Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Fagna Bjarna í þetta starf.
Miðvikudagur, 13. október 2010
Það skyldi þó aldrei vera að liflegra yrði yfir gömlu atvinnuvegunum við ráðningu Bjarna í þetta starf, en ég fagna því að sjá hann þarna á bæ og mun fylgjast vel með fróðleik öllum sem kemur frá ráðuneytinu á næstunni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Bjarni ráðinn upplýsingafulltrúi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tillögur ríkisstjórnarinnar geta ógnað öryggi sjúklinga.
Þriðjudagur, 12. október 2010
Læknar á Akureyri segja tillögur stjórnvalda skerða gæði heilbrigðisþjónustu á svæðinu, og viðvarandi læknaskortur geti ógnað öryggi sjúklinga.
Það er ekki góð innkoma nýs heilbrigðisráðherra að koma fram með tillögur sem slíkar en sá hinn sami á í raun að vera hlekkur í ferli þar sem samráð um alla slíka hluti skyldi áður undirbúið þannig að sjúklingar þurfi ekki að meðtaka óvissu sem slíka um þjónustuþætti sem til staðar eru, en verða í uppnámi framundan með tillögugerðinni.
Hér er á ferð illa undirbúin framsetning stjórnvalda í þessu efni sem kalla verður mistök.
kv.Guðrún María.
![]() |
Læknaráð FSA mótmælir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Okkur Hafnfirðingum er engin vorkunn að sækja þjónustu til Reykjavíkur.
Þriðjudagur, 12. október 2010
Hins vegar þarf að meta það hvort það borgar sig að flytja þá starfssemi sem hefur nú þegar búið sér aðstöðu hér, sem og hvort hægt er að nota og nýta húsnæðið án breytinga sem kosta alltaf heilmikið.
Það þarf að greina þjónustuþörf fyrir veitta þjónustu sem og hvort opinber stefna er sú að sú hin sama þjónusta verði áfram veitt eða ekki í sama magni.
Hvers konar sérhæfing í lækningum útheimtir sína sérstöku aðstöðu þar sem tilflutningar á slíku kosta oft meira en hitt að hafa hlutina á sama stað.
Ef tilflutningur þjónustu frá St.Jóefsspítala getur komið í veg fyrir það að fæðingarþjónusta verði aflögð úti á landi, þá tel ég að við Hafnfirðingar getum lagt það á okkur að ferðast til Reykjavíkur í þjónustuna.
kv.Guðrún María.
![]() |
Þorgerður Katrín óskar eftir fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigt viðhorf.
Þriðjudagur, 12. október 2010
Það er afskaplega ánægjulegt að sjá gagnrýni sem þessa þar sem einkar vel orðuð ályktun er hér á ferð, af hálfu Samfylkingarfélagsins á Fljótsdalshéraði, þar sem þeir hinir sömu gagnrýna eigin þingmenn fyrir að fara á flokksgreinarálit um það atriði að greiða atkvæði um Landsdóm til handa öðrum en eigin flokksmönnum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gagnrýna framgöngu þingmanna eigin flokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er pólítískt einelti til á Íslandi ?
Mánudagur, 11. október 2010
Getur það verið að þeir sem gagnrýna ákveðna flokka, við stjórn ríkis eða sveitarfélaga, séu sérstaklega teknir fyrir varðandi stjórnvaldsákvarðanir hvers konar ?
Það skal viðurkennt að ég hefi spurt mig þeirrar spurningar undanfarið, þótt lengst af hafi ég blásið á allar slíkar samsæriskenningar og ætíð talið það að hver einstaklingur hljóti að geta varið sinn rétt hvarvetna gagnvart yfirvöldum alveg sama hvað flokkar heita er sitja við valdatauma sem stjórnvald.
Ég veit það þó að tilhneiging embætttismannakerfisins íslenska hefur oftar en ekki verið sú að þjónkast sínum pólítisku herrum á hverjum tíma með ótrúlegri aðlögunarhæfni þar að lútandi oft og iðulega.
Embættismenn framkvæmdavaldsins eru nefnilega oft eins og styttur í stjórnkerfinu, þar sem aldrei er skipt um mannval svo nokkru nemi og eftir því breytist lítið, þar sem þeir hinir sömu eru einnig ráðgefandi aðilar fyrir þá sem taka við eftir fjögurra ára kjörtímabilin við stjórn ríkis og sveitarfélaga.
Ég vil hins vegar ekki trúa því fyrr en ég tek á að pólítískt einelti sé til hér á landi, þótt keim af pólítiskum smjörþef sé að finna í þvi sem ég hefi mátt þurfa að þrefa í undanfarið, gagnvart þeim aðilum sem þar er um að ræða, þar sem gífurlegur skortur á almennum skynsemisforsendum mála er á ferð í raun, alveg sama hvernig á málið er litið.
kv.Guðrún María.
Mætum á fundi verkalýðsfélaga og skiptum um stjórnir þar sem þarf.
Mánudagur, 11. október 2010
Nú fara í hönd fundir verkalýðsfélaga um tillögugerð varðandi komandi kjarasamninga.
Stór hluti af því ástandi sem uppi er í voru samfélagi er það atriði að verkalýðsfélög hafa samið af sér réttlát og eðlileg laun fyrir fulla vinnu einstaklinga á vinnumarkaði, þar sem veruleg gjá hefur myndast millum þjóðfélagshópa í einu samfélagi.
Það er og verður óviðunandi og því verður að breyta og það er okkar að breyta því með því að kjósa fólk til forystu sem vinnur að heildarhagsmunum okkar og við treystum til verka í því efni.
Laun og bætur öryrkja og aldraðra taka mið af lægstu launum og þess vegna er það okkar sem tökum þátt á vinnumarkaði að standa vörð um þeirra hagsmuni nú sem aftur verða okkar síðar.
kv.Guðrún María.
Var það Exel, sem vann fjárlagafrumvarpið ?
Sunnudagur, 10. október 2010
Það læðist að manni sá grunur að Exel hafi séð um tillögugerð fjárlagafrumvarpsins prósentulega.
Þegar kemur að heilbrigðismálum hins vegar hefur það oftar en ekki verið svo að þekking þingmanna almennt á þeim hinum sama málaflokki er ekkert sem hægt er að hrópa húrra fyrir, nema menn komist í embætti ráðherra í þeim málaflokki ellegar hafi sjálfir starfað sem heilbrigðisstarfsmenn.
Allt of fáir læknar hafa gefið sig í stjórnmál og setu á þingi, en sama má segja um hjúkrunarfræðinga, og sjúkralíða.
Það skiptir verulegu máli fyrir þingið að vera í sambandi við raunveruleika mála hverju sinni og aðhald og sparnaður er sjálfsagður á öllum tímum, en rétt eins og bóndinn slátrar ekki mjólkurkúnni, þá eru kröfur um of mikinn sparnað i þessum málaflokki eitthvað sem skilar sér seint og illa til baka sem þjóðhagsleg hagkvæmni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Munu fjárlögin njóta þingmeirihluta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samstaða á Húsavík.
Sunnudagur, 10. október 2010
Það er ángægjulegt að sjá táknræna skjaldborg sem íbúar fyrir norðan slá um sína þjónustu í heimahéraði.
Það er samstaðan sem gildir.
Áfram Norðlendingar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mannleg skjaldborg á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samstaða á Austurlandi.
Sunnudagur, 10. október 2010
Það er óviðunandi að hlaupa fram með tillögur að skerðingum sem slíkum án samráðs við aðila eins og kemur hér fram í ályktun fundar á Egilsstöðum.
Annað hvort höldum við byggð í landinu eða ekki.
Áfram Austfirðingar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mótmæla niðurskurði harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samstaða á Suðurlandi.
Sunnudagur, 10. október 2010
Það er ánægjulegt að sjá það að hagsmuna og stéttarfélög á Suðurlandi vilja sýna samstöðu í sínu héraði, varðandi eigin hagsmunamál.
Áfram Sunnlendingar, stappið niður fæti, hingað og ekki lengra.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hvetja Sunnlendinga til að mæta á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |