluðu "vestrænu" ríki ráða yfir 53,62% atkvæða í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ESB ríkin þar af 32,08%, en engilsaxneska blokkin u.þ.b. 27%. Hinsvegar þarf aðeins 15% atkvæða til að ná fram neitunarvaldi yfir ákvörðunum sjóðsins, og það getur aðeins ein þjóð upp á sitt einsdæmi: USA 16,77%, en frá ESB þyrftu UK, Frakkland og Þýskaland að rotta sig saman til að ná því marki. Augljóslega er þannig talsverð skekkja innbygð í kerfið, sem setur t.d. Breta í algera lykilstöðu sökum sérstakra tengsla sinna við USA.

Og nú á að herða tökin á Evrópu með nýjum sjóði að þessari fyrirmynd...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.3.2010 kl. 02:19

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vegir Evrópusambandsins eru órannsakanlegir Guðrún. Nú er gjaldmiðill þess í mikilli hættu, enda gat hann aldrei gengið upp fyrir jafn mörg ólík  og
misstór hagkerfi  og mynda evrusvæið. Gjaldeyrisvarastjóður fyrir evrusvæðið er bara ein af örvæntingunum sem birtast í dag um örlög evrunnar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.3.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband