Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hér er FRÉTT til að skoða afar vel.

Hvet menn til þess að skoða þessa ágætu frétt sem hér er birt, þar sem þetta kemur m.a. fram.

" Þegar hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hrundi með bankakerfinu síðastliðið haust hefði það átt að hafa mikil neikvæð áhrif á eignir þessara erlendu félaga hérlendis, enda hafa þau tapað megninu af hlutabréfaeign sinn í því hruni. Það var raunin með félög skráð í Hollandi en fjármunaeignir þeirra á Íslandi drógust saman um 269,4 milljarða króna á síðasta ári. Athygli vekur hins vegar að bein fjármunaeign félaga frá Lúxemborg og Belgíu hefur aukist um 318 milljarða króna á milli ára, eða um tæp 60 prósent. "

60 % aukning á beinni fjármunaeign félaga frá Luxemburg og Belgíu, meðan álíka tala í prósentum talið hverfur úr landinu að sjá má.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eign erlendra félaga á Íslandi jókst 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður saga til næsta bæjar ef tekst að draga menn til ábyrgðar hér á landi.

Ef svo ólíklega vildi til að hægt væri að finna ábyrgð fjárglæframannanna í hinu íslenska Matadorævintýri, hvað þá með stjórnmálamennina er smíðuðu lagaumhverfið og stjórnuðu landinu og eftirlitsstofnunum hins opinbera, munu þeir þurfa að bera ábyrgð ?

Það kemur fram í þessu viðtali við Evu Joly að stjórnvöld hafi hundsað aðvörunarljósin ekki bara hér heldur einnig í Bretlandi og Hollandi, með öðrum orðum stjórnmálamenn flutu um á bleiku skýi hins meinta endalausa góðæris allir sem einn frá ríkisstjórn til forseta, og framkvæmdavaldi til þings.

Guðatrúin á Mammon réð ferð í flestum athöfnum og allir vildu ganga erinda hinna endalausu fjármuna sem gengu um í sínýjum fötum keisara fjármálafyrirtækja dag hvern.

Ábyrgð hefur hingað til verið álíka smjörklípu ofan á brauð hér á landi, meira og minna,

því miður.

En mál er að linni.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fjölmiðlamenn fastir í fortíð og nútíð ?

Hinn stórlegi skortur þess að fjölmiðlamenn velti vöngum fram í tímann um hin ýmsu mál, verður til þess að ákveðin stöðnun ríkir varðandi skoðanamyndun, þar sem fréttir snúast eingöngu um hvað var og er í gangi án lítilla sem engra vangavelta um hvað myndi gerast í framtíð.

Endalausar fréttir af fjármálamarkaði og efnahagsmálum þar sem einn hagfræðingur segir þetta og annar hitt og sá þriðji kemur með þriðju skoðun mála, enginn sammála, án fréttaskýriinga af hálfu viðkomandi fjölmiðlis.

Fjölmiðlar hver um annan þveran hér á landi eru fastir í sama pyttinum þess efnis að segja fréttir um sömu málin sem voru eða eru án nokkurs konar sjálfstæðra vangaveltna um hvað gæti orðið EF,  sem aftur myndi leiða af sér umræðu og ef til vill þróun skoðanamyndunar að einhverju leyti.

kv.Guðrún María.


Íslenskir læknar á villigötum, gleyma offitu, áfengi og tannheilsu.

Það skýtur skökku við að Læknafélag Íslands kjósi að einblína á einn þátt í heilsufarslegum vandkvæðum þjóðar, á krepputímum í stað þess að viðhafa heildaryfirsýn yfir almennt heilbrigði og þjónustu þar að lútandi sem óhjákvæmilega mun verða skert að einhverju leyti.

Fréttin sem ég var að blogga um hér áðan, varðandi það atriði að verið sé að þróa bóluefni gegn reykingum, kann að eiga þátt í þessum áherslum félagsins án þess að ég vilji fullyrða þar um.

Það er hins vegar ekki lækna að segja til um hvað stjórnvöld skuli gera, s.s varðandi bann við sölu tóbaks og frekar að læknar stofni stjórnmálaflokk til þess að berjast fyrir því, það gefur augaleið og þeir hinir sömu því komnir út fyrir sitt faglega viðfangsefni.

Offita, áfengi og tannheilsa eru þrjú atriði sem læknar hefðu eðli máls samvæmt faglega átt að álykta um samtímis tóbakinu í samræmi við það sem þeir hinir sömu kjósa að draga fram í þessu efni.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga læknar erinda lyfjafyrirtækjanna ?

Bóluefni kostar fjármuni, rétt eins og ýmsar aðrar forvarnir gegn reykingum, og það er í raun mjög svo sérkennilegt að læknar skuli ekki beita sér fyrir því að koma á fót meðferðarstofnunum til þess að hjálpa þeim sem ofurseldir eru neyslu nikótíns í stað þess að taka þátt í þróun bóluefnis gegn slíku.

Hvað varð um siðalögmálin hvað varðar hagnaðarhvötina ef samstarf lækna við lyfjafyrirtæki er fyrir hendi í þessu efni ?

Hvaða bólusetning kann að vera næst á ferðinni sem hugsanlega kann að vera á boðstólum, ef til vill gegn alkóhóli og offitu til dæmis, með tilliti til þjóðhagslegra afleiðinga og kostnaði þar að lútandi ?

spyr sá sem ekki veit, en fylgist með.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Bólusetning gegn reykingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingflokkur er stjórnmálaflokkur.

Það er nú nokkuð hjákátlegt að fylgjast með því að þingmaður vilji ekki að flokkur hennar breytist í stjórnmálaflokk. Óhjákvæmilega hljóta flokkar að þurfa að hafa innbyrðis skipulag ákvarðanatöku, að öðrum kosti fer lýðræðisleg ákvarðanataka fyrir lítið fyrr eða síðar og allt verður vitlaust.

Gott stjórnkerfi og virkt skipulag, er að mínu mati forsenda þess að menn geti náð að fóta sig áfram á þessu sviði, og ef slíkt er ekki fyrir hendí í upphafi þá skapar það vandamál á vandamál ofan.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Átök innan Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve oft tekur Matvælaeftirlitið sýni og skoðar ?

Það hefði nú verið mjög fróðlegt að fá það meðferðis þessari frétt hve oft viðkomandi eftirlitsstofnanir taka sýni og skoða af matvöru sem er til sölu.

Það væri mjög eðlilegt að mínu mati, þ.e að vita hve vel væri fylgst með slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja engar vísbendingar um brot á reglum um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru illgresislyfin ekki hættulegri en Hvönnin ?

Það kemur nú ekki fram hverju Hvönnin ógnar og íbúa í næsta nágrenni virðist ekki standa stuggur af henni.

Ég myndi hafa meiri áhyggjur ef mönnum dettur í hug að fara dreifa eitri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Risahvönn ógnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefni innflytjenda á krepputímum.

Því miður ég endurtek því miður hafa stjórnvöld hér á landi EKKI brugðist við varðandi mikinn atvinnumissi fólks af erlendu bergi brotnu sem flust hefur hingað til lands á undanförnum árum í hinu meinta góðæri, en hefur ef til vill fyrst misst vinnu þegar kreppir að í atvinnulífinu.

Ég vona að undirliggjandi ástæðu þessara auknu glæpa í voru samfélagi, verði ekki hægt að rekja til andvaraleysis um þá er komu sem vinnuafl til Íslands, með lítil sem engin réttindi á íslenskum vinnumarkaði, og misstu vinnu í kreppu,  því þá fyrst skýtur skökku við hvað varðar mannréttindi almennt.

Skipulagðir glæpir er eitthvað sem við höfum ekki áður upplifað hér á landi í miklum mæli en það er vel ef tekst að stemma stigu við slíku sem fyrst.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lögregluaðgerðir gegn þjófahópum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiningardeildir bankanna stjórna ekki landinu.

Mín skoðun er sú að starfandi fjármálafyrirtæki á markaði eigi ekki að skipta sér af hugmyndum um stjórnun landsins efnahagslega með yfirlýsingum í tíma og ótíma, enda slíkar yfirlýsingar meira og minna litaðar af hagsmunum fjármálafyrirtækja um tap og gróða persé, burtséð frá langtíma hagsmunum samfélagsins, sem varla er á verksviði banka að senda út yfirlýsingar um.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Segja bæði kosti og galla fylgja hugmyndum Stiglitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband