Það verður saga til næsta bæjar ef tekst að draga menn til ábyrgðar hér á landi.

Ef svo ólíklega vildi til að hægt væri að finna ábyrgð fjárglæframannanna í hinu íslenska Matadorævintýri, hvað þá með stjórnmálamennina er smíðuðu lagaumhverfið og stjórnuðu landinu og eftirlitsstofnunum hins opinbera, munu þeir þurfa að bera ábyrgð ?

Það kemur fram í þessu viðtali við Evu Joly að stjórnvöld hafi hundsað aðvörunarljósin ekki bara hér heldur einnig í Bretlandi og Hollandi, með öðrum orðum stjórnmálamenn flutu um á bleiku skýi hins meinta endalausa góðæris allir sem einn frá ríkisstjórn til forseta, og framkvæmdavaldi til þings.

Guðatrúin á Mammon réð ferð í flestum athöfnum og allir vildu ganga erinda hinna endalausu fjármuna sem gengu um í sínýjum fötum keisara fjármálafyrirtækja dag hvern.

Ábyrgð hefur hingað til verið álíka smjörklípu ofan á brauð hér á landi, meira og minna,

því miður.

En mál er að linni.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband