Ætar ríkisstjórnarflokkarnir að svelta þjóðina inn í Evrópusambandið ?

Aðgerðaleysi sitjandi ráðamanna gagnvart þeim vanda sem við er að fást í íslensku samfélagi er algjört og alls konar málamyndasjónleikir hafa verið settir á svið við ýmsa endurskoðun mála hér innanlands sem enda án niðurstöðu, hvað þá þróunar fram á veg.

Það litur þannig út að meiningin sé að stjórna hvorki einu eða neinu nema því að koma áfram aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem var fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar á Alþingi Íslendinga, eftir bankahrunið.

Bæði Þjóðfundur sem ég hef enn ekki getað séð sem eitthvað marktækt fyrirbæri þróunar heldur miðjumoðssamræðu sem og Stjórnlagaþing eru því tímaskekkja í slíkri ringulreið sem stjórnleysið hefur leitt af sér nú um stundir.

Það skyldi þó aldrei vera að menn ætli að reyna að sækja vatnið yfir lækinn og Evrópusambandinu sé ætlað að vera bjargvættur þjóðfélagsins eins vitleust og það er ?

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband