Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Ætar ríkisstjórnarflokkarnir að svelta þjóðina inn í Evrópusambandið ?
Sunnudagur, 17. október 2010
Aðgerðaleysi sitjandi ráðamanna gagnvart þeim vanda sem við er að fást í íslensku samfélagi er algjört og alls konar málamyndasjónleikir hafa verið settir á svið við ýmsa endurskoðun mála hér innanlands sem enda án niðurstöðu, hvað þá þróunar fram á veg.
Það litur þannig út að meiningin sé að stjórna hvorki einu eða neinu nema því að koma áfram aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem var fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar á Alþingi Íslendinga, eftir bankahrunið.
Bæði Þjóðfundur sem ég hef enn ekki getað séð sem eitthvað marktækt fyrirbæri þróunar heldur miðjumoðssamræðu sem og Stjórnlagaþing eru því tímaskekkja í slíkri ringulreið sem stjórnleysið hefur leitt af sér nú um stundir.
Það skyldi þó aldrei vera að menn ætli að reyna að sækja vatnið yfir lækinn og Evrópusambandinu sé ætlað að vera bjargvættur þjóðfélagsins eins vitleust og það er ?
kv.Guðrún María.
HVER stjórnar landinu ?
Laugardagur, 16. október 2010
Það er aumt að lesa orð sem þessi frá forsætisráðherra þjóðarinnar varðandi það atriði að svo mikil andstaða sé við niðurfærsluleið að sú hin sama sé út af borðinu, þegar kallaðir hafa verið til Pétur og Páll út og suður án þess að ríkisstjórnin leggi eigin tillögur af mörkum.
Hver stjórnar landinu ?
Í mínum huga er kosturinn við niðurfærsluleiðina sá að þar verður ekki til mismunun til handa þegnunum, án þess þó að mér detti í hug að sú niðurfærsla muni leysa allan vanda.
Varðandi það atriði að niðurfærsla sé skaðabótaskyld, þá má með réttu segja að aðgerðaleysið sé það einnig þegar sannanlegur forsendubrestur hefur orðið til varðandi fjárskuldbindingar þær sem almenningur í landinu tókst á hendur fyrir fall bankanna.
kv.Guðrún María.
![]() |
Niðurfærsla talin bótaskyld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver ákveður markaðsleiguna ?
Laugardagur, 16. október 2010
Ef ég skil rétt þá virðist það svo að þeir sem boðið hefur verið ofan af geti áfram verið í íbúðum sínum og greitt markaðsleigu af því hinu sama húsnæði ásamt því að geta einnig nýtt sér kauprétt til þess að kaupa aftur.
Hver á að ákveða hvað er markaðsleiga og hvað skyldu margir þættir hafa áhrif á þá útreikniformúlu ?
Það verður fróðlegt að sjá.
kv.Guðrún María.
![]() |
Húsaleiga Íbúðalánasjóðs taki mið af markaðsleigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Höfnin er ekki byggð fyrir núverandi Herjólf, skiptir það engu máli ?
Laugardagur, 16. október 2010
Mér best vitanlega átti minna skip að sigla í þessa höfn en það hefi ég litið sem ekki neitt séð rætt um í þessu sambandi.
Hins vegar verða menn að gjöra svo vel að gera það sem þarf í þessu sambandi svo fremi ástæðan sé sú menn bera hér fram þ.e. gjóskan úr Jöklinum og óvenjulegar vindáttir.
kv.Guðrún María.
![]() |
350 milljónir í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjir standa bak við Magma ?
Laugardagur, 16. október 2010
Það er greinilegt að vilji sitjandi stjórnvalda stendur til þess að 90 prósent eignaraðild erlendra aðila í íslenskum orkugeira sé það sem ganga skal eftir og allt viðbótarnefndatilstand í því sambandi að skoða málin breytir engu um niðurstöðuna.
Er þá ekki sjálfsagt og eðlilegt að upplýst verði að fullu um hvern og einn einasta hluthafa í þessu fyrirtæki ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Ekki tilefni til frekari aðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tilgangslaust fundahald, ríkisstjórninni ber að taka af skarið eða segja af sér.
Fimmtudagur, 14. október 2010
Því miður er það svo að frá því að þessi ríksstjórn settist við valdatauma mátti vitað verða að þar var ekki á ferð sterk forysta um málefni eins þjóðfélags, heldur miðjumoðsuða málamiðlanna allra handa í ætt við samræðupólítik þá sem Samfylking hefur að hluta til verið þekkt fyrir.
Sannarlega var það síst það sem við þurftum á að halda Íslendingar við þessar aðstæður sem uppi eru í fjármálahruni og efnahagskreppu á alþjóðavísu.
Við þurfum stjórn sem þorir að taka ákvarðanir um eitthvað þar sem tíminn er peningar og ákvörðun um niðurfærslu verðlags eftir hrun þurfti að koma strax og þessi stjórn settist í stólana það er flestum ljóst nú.
Það var hins vegar ekki gert og úrvinnsla úr málum því eitt flækjudæmi sem menn sitja pikkfastir í að greiða úr allra handa og detti einhverjum í hug að menn geti komist að því að sætta sjónarmið allra sem nú eru kallaðir á fundi á fundi ofan þá get ég sagt að svo verður ekki.
Það er því um tvo kosti að ræða annaðhvort tekur sitjandi stjórn sjálf ákvörðun um hvað gera skal í skuldavanda þjóðar eða sú hin sama verður að segja af sér.
kv.Guðrún María.
![]() |
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Helsti boðberi nýfrjálshyggjunnar hefur verið Alþýðusamband Íslands, allan góðæristímann.
Fimmtudagur, 14. október 2010
Það er kostulegt að sjá máttlausar yfirlýsingar um áhyggjur frá yfirstjórn verkalýðsfélaga í landinu ASÍ, þar sem nýfrjálshyggju er kennt um, nýfrjálshyggju sem ASÍ hefur dansað með í áranna raðir með launahækkunum langt undir verðlagsþróun þar sem launþegar á almennum vinnumarkaði hafa verið hlunnfarnir og mönnum hefur ekki tekist að reikna út sameiginleg neysluviðmið í einu samfélagi.
Alþýðusambandið hefur slegið skjaldborg um helsta bölvaldinn í íslensku efnahagslífi verðtrygginguna eins vitlaust og það er, engum til hagsbóta í raun, alveg sama hvernig á það er litið.
Við þurfum ekkert yfirregnhlífabandalag verkalýðsfélaga í landinu, það hefi ég margsagt og slíkt er tímaskekkja sem til var komin fyrir hrun hér á landi.
Það er hins vegar borin von að þeir sem þar sitja nú átti sig sjálfir á því hinu sama, því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Áhyggjur af stöðu velferðarkerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Austurvollur.is er opinn öllum frambjóðendum til Stjórnlagaþings.
Fimmtudagur, 14. október 2010
" Fréttatilkynning13. Október 2010.austurvollur.is - Hugmyndabanki fyrir Stjórnlagaþing
Austurvollur.is er samskiptavefur tengdur inná Facebook með hugmyndabanka þar sem landsmenn geta sent inn tillögur að stjórnarskrárbreytingum, rætt þær og kosið um bestu hugmyndirnar.
Austurvollur.is er opinn öllum frambjóðendum til Stjórnlagaþings aðkynna sín framboð án endurgjalds.
Aðstandendur vefsins vonast til að viðtæk þátttaka verði meðal almennings í undirbúningi Stjórnlagaþings, og frambjóðendur sameinist um að koma á beinu og milliliðalausu lýðræði í landinu.Stjórnlagaþing gæti orðið mikilvægt tækifæri til að koma Íslendingum úr fjötrum fyrirgreiðsluflokkanna. Spyrna þarf gegn því að gömlu stjórnmálaklíkurnar yfirtaki þingið með sínu fólki til að koma í veg fyrir að gerðar séu róttækar og nauðsynlegar breytingar til að koma hér á raunverulegu lýðræði. Kjósendur þurfa að vera vel vakandi á verðinum og láta ekki lýðskrum og misnotkun fjölmiðla blekkja sig í áframhaldandi ánauð gömlu flokkanna.
Til að setja inn hugmyndir og taka þátt í umræðu um stjórnarskrárbreytingar er slóðin www.austurvollur.is.
Til að kynna framboð til Stjórnsýsluþings skal senda helstu upplýsingar um framboðið á netfangið: frambod@austurvollur.is "
Sú er þetta ritar er ekki í framboði til stjórnlagaþings en ég hvet menn til þess að koma sér á framfæri saman á sama vettvangi og vefsvæðið er öllum opið.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og svo þarf launafólk að borga fyrir starfsmenntanámskeiðin, eða hvað ?
Miðvikudagur, 13. október 2010
Því miður ég endurtek því miður hefi ég ekki getað séð öll þau fjölmörgu starfsmenntaátök allra handa og verkefni þar að lútandi nýtast launafólki sökum þess að fyrir það fyrsta verða launþegar að greiða fyrir að sækja námskeið sem þessi og í öðru lagi hefur ekki fylgt verðmat til launa af hálfu vinnuveitanda sem skyldi, en auðvitað kunna verkefnin að skapa störf þeirra er halda þau og setja fram.
Það væri því mjög svo nauðsynlegt að árangursmeta sjóðsöfnun sem þessa hvar sem er í ljósi upphaflegra markmiða og tilgangs til þess hins sama.
kv.Guðrún María.
![]() |
55 milljónum úthlutað í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aukaatriði, aðalatriði er það að stjórnmálamenn beri ábyrgð athafna sinna ellegar athafnaleysis.
Miðvikudagur, 13. október 2010
Auðvitað vinnur lögmaður verjanda sína vinnu eðli máls samkvæmt, en einu sinni er allt fyrst og það atriði að Alþingi hafi burði til þess að láta reyna á ráðherraábyrgð athafna ellegar athafnaleysis, er afar mikilvægt undir þeim kringumstæðum sem skapast hafa í íslensku samfélagi.
Meirihluti kjörinna fulltrúa á þinginu samþykkti aðkomu Landsdóms í þessu efni varðandi ráðherraábyrgð fyrrum forsætisráðherra, og það mun koma í ljós hvernig og hvort Landsdómur telur annmarka einhverja á framkvæmd mála þar að lútandi, en þangað til eru orð verjanda aðeins upplýsing.
kv.Guðrún María.
![]() |
Kemur til kasta landsdóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |