Aukaatriði, aðalatriði er það að stjórnmálamenn beri ábyrgð athafna sinna ellegar athafnaleysis.

Auðvitað vinnur lögmaður verjanda sína vinnu eðli máls samkvæmt, en einu sinni er allt fyrst og það atriði að Alþingi hafi burði til þess að láta reyna á ráðherraábyrgð athafna ellegar athafnaleysis, er afar mikilvægt undir þeim kringumstæðum sem skapast hafa í íslensku samfélagi.

Meirihluti kjörinna fulltrúa á þinginu samþykkti aðkomu Landsdóms í þessu efni varðandi ráðherraábyrgð fyrrum forsætisráðherra, og það mun koma í ljós hvernig og hvort Landsdómur telur annmarka einhverja á framkvæmd mála þar að lútandi, en þangað til eru orð verjanda aðeins upplýsing.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kemur til kasta landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband