Austurvollur.is er opinn öllum frambjóðendum til Stjórnlagaþings.

" Fréttatilkynning13. Október 2010.austurvollur.is - Hugmyndabanki fyrir Stjórnlagaþing

Austurvollur.is er samskiptavefur tengdur inná Facebook með hugmyndabanka þar sem landsmenn geta sent inn tillögur að stjórnarskrárbreytingum, rætt þær og kosið um bestu hugmyndirnar.

 

Austurvollur.is er opinn öllum frambjóðendum til Stjórnlagaþings aðkynna sín framboð án endurgjalds.

 

Aðstandendur vefsins vonast til að viðtæk þátttaka verði meðal almennings í undirbúningi Stjórnlagaþings, og frambjóðendur sameinist um að koma á beinu og milliliðalausu lýðræði í landinu.Stjórnlagaþing gæti orðið mikilvægt tækifæri til að koma Íslendingum úr fjötrum fyrirgreiðsluflokkanna. Spyrna þarf gegn því að gömlu stjórnmálaklíkurnar yfirtaki þingið með sínu fólki til að koma í veg fyrir að gerðar séu róttækar og nauðsynlegar breytingar til að koma hér á raunverulegu lýðræði. Kjósendur þurfa að vera vel vakandi á verðinum og láta ekki lýðskrum og misnotkun fjölmiðla blekkja sig í áframhaldandi ánauð gömlu flokkanna.

Til að setja inn hugmyndir og taka þátt í umræðu um stjórnarskrárbreytingar er slóðin www.austurvollur.is.

Til að kynna framboð til Stjórnsýsluþings skal senda helstu upplýsingar um framboðið á netfangið: frambod@austurvollur.is "

 

Sú er þetta ritar er ekki í framboði til stjórnlagaþings en ég hvet menn til þess að koma sér á framfæri saman á sama vettvangi og vefsvæðið er öllum opið.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband