HVER stjórnar landinu ?

Það er aumt að lesa orð sem þessi frá forsætisráðherra þjóðarinnar varðandi það atriði að svo mikil andstaða sé við niðurfærsluleið að sú hin sama sé út af borðinu, þegar kallaðir hafa verið til Pétur og Páll út og suður án þess að ríkisstjórnin leggi eigin tillögur af mörkum.

Hver stjórnar landinu ?

Í mínum huga er kosturinn við niðurfærsluleiðina sá að þar verður ekki til mismunun til handa þegnunum, án þess þó að mér detti í hug að sú niðurfærsla muni leysa allan vanda.

Varðandi það atriði að niðurfærsla sé skaðabótaskyld, þá má með réttu segja að aðgerðaleysið sé það einnig þegar sannanlegur forsendubrestur hefur orðið til varðandi fjárskuldbindingar þær sem almenningur í landinu tókst á hendur fyrir fall bankanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þrátt fyrir að nú sé hafinn fimmta tilraunin á stuttum tíma, til þess að leiðrétta skuldavandann, þá hefur skuldavandinn aldrei verið kortlagður af einhverju viti og því borðliggjandi að ekki er í rauninni vitað hvert verkefnið er.  Þess vegna verður að sjálfsögðu enginn árangur, sama hvað menn reyna.

Varðandi forsendubrestinn, er ekki vitað hvort hann gangi með tímanum eitthvað til baka, eða hvort grípa þurfi til aðgerða til þess að leiðrétta hann, t.d. með því að búa til nýtt lánakerfi sem að gömlu lánin myndu ganga inn í.

 Það er samt kannski ekki alveg fyrsta vers.  

 Það þarf að tryggja greiðslugetu fólks, þá væntanlega með því að færa til að byrja með hluta afborgana aftur fyrir lánin.  Vinna svo að því að byggja þjóðfélagið upp efnahagslega, ásamt því að hjálpa þeim verst stöddu.

Það er alveg skothelt að þessi vandi eða annar leysist ekki á meðan hjól atvinnulífsins, snúast hægar og hægar með viku hverri.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.10.2010 kl. 23:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því miður fær maður það á tilfinninguna að sitjandi stjórnvöld allavega annar flokkurinn ætli að láta þetta ástand ganga áfram þangað til kemur að atvkæðagreiðslu um aðildarumsókn að Esb.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er nú óhugsandi að núverandi stjórnvöld verði við völd svo lengi að þau lifi það að sjá aðildarsamninginn, nema eitthvað stórkostlegt gerist, næstu daga eða vikur.........

Ef að þetta aðgerðarleysi og ráðaleysi er ekki nógu erfitt fyrir þau, þá bíður Fjárlagafrumvarpið, spennt á kantinum eftir því að gera þeim lífið erfiðara.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.10.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband